Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Valur Páll Eiríksson skrifar 13. apríl 2025 15:24 Haraldur Franklín Magnús er ekki sannfærður um að Rory McIlroy takist loks að vinna Masters-mótið í golfi. Vísir/Lýður Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús kveðst smeykur um að Rory McIlroy fari á taugum á lokadegi Masters-mótsins í golfi. Sá norður-írski er með tveggja högga forystu fyrir lokahring mótsins og seilist eftir langþráðum sigri. McIlroy fór hamförum á þriðja hring mótsins í gær. Hann setti mótsmet er hann lék fyrstu sex holur vallar á þremur höggum og fékk þar örn og þrjá fugla. Hann lék hringinn á sex undir pari vallar, annan daginn í röð og er á tólf undir pari í heildina. „Þetta eru jólin fyrir áhugamenn um golf að fylgjast með Masters,“ segir Haraldur Franklín Magnús, einn fremsti kylfingur landsins. Hann segir gengi McIlroy í gær gilda lítið ef hann mætir ekki klár í slaginn í dag. „Það er oft sagt að þetta byrji á seinni níu holunum lokadaginn. Eiginlega allt fyrir það er fyrri hálfleikur. Þarna byrjar keppnin, það er ennþá nóg eftir,“ segir Haraldur. McIlroy hefur aldrei unnið Masters-mótið en fái hann loksins græna jakkann fræga fullkomnar hann alslemmuna, enda Masters eina risamótið sem hann á eftir að vinna. Haraldur býst við einvígi milli McIlroy og Bandaríkjamannsins Bryson DeChambeau, sem átti fínasta hring í gær og er aðeins tveimur höggum á eftir Norður-Íranum. „Ég held það. En ef þeir fara illa af stað eru margir þarna fyrir neðan sem gætu farið með þeim í baráttuna. Ég held með Åberg, Svíanum, sem er þarna svolítið á eftir. Ég vona að hann standi sig og hleypi smá meiri spennu í þetta. En ég held þetta verði milli þeirra tveggja,“ segir Haraldur. Er loksins komið að þessu hjá Rory? „Ég held ekki. Ég er kannski smá svartsýnn en ég held hann klúðri þessu. En þetta verður samt gaman, ég reyndar held með honum en ég hef ekki alveg næga trú á þessu,“ segir Haraldur og glottir. Haraldur mun hita upp fyrir Masters-mótið ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni og Inga Rúnari Gíslasyni á Stöð 2 Sport 4 klukkan 15:30. Keppni hefst klukkan 16:00 og verður í beinni fram eftir kvöldi, einnig á Stöð 2 Sport 4. Masters-mótið Golf Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
McIlroy fór hamförum á þriðja hring mótsins í gær. Hann setti mótsmet er hann lék fyrstu sex holur vallar á þremur höggum og fékk þar örn og þrjá fugla. Hann lék hringinn á sex undir pari vallar, annan daginn í röð og er á tólf undir pari í heildina. „Þetta eru jólin fyrir áhugamenn um golf að fylgjast með Masters,“ segir Haraldur Franklín Magnús, einn fremsti kylfingur landsins. Hann segir gengi McIlroy í gær gilda lítið ef hann mætir ekki klár í slaginn í dag. „Það er oft sagt að þetta byrji á seinni níu holunum lokadaginn. Eiginlega allt fyrir það er fyrri hálfleikur. Þarna byrjar keppnin, það er ennþá nóg eftir,“ segir Haraldur. McIlroy hefur aldrei unnið Masters-mótið en fái hann loksins græna jakkann fræga fullkomnar hann alslemmuna, enda Masters eina risamótið sem hann á eftir að vinna. Haraldur býst við einvígi milli McIlroy og Bandaríkjamannsins Bryson DeChambeau, sem átti fínasta hring í gær og er aðeins tveimur höggum á eftir Norður-Íranum. „Ég held það. En ef þeir fara illa af stað eru margir þarna fyrir neðan sem gætu farið með þeim í baráttuna. Ég held með Åberg, Svíanum, sem er þarna svolítið á eftir. Ég vona að hann standi sig og hleypi smá meiri spennu í þetta. En ég held þetta verði milli þeirra tveggja,“ segir Haraldur. Er loksins komið að þessu hjá Rory? „Ég held ekki. Ég er kannski smá svartsýnn en ég held hann klúðri þessu. En þetta verður samt gaman, ég reyndar held með honum en ég hef ekki alveg næga trú á þessu,“ segir Haraldur og glottir. Haraldur mun hita upp fyrir Masters-mótið ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni og Inga Rúnari Gíslasyni á Stöð 2 Sport 4 klukkan 15:30. Keppni hefst klukkan 16:00 og verður í beinni fram eftir kvöldi, einnig á Stöð 2 Sport 4.
Masters-mótið Golf Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti