Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar 13. apríl 2025 09:03 Í dag 12. apríl birtist frétt á Vísi þar sem haft er eftir heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna að hann ætli sér að finna orsakir einhverfu þannig að hægt verði að útrýma henni. Nú get ég ekki orða bundist. Stórhættuleg afturhaldsstefna í Bandaríkjunum er á leiðinni upp á nýjar hæðir, eða ofan í nýjar lægðir. Fyrst barátta gegn trans fólki og hreinlega opinber stefna sem gengur út á að ráðast gegn hvers kyns fjölbreytileika. Kynseginleiki er ekki lengur viðurkenndur heldur er fólki gert að fara ofan í boxið karl eða kona. Nú ætlar heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sum sé að útrýma þessum faraldri einhverfu eins og það er orðað (e. autism epidemic). Fyrir stuttu síðan var líka umræða hérlendis um rannsókn sem átti að finna orsakir einhverfu og gæti þannig minnkað hættuna á að eignast einhverf börn. Tölum þá aðeins um einhverfu. Einhverfa tengist taugaþroskun sem er öðruvísi en hjá flestum. Einhverfir skynja veröldina á aðeins annan hátt, mismikinn. Þessu má líkja við mixer sem er öðruvísi stilltur en hjá flestum. Sumir eru sérlega næmir fyrir lykt, aðrir hljóði, sumir upplifa sársauka frá fötum með grófum saumum eða miðum í hálsmáli, margir upplifa örmögnun innan um margt fólk og upplifa sig út undan félagslega. Og ef meirihlutinn telur sig ekki skilja einhverfa þá er það alveg gagnkvæmt. Við eigum oft erfitt með að skilja meirihlutann. "Einhverfufaraldurinn" er einfaldlega til kominn vegna þess að það er aukin meðvitund í samfélaginu, fleira og fleira fólk, oft fullorðið er að kafa ofan í sjálft sig í viðleitni til að skilja sig betur. Oft eftir áralanga árangurslausa reynslu af sálfræðingum, kvíðalyfjum, einelti og öðrum áföllum, því það tekur á að upplifa sig öðruvísi og á skjön við meirihlutann. Og svo kemur skömmin yfir þessu öllu. En það þýðir ekki að einhverfir séu verra fólk eða að einhverfa sé eitthvað sem þurfi að útrýma. Margir einhverfir glíma við alvarlegar áskoranir en alls ekki allir. Við höfum mörg einhverja snilligáfu, einstakan hæfileika til að geta séð hlutina öðruvísi, sökkt okkur ofan í viðfangsefni og skilið ákveðna hluta heimsins til hins ýtrasta. Einhverfa er ekki sjúkdómur, einhverfa er bara ofurlítið öðruvísi heili en flestir hafa, ekki verri heili, ekki veikur heili, bara öðruvísi og það er engin hætta fólgin í einhverfu. Hugtakið einhverfa þarf í raun ekki að vera til. Ef 80% mannkyns væri einhverft væri hugtakið ekki til og samfélagið myndi virka ágætlega, ekki eins og það er, bara aðeins öðruvísi. En svo þarf fólk að lesa svona fréttir, fylgjast með svona umræðu. Við miðaldra fólkið sem loks hefur fengið útskýringu á því af hverju lífið var alltaf fullt af kvíða, börnin sem eru að reyna að fóta sig eftir greiningu í samfélagi sem reynir sitt besta en kann ekki alveg að koma til móts við þau. Allt þetta fólk, börn og fullorðnir þurfa að hlusta á umræðu þar sem ekki er leitast eftir að skilja þau heldur koma í veg fyrir þau. Höfundur er þjóðfræðingur og forritari, með sjálflærða sérþekkingu á flokkunarfræði spendýra og liðdýra en fær alltaf smá kvíðahnút í magann ef hann þarf að tala í síma eða þrífa eldavél Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einhverfa Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 12. apríl birtist frétt á Vísi þar sem haft er eftir heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna að hann ætli sér að finna orsakir einhverfu þannig að hægt verði að útrýma henni. Nú get ég ekki orða bundist. Stórhættuleg afturhaldsstefna í Bandaríkjunum er á leiðinni upp á nýjar hæðir, eða ofan í nýjar lægðir. Fyrst barátta gegn trans fólki og hreinlega opinber stefna sem gengur út á að ráðast gegn hvers kyns fjölbreytileika. Kynseginleiki er ekki lengur viðurkenndur heldur er fólki gert að fara ofan í boxið karl eða kona. Nú ætlar heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sum sé að útrýma þessum faraldri einhverfu eins og það er orðað (e. autism epidemic). Fyrir stuttu síðan var líka umræða hérlendis um rannsókn sem átti að finna orsakir einhverfu og gæti þannig minnkað hættuna á að eignast einhverf börn. Tölum þá aðeins um einhverfu. Einhverfa tengist taugaþroskun sem er öðruvísi en hjá flestum. Einhverfir skynja veröldina á aðeins annan hátt, mismikinn. Þessu má líkja við mixer sem er öðruvísi stilltur en hjá flestum. Sumir eru sérlega næmir fyrir lykt, aðrir hljóði, sumir upplifa sársauka frá fötum með grófum saumum eða miðum í hálsmáli, margir upplifa örmögnun innan um margt fólk og upplifa sig út undan félagslega. Og ef meirihlutinn telur sig ekki skilja einhverfa þá er það alveg gagnkvæmt. Við eigum oft erfitt með að skilja meirihlutann. "Einhverfufaraldurinn" er einfaldlega til kominn vegna þess að það er aukin meðvitund í samfélaginu, fleira og fleira fólk, oft fullorðið er að kafa ofan í sjálft sig í viðleitni til að skilja sig betur. Oft eftir áralanga árangurslausa reynslu af sálfræðingum, kvíðalyfjum, einelti og öðrum áföllum, því það tekur á að upplifa sig öðruvísi og á skjön við meirihlutann. Og svo kemur skömmin yfir þessu öllu. En það þýðir ekki að einhverfir séu verra fólk eða að einhverfa sé eitthvað sem þurfi að útrýma. Margir einhverfir glíma við alvarlegar áskoranir en alls ekki allir. Við höfum mörg einhverja snilligáfu, einstakan hæfileika til að geta séð hlutina öðruvísi, sökkt okkur ofan í viðfangsefni og skilið ákveðna hluta heimsins til hins ýtrasta. Einhverfa er ekki sjúkdómur, einhverfa er bara ofurlítið öðruvísi heili en flestir hafa, ekki verri heili, ekki veikur heili, bara öðruvísi og það er engin hætta fólgin í einhverfu. Hugtakið einhverfa þarf í raun ekki að vera til. Ef 80% mannkyns væri einhverft væri hugtakið ekki til og samfélagið myndi virka ágætlega, ekki eins og það er, bara aðeins öðruvísi. En svo þarf fólk að lesa svona fréttir, fylgjast með svona umræðu. Við miðaldra fólkið sem loks hefur fengið útskýringu á því af hverju lífið var alltaf fullt af kvíða, börnin sem eru að reyna að fóta sig eftir greiningu í samfélagi sem reynir sitt besta en kann ekki alveg að koma til móts við þau. Allt þetta fólk, börn og fullorðnir þurfa að hlusta á umræðu þar sem ekki er leitast eftir að skilja þau heldur koma í veg fyrir þau. Höfundur er þjóðfræðingur og forritari, með sjálflærða sérþekkingu á flokkunarfræði spendýra og liðdýra en fær alltaf smá kvíðahnút í magann ef hann þarf að tala í síma eða þrífa eldavél
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun