Sænskir fjölmiðlar segja að árásarmaðurinn gangi enn laus og að ekki sé vitað að svo stöddu hver hafi þarna verið að verki.
Tilkynnt var um skotárás í Biskopsgården, sem er í vesturhluta Gautaborgar, skömmu fyrir miðnætti að staðartíma í gærkvöldi. Þegar lögreglu bar að garði fundust tveir menn á aldrinum 20 til 25 ára með skotsár. Þeir voru fluttir á sjúkrahús þar sem þeir létust af sárum sínum.
Þriðji maðurinn á staðnum – maður á fertugsaldri – slapp ómeiddur og hefur lögregla yfirheyrt hann í nótt.
Haft er eftir lögreglu að talið sé að mennirnir tveir hafi verið saman en reynt að flýja þegar skothríðin hófst. Nokkur spölur var á milli mannanna tveggja sem fundust á vettvangi.