Beina útsendingu af geimskotinu má sjá í spilaranum hér að neðan:
Í tilkynningu Blue Origin um flugið sagði að um borð yrðu þær Aisha Bowe, Amanda Nguyen, Gayle King, Katy Perry, Kerianne Flynn og Lauren Sánchez en sú síðastnefnda hafi fengið hinar til liðs við áhöfnina.
Í tilkynningunni var haft eftir Sánchez, sem er verðlaunablaðamaður, metsöluhöfundur og þyrluflugmaður, að hún væri stolt að leiða teymi könnuða í leiðangri sem myndi breyta sýn þeirra á jörðina, valdefla þær til þess að segja sögu sína, og veita komandi kynslóðum innblástur um ókomna tíð.
Í áhöfninni kennir ýmissa grasa kenna en þar eru meðal annars fyrrverandi eldflaugavísindamaður hjá NASA, ritstjóri Oprah Daily, kvikmyndagerðarmaður, geimferðalíffræðingur og áðurnefnd poppstjarna.