Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 14:18 Hugleikur segist á hálum ís eftir að efni hans hefur ítrekað verið fjarlægt af samfélagsmiðlum hans. Instagram/Facebook Fésbókaryfirvöld hafa tjáð Hugleiki Dagssyni grínista að ef hann heldur áfram að birta klúrar skrítlur á 216 þúsund fylgjenda síðuna sína verði lokað á síðuna að eilífu. Hugleikur líkir gervigreindinni sem sigtar út efnið hans við barn sem skilji ekki muninn á kaldhæðni og alvöru. Hugleikur tjáði fylgjendum sínum á Facebook í morgun að nú væri hann á hálum ís. Honum hefði verið tilkynnt um að ef hann bryti reglur um „nekt og kynferðislegt efni“ aftur gæti hann átt þá hættu að missa reikninginn að eilífu. „Möguleikarnir mínir eru annars vegar að hætta að birta efni í trássi við reglurnar. En það er um það bil 75 prósent af öllu mínu gríni. Hins vegar að halda áfram að brjóta reglurnar og sigla þessu í strand,“ skrifar Hugleikur. Viðkvæmust fyrir berrössuðum spýtukörlum Blaðamaður hafði samband við Hugleik, sem segir hótanir Facebook ekki nýjar af nálinni. „Þetta hefur alltaf verið í spilunum. Mér finnst eiginlega alltaf hafa verið tímaspursmál hvenær mér verður sparkað út,“ segir Hugleikur í samtali við fréttastofu. „Það er aðallega nekt, svona spýtukarlanekt, sem vélin vill ekki sjá.“ Hann útskýrir að þær breytingar hafi orðið undandarin misseri að í stað starfsmanns Meta sjái gervigreindin um að sía út efni sem samræmist ekki leikreglum miðilsins. „Hún er búin að læra að skynja hvað er að gerast á myndunum mínum og hún skilur ekki muninn á kaldhæðni og alvöru. Gervigreindin er svolítið eins og barn sem skilur ekki alveg núanseraða hluti.“ Starfsmaður Facebook kom honum til bjargar Nokkur ár eru síðan lokað var fyrir síðu Hugleiks vegna grínsins sem hann birti á síðuna sína. Þá hafi honum verið boðið að áfrýja ákvörðuninni en útlitið ekki verið gott þar til aðdáandi sem starfar hjá Facebook setti sig í samband við hann. „Hann sendi mér skilaboð án þess að segja hver hann væri því hann mátti það ekkert. Einhver aðdáandi og verndarengill innan Facebook sem laumaði mér aftur inn. Þetta er einhver secret superhero. En ég ætla ekki að reiða mig á að hann komi mér aftur til bjargar,“ segir Hugleikur. Þegar færslur hans eru flaggaðar fái hann að svara fyrir sig í von um að fá þær birtar á ný en það sé alla vega hvort fallist er á þá beiðni. Ljótasta grínið annars staðar Hugleikur reiknar með að halda áfram að dansa á línunni og freista þess að halda áfram að birta efni, en leyfa allra grófasta efninu að njóta sín á öðrum móttækilegri miðlum. Instagram sé þeirra á meðal, þó hann heyri ásamt Facebook undir Meta. „Ég nota bara tækifærið og segi á Facebook, ef þið viljið sjá verra stöff þá er hægt að fara á Patreon og hina miðlana,“ segir Hugleikur. Þó væri mikill missir ef Facebook setur honum endanlega stólinn fyrir dyrnar. „Það væri alveg glatað. Þetta er sá miðill sem ég er búinn að vera að rækta hvað lengst,“ segir Hugleikur. Síðan hans telur sem fyrr segir 216 þúsund fylgjendur og er vinsælasta samfélagsmiðlasíðan hans svo um munar. „Allavega er þetta mjög spennandi,“ segir Hugleikur. Grín og gaman Samfélagsmiðlar Meta Facebook Tengdar fréttir Hugleikur fagnar Facebookákvörðun um hrottafengin myndbönd Segir foreldra eiga að passa börnin sín sjálf en ekki einhver samskiptamiðill. 22. október 2013 16:41 Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. 29. október 2023 10:14 Bók Hugleiks kom sænskum manni í vandræði Bók eftir skopmyndateiknarann Hugleik Dagsson olli vandræðum hjá pari í sænskum raunveruleikaþætti á dögunum. Parið var næstum því hætt saman því maðurinn átti bók eftir Hugleik. 23. maí 2023 22:05 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira
Hugleikur tjáði fylgjendum sínum á Facebook í morgun að nú væri hann á hálum ís. Honum hefði verið tilkynnt um að ef hann bryti reglur um „nekt og kynferðislegt efni“ aftur gæti hann átt þá hættu að missa reikninginn að eilífu. „Möguleikarnir mínir eru annars vegar að hætta að birta efni í trássi við reglurnar. En það er um það bil 75 prósent af öllu mínu gríni. Hins vegar að halda áfram að brjóta reglurnar og sigla þessu í strand,“ skrifar Hugleikur. Viðkvæmust fyrir berrössuðum spýtukörlum Blaðamaður hafði samband við Hugleik, sem segir hótanir Facebook ekki nýjar af nálinni. „Þetta hefur alltaf verið í spilunum. Mér finnst eiginlega alltaf hafa verið tímaspursmál hvenær mér verður sparkað út,“ segir Hugleikur í samtali við fréttastofu. „Það er aðallega nekt, svona spýtukarlanekt, sem vélin vill ekki sjá.“ Hann útskýrir að þær breytingar hafi orðið undandarin misseri að í stað starfsmanns Meta sjái gervigreindin um að sía út efni sem samræmist ekki leikreglum miðilsins. „Hún er búin að læra að skynja hvað er að gerast á myndunum mínum og hún skilur ekki muninn á kaldhæðni og alvöru. Gervigreindin er svolítið eins og barn sem skilur ekki alveg núanseraða hluti.“ Starfsmaður Facebook kom honum til bjargar Nokkur ár eru síðan lokað var fyrir síðu Hugleiks vegna grínsins sem hann birti á síðuna sína. Þá hafi honum verið boðið að áfrýja ákvörðuninni en útlitið ekki verið gott þar til aðdáandi sem starfar hjá Facebook setti sig í samband við hann. „Hann sendi mér skilaboð án þess að segja hver hann væri því hann mátti það ekkert. Einhver aðdáandi og verndarengill innan Facebook sem laumaði mér aftur inn. Þetta er einhver secret superhero. En ég ætla ekki að reiða mig á að hann komi mér aftur til bjargar,“ segir Hugleikur. Þegar færslur hans eru flaggaðar fái hann að svara fyrir sig í von um að fá þær birtar á ný en það sé alla vega hvort fallist er á þá beiðni. Ljótasta grínið annars staðar Hugleikur reiknar með að halda áfram að dansa á línunni og freista þess að halda áfram að birta efni, en leyfa allra grófasta efninu að njóta sín á öðrum móttækilegri miðlum. Instagram sé þeirra á meðal, þó hann heyri ásamt Facebook undir Meta. „Ég nota bara tækifærið og segi á Facebook, ef þið viljið sjá verra stöff þá er hægt að fara á Patreon og hina miðlana,“ segir Hugleikur. Þó væri mikill missir ef Facebook setur honum endanlega stólinn fyrir dyrnar. „Það væri alveg glatað. Þetta er sá miðill sem ég er búinn að vera að rækta hvað lengst,“ segir Hugleikur. Síðan hans telur sem fyrr segir 216 þúsund fylgjendur og er vinsælasta samfélagsmiðlasíðan hans svo um munar. „Allavega er þetta mjög spennandi,“ segir Hugleikur.
Grín og gaman Samfélagsmiðlar Meta Facebook Tengdar fréttir Hugleikur fagnar Facebookákvörðun um hrottafengin myndbönd Segir foreldra eiga að passa börnin sín sjálf en ekki einhver samskiptamiðill. 22. október 2013 16:41 Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. 29. október 2023 10:14 Bók Hugleiks kom sænskum manni í vandræði Bók eftir skopmyndateiknarann Hugleik Dagsson olli vandræðum hjá pari í sænskum raunveruleikaþætti á dögunum. Parið var næstum því hætt saman því maðurinn átti bók eftir Hugleik. 23. maí 2023 22:05 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira
Hugleikur fagnar Facebookákvörðun um hrottafengin myndbönd Segir foreldra eiga að passa börnin sín sjálf en ekki einhver samskiptamiðill. 22. október 2013 16:41
Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. 29. október 2023 10:14
Bók Hugleiks kom sænskum manni í vandræði Bók eftir skopmyndateiknarann Hugleik Dagsson olli vandræðum hjá pari í sænskum raunveruleikaþætti á dögunum. Parið var næstum því hætt saman því maðurinn átti bók eftir Hugleik. 23. maí 2023 22:05