Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 14. apríl 2025 22:02 Minnst 34 létust í árásinni. ap Evrópskir leiðtogar hafa fordæmt mannskæða árás Rússa á Súmí í Úkraínu í gær en Bandaríkjaforseti segir Rússa hafa gert mistök. Á fjórða tug almennra borgara fórst í árásinni. Minnst 34 fórust í loftárás Rússa á úkraínsku borgina Súmí í gærmorgun, þar á meðal nokkurra mánaða gamalt stúlkubarn. Hundrað og nítján eru særðir, margir alvarlega, en þetta er önnur árásin á rétt rúmri viku þar sem almennir borgarar töpuðu lífi. Rússnesk yfirvöld hafa haldið því fram að spjótum sé aðeins beint að hernaðarinnviðum og ítrekuðu það í kjölfar árásarinnar. „Árásir okkar beinast eingöngu að hernaðarlegum og hálfhernaðarlegum skotmörkum,“ segir Dmitry Peskov, talsmaður Kreml. Donald Trump Bandaríkjaforseti átti símafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í gærkvöldi. Í kjölfarið gagnrýndi hann forvera sinn í starfi fyrir veittan hernaðarstuðning við Úkraínu. „Þeir gerðu mistök. Ég held að það hafi verið... þið skulið spyrja þá. Þetta er stríð Bidens. Þetta er ekki mitt stríð. Ég hef verið hér í mjög stuttan tíma. Þetta er stríð sem var undir stjórn Bidens. Hann gaf honum fleiri milljarða dala,“ segir Trump. Viðbrögð Evrópuleiðtoga hafa verið á allt annan veg. „Við sjáum banvænustu árásirnar í þessu stríði. Óbreyttir borgarar eru drepnir. Það er þegar liðinn mánuður síðan Úkraínumenn samþykktu skilyrðislaust vopnahlé. Við höfum ekki séð það hjá Rússum,“ segir Kaja Kallas, utanríkismálastjóri ESB. „Um helgina náði hryllingurinn í Úkraínu hámarki með blóðbaðinu á pálmasunnudag,“ segir Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands. „Þetta er stríðsglæpur eðli málsins samkvæmt og þetta er niðurlæging fyrir alla sem reyna að stöðva þetta stríð eftir diplómatískum leiðum og ná að minnsta kosti vopnahléi til að samningaviðræður geti hafist,“ segir Kestutis Budrys, utanríkisráðherra Litháen. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Frakkland Litháen Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Minnst 34 fórust í loftárás Rússa á úkraínsku borgina Súmí í gærmorgun, þar á meðal nokkurra mánaða gamalt stúlkubarn. Hundrað og nítján eru særðir, margir alvarlega, en þetta er önnur árásin á rétt rúmri viku þar sem almennir borgarar töpuðu lífi. Rússnesk yfirvöld hafa haldið því fram að spjótum sé aðeins beint að hernaðarinnviðum og ítrekuðu það í kjölfar árásarinnar. „Árásir okkar beinast eingöngu að hernaðarlegum og hálfhernaðarlegum skotmörkum,“ segir Dmitry Peskov, talsmaður Kreml. Donald Trump Bandaríkjaforseti átti símafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í gærkvöldi. Í kjölfarið gagnrýndi hann forvera sinn í starfi fyrir veittan hernaðarstuðning við Úkraínu. „Þeir gerðu mistök. Ég held að það hafi verið... þið skulið spyrja þá. Þetta er stríð Bidens. Þetta er ekki mitt stríð. Ég hef verið hér í mjög stuttan tíma. Þetta er stríð sem var undir stjórn Bidens. Hann gaf honum fleiri milljarða dala,“ segir Trump. Viðbrögð Evrópuleiðtoga hafa verið á allt annan veg. „Við sjáum banvænustu árásirnar í þessu stríði. Óbreyttir borgarar eru drepnir. Það er þegar liðinn mánuður síðan Úkraínumenn samþykktu skilyrðislaust vopnahlé. Við höfum ekki séð það hjá Rússum,“ segir Kaja Kallas, utanríkismálastjóri ESB. „Um helgina náði hryllingurinn í Úkraínu hámarki með blóðbaðinu á pálmasunnudag,“ segir Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands. „Þetta er stríðsglæpur eðli málsins samkvæmt og þetta er niðurlæging fyrir alla sem reyna að stöðva þetta stríð eftir diplómatískum leiðum og ná að minnsta kosti vopnahléi til að samningaviðræður geti hafist,“ segir Kestutis Budrys, utanríkisráðherra Litháen.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Frakkland Litháen Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira