Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. apríl 2025 20:01 Mónika Sif Gunnarsdóttir kokkur á Apótek Restaurant. Anton Brink Mónika Sif Gunnarsdóttir, kokkur á Apótek Restaurant, deilir hér glæsilegum þriggja rétta páskamatseðli með lesendum Vísis. Réttirnir eru sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og henta fullkomlega sem hátíðarmáltíð um páskana. Uppskriftirnar eru fyrir fjóra. Burrata ostur með jarðaberja mango salsa „Frekar einfaldur, og góður forréttur sem klikkar seint. Burrata ostur með jarðaberja mango salsa, basil olíu, pistasíum, stökkri hráskinku og ristuðu baguette brauði.“ Burrata ostur með jarðaberja mango salsaAnton Brink Hráefni og aðferð Þrjú box af burrata, það eru tvær litlar kúlur í einu boxi 1 pakki hráskinska -steikt á heitri pönnu þar til hún er orðin krispí. Jarðaberja mango salsa: 50 gr pistasíur, saxaðar. 100 gr jarðaber 1 stk mango 1 börkur af sítrónu Safi úr einni sítrónu Fjögur basil lauf Aðferð: Skerið jarðaberinn og mangóið í litla bita og setjið sítrónu börk og safann út í. Saxið svo basil laufin niður og setjið út í skálina og blandið öllu vel saman. Basil olía: 100 gr basil 200 gr sólblóma- eða repjuolía Aðferð: Setjið alla basilikuna, ásamt stilkinum, ofnan í blandara ásamt olíu, blandið þar til olina í blandaranum er orðin heit og dökk græn á litinm. Sigtið olíuna, gott að nota osta klút eða hreina tusku ofan í sigtunum til að olían verði tær og falleg. Setjið olíuna í kæli. Má útbúa hana daginn áður. Anton Brink Raðið saman: Setjið smá basil olíu yfir diskinn áður en þið raðið restinni af hráefninu. Raðið burrata á diskinn og gott er að rífa smá þannig hann opnast örlítið. Salsanu er dreift um diskinn og pistasíunum stráð yfir. Raðið stökku hráskinkunni yfir. Berið fram með ristuðu baguette brauði. Kryddhjúpuð lambakóróna með sinnepssósu Anton Brink Hráefni: 4 stk lambakórónur (1kg) 50 gr parmesan 200 gr brauðraspur 2 stk hvítlauksrif 100 gr steinselja 50 gr timjan Aðferð: Setjið parmesan, hvítlauk, steinselju, timjan og brauð raspinn í matvinnsluvél og bladið vel saman. Lambakórónan er pönnusteikt á heitri pönnu á báðum hliðum með smjöri. Þegar lambið er komið með flottan lit á báðum hliðum er henni vellt upp úr raspinum og sett í eldfast mót og inn í ofn á 200°C. Þegar kjarnhiti á lambinu nær 58°C er það tekið út og látið hvíla á borðinu. Anton Brink Meðlæti Pommes Anna kartöflur 6 stk bökunarkartöflur. Fjórar greinar timjan. 2 stk hvítlauksgeirar 100 gr smjör Salt og pipar Aðferð: Byrjið á að setja smjörið í pott ásamt timjan og hvítlauk og hitið saman. Skrælið kartöflurnar og skerið í mandolini í þunnar sneiðar og setjið í skál. Hellið smjörinu yfir og fjarlægið hvítlaukinn og timjanið. Blandið öllu vel saman og setið salt og pipar út í. Takið næst eldfast mót og látið bökunarpappír ofan í og raðið kartöflunum. Hellið restinni af smjörinu ofan á og leggið bökunarpappír yfir. Setjið svo annað eldfast mót ofan á fyrir smá þyngsli og bakið við 200°C í 30-40 mínútur. Hægt er að bera þær fram í eldfasta mótinu eða að kæla þær í kæli, gott er að gera þetta daginn fyrir þá ná kartöflurnar að festast betur saman. Þegar þær hafa kólnað eru þær teknar úr eldfasta mótinu og skornar í fallegar ferhyrnda bita. Steikið bitina upp úr smjöri á öllum hliðum þar til þær eru orðnar gullinbrúnar. Rósmarín gulrætur 500 gr gulrætur 100 gr smjör 4 greinar af rósmarín Salt Aðferð: Bræðið smjör í potti ásamt rósmarín og hellið yfir gulræturnar í eldföstu móti. Bakið svo í ofni við 200°C í 15-20 mínutur eða þar til þær eru eldaðar í gegn. Pikklaður skarlottulaukur 5 stk skarlottu laukur 3 dl vatn 2 dl sykur 1 dl epla edik 1 tsk salt 2 msk rauðrófu djús, má sleppa en gerir litinn fallegan. Aðferð: Pillið skarlottulaukinn og skerið hann í tvennt. Setjið vatn, sykur, edik og salt í pott og hitið þar til sykurinn er búin að leysast upp. Setjið næst skarlottulaukinn í hreina krukku og hellið vökvanum ofan í og leyfið að standa í klukkustund. Laukurin geymist í allt að 2 vikur í ísskáp.Gott er að gera þetta nokkrum dögum fyrir. Þegar það á að nota laukinn með matnum er hann steiktur á pönnu þar til hann karmlíserast. Sinnepssósa 500 ml rjómi 500 ml kjuklingasoð 2 msk dijon sinnep 3 msk gróft sinnep 1 msk hunang Salt Aðferð: Sjóðið saman rjóma og kjúklingasoð niður um fjórðun. Þá er sinnepinu og hunanginu bætt við og smakkað til með salti. Lime passion skyrmús Passion skyrmúsAnton Brink Skyrmús 200 gr hreint skyr 150 gr rjómi 150 gr passion púrra 200 gr hvítt súkkulaði Börkur af tveimur límónum 150 gr þeyttur rjómi Aðferð: Hitið saman rjóma og passion púrruna, hellið yfir súkkulaðið og blandið vel saman þar til allt súkkulaðið hefur bráðnað. Raspið næst límónubörkinn ofan í og bætið skyrinu við með sleikju og blandað allt vel saman. Léttþeytið rjómann og blandið honum varlega við blönduna. Hellið blöndunni í glösin yfir svampbotninn og kælið í þrjá tíma eða yfir nótt. Lime svamp kaka 250 gr sykur 150 gr smjör 3 stk egg Safir úr tveimur límónum Börkur af einni límónu 1 tsk vanilludropar 180 gr súrmjólk 130 gr hveiti 2 tsk lyftiduft ½ tsk salt Aðferð: Stillið ofninn á 180°C og blástur og takið ofnplötuna út. Setjið næst sykur og smjör í hrærivel og blandið saman þar til blandan verður létt og ljós. Gott að hræra með sleikju inn á milli til að passa að öllu sé vel blandað saman. Bætið næst einu og einu eggi út í og hrærið vel á milli. Þegar eggin hafa blandast vel er við límónuberkinum bætt út í ásamt límónusafanum, vanilludropum og súrmjólk. Blandið öllu vel saman. Næst er þurrefnunum hrært saman í annarri skál. Notið sigti til að setja þurrblönduna ofan í hina. Hrærið öllu vel saman. Gott að taka aftur sleikju og fara í kantana til að passa að allt hafi blandist vel saman. Setjið bökunarpappír á ofnskúffuna og dreifið blöndunni jafnt og þétt yfir plötuna. Bakið í 10-15 mínútur eða þar til kakan er orðin gullinbrún. Látið kökuna kólna áður en hún er skorin þá stærð sem glasið er sem hún verður borin fram í . Anton Brink Passion sósa 200 gr ástaraldin 90 gr sykur 4 stk mintu lauf Börkur af einni límónu Safi úr einni límónu Aðferð: Blandið öllum hráefnunum saman í potti og hitið þar til sykurinn hefur leysts upp. Leyfið sósunni að kólna áður en þið hellið henni er yfir skyrmúsina. Skreytið með fallegum blómum og myntulaufum. Páskar Uppskriftir Tengdar fréttir Páskaleg og fersk marengsbomba Marengstertur eru alltaf hátíðlegar og passa fullkomlega á páskaborðið. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir töfraði fram dísæta og ferska marengsbombu, með silkimjúkri rjómafyllingu, safaríkum ávöxtum og ferskri myntu. 15. apríl 2025 10:01 Óhefðbundinn páskamatseðill að hætti Sigurðar Laufdal á OTO Sigurður Laufdal, matreiðslumaður og eigandi veitingastaðarins OTO við Hverfisgötu, deilir hér þriggja rétta óhefðbundnum páskamatseðli með lesendum Vísis. Réttirnir eru sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og geta verið skemmtileg áskorun fyrir þá sem vilja prófa sig áfram í eldamennskunni. 27. mars 2024 15:01 Mest lesið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Uppskriftirnar eru fyrir fjóra. Burrata ostur með jarðaberja mango salsa „Frekar einfaldur, og góður forréttur sem klikkar seint. Burrata ostur með jarðaberja mango salsa, basil olíu, pistasíum, stökkri hráskinku og ristuðu baguette brauði.“ Burrata ostur með jarðaberja mango salsaAnton Brink Hráefni og aðferð Þrjú box af burrata, það eru tvær litlar kúlur í einu boxi 1 pakki hráskinska -steikt á heitri pönnu þar til hún er orðin krispí. Jarðaberja mango salsa: 50 gr pistasíur, saxaðar. 100 gr jarðaber 1 stk mango 1 börkur af sítrónu Safi úr einni sítrónu Fjögur basil lauf Aðferð: Skerið jarðaberinn og mangóið í litla bita og setjið sítrónu börk og safann út í. Saxið svo basil laufin niður og setjið út í skálina og blandið öllu vel saman. Basil olía: 100 gr basil 200 gr sólblóma- eða repjuolía Aðferð: Setjið alla basilikuna, ásamt stilkinum, ofnan í blandara ásamt olíu, blandið þar til olina í blandaranum er orðin heit og dökk græn á litinm. Sigtið olíuna, gott að nota osta klút eða hreina tusku ofan í sigtunum til að olían verði tær og falleg. Setjið olíuna í kæli. Má útbúa hana daginn áður. Anton Brink Raðið saman: Setjið smá basil olíu yfir diskinn áður en þið raðið restinni af hráefninu. Raðið burrata á diskinn og gott er að rífa smá þannig hann opnast örlítið. Salsanu er dreift um diskinn og pistasíunum stráð yfir. Raðið stökku hráskinkunni yfir. Berið fram með ristuðu baguette brauði. Kryddhjúpuð lambakóróna með sinnepssósu Anton Brink Hráefni: 4 stk lambakórónur (1kg) 50 gr parmesan 200 gr brauðraspur 2 stk hvítlauksrif 100 gr steinselja 50 gr timjan Aðferð: Setjið parmesan, hvítlauk, steinselju, timjan og brauð raspinn í matvinnsluvél og bladið vel saman. Lambakórónan er pönnusteikt á heitri pönnu á báðum hliðum með smjöri. Þegar lambið er komið með flottan lit á báðum hliðum er henni vellt upp úr raspinum og sett í eldfast mót og inn í ofn á 200°C. Þegar kjarnhiti á lambinu nær 58°C er það tekið út og látið hvíla á borðinu. Anton Brink Meðlæti Pommes Anna kartöflur 6 stk bökunarkartöflur. Fjórar greinar timjan. 2 stk hvítlauksgeirar 100 gr smjör Salt og pipar Aðferð: Byrjið á að setja smjörið í pott ásamt timjan og hvítlauk og hitið saman. Skrælið kartöflurnar og skerið í mandolini í þunnar sneiðar og setjið í skál. Hellið smjörinu yfir og fjarlægið hvítlaukinn og timjanið. Blandið öllu vel saman og setið salt og pipar út í. Takið næst eldfast mót og látið bökunarpappír ofan í og raðið kartöflunum. Hellið restinni af smjörinu ofan á og leggið bökunarpappír yfir. Setjið svo annað eldfast mót ofan á fyrir smá þyngsli og bakið við 200°C í 30-40 mínútur. Hægt er að bera þær fram í eldfasta mótinu eða að kæla þær í kæli, gott er að gera þetta daginn fyrir þá ná kartöflurnar að festast betur saman. Þegar þær hafa kólnað eru þær teknar úr eldfasta mótinu og skornar í fallegar ferhyrnda bita. Steikið bitina upp úr smjöri á öllum hliðum þar til þær eru orðnar gullinbrúnar. Rósmarín gulrætur 500 gr gulrætur 100 gr smjör 4 greinar af rósmarín Salt Aðferð: Bræðið smjör í potti ásamt rósmarín og hellið yfir gulræturnar í eldföstu móti. Bakið svo í ofni við 200°C í 15-20 mínutur eða þar til þær eru eldaðar í gegn. Pikklaður skarlottulaukur 5 stk skarlottu laukur 3 dl vatn 2 dl sykur 1 dl epla edik 1 tsk salt 2 msk rauðrófu djús, má sleppa en gerir litinn fallegan. Aðferð: Pillið skarlottulaukinn og skerið hann í tvennt. Setjið vatn, sykur, edik og salt í pott og hitið þar til sykurinn er búin að leysast upp. Setjið næst skarlottulaukinn í hreina krukku og hellið vökvanum ofan í og leyfið að standa í klukkustund. Laukurin geymist í allt að 2 vikur í ísskáp.Gott er að gera þetta nokkrum dögum fyrir. Þegar það á að nota laukinn með matnum er hann steiktur á pönnu þar til hann karmlíserast. Sinnepssósa 500 ml rjómi 500 ml kjuklingasoð 2 msk dijon sinnep 3 msk gróft sinnep 1 msk hunang Salt Aðferð: Sjóðið saman rjóma og kjúklingasoð niður um fjórðun. Þá er sinnepinu og hunanginu bætt við og smakkað til með salti. Lime passion skyrmús Passion skyrmúsAnton Brink Skyrmús 200 gr hreint skyr 150 gr rjómi 150 gr passion púrra 200 gr hvítt súkkulaði Börkur af tveimur límónum 150 gr þeyttur rjómi Aðferð: Hitið saman rjóma og passion púrruna, hellið yfir súkkulaðið og blandið vel saman þar til allt súkkulaðið hefur bráðnað. Raspið næst límónubörkinn ofan í og bætið skyrinu við með sleikju og blandað allt vel saman. Léttþeytið rjómann og blandið honum varlega við blönduna. Hellið blöndunni í glösin yfir svampbotninn og kælið í þrjá tíma eða yfir nótt. Lime svamp kaka 250 gr sykur 150 gr smjör 3 stk egg Safir úr tveimur límónum Börkur af einni límónu 1 tsk vanilludropar 180 gr súrmjólk 130 gr hveiti 2 tsk lyftiduft ½ tsk salt Aðferð: Stillið ofninn á 180°C og blástur og takið ofnplötuna út. Setjið næst sykur og smjör í hrærivel og blandið saman þar til blandan verður létt og ljós. Gott að hræra með sleikju inn á milli til að passa að öllu sé vel blandað saman. Bætið næst einu og einu eggi út í og hrærið vel á milli. Þegar eggin hafa blandast vel er við límónuberkinum bætt út í ásamt límónusafanum, vanilludropum og súrmjólk. Blandið öllu vel saman. Næst er þurrefnunum hrært saman í annarri skál. Notið sigti til að setja þurrblönduna ofan í hina. Hrærið öllu vel saman. Gott að taka aftur sleikju og fara í kantana til að passa að allt hafi blandist vel saman. Setjið bökunarpappír á ofnskúffuna og dreifið blöndunni jafnt og þétt yfir plötuna. Bakið í 10-15 mínútur eða þar til kakan er orðin gullinbrún. Látið kökuna kólna áður en hún er skorin þá stærð sem glasið er sem hún verður borin fram í . Anton Brink Passion sósa 200 gr ástaraldin 90 gr sykur 4 stk mintu lauf Börkur af einni límónu Safi úr einni límónu Aðferð: Blandið öllum hráefnunum saman í potti og hitið þar til sykurinn hefur leysts upp. Leyfið sósunni að kólna áður en þið hellið henni er yfir skyrmúsina. Skreytið með fallegum blómum og myntulaufum.
Páskar Uppskriftir Tengdar fréttir Páskaleg og fersk marengsbomba Marengstertur eru alltaf hátíðlegar og passa fullkomlega á páskaborðið. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir töfraði fram dísæta og ferska marengsbombu, með silkimjúkri rjómafyllingu, safaríkum ávöxtum og ferskri myntu. 15. apríl 2025 10:01 Óhefðbundinn páskamatseðill að hætti Sigurðar Laufdal á OTO Sigurður Laufdal, matreiðslumaður og eigandi veitingastaðarins OTO við Hverfisgötu, deilir hér þriggja rétta óhefðbundnum páskamatseðli með lesendum Vísis. Réttirnir eru sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og geta verið skemmtileg áskorun fyrir þá sem vilja prófa sig áfram í eldamennskunni. 27. mars 2024 15:01 Mest lesið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Páskaleg og fersk marengsbomba Marengstertur eru alltaf hátíðlegar og passa fullkomlega á páskaborðið. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir töfraði fram dísæta og ferska marengsbombu, með silkimjúkri rjómafyllingu, safaríkum ávöxtum og ferskri myntu. 15. apríl 2025 10:01
Óhefðbundinn páskamatseðill að hætti Sigurðar Laufdal á OTO Sigurður Laufdal, matreiðslumaður og eigandi veitingastaðarins OTO við Hverfisgötu, deilir hér þriggja rétta óhefðbundnum páskamatseðli með lesendum Vísis. Réttirnir eru sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og geta verið skemmtileg áskorun fyrir þá sem vilja prófa sig áfram í eldamennskunni. 27. mars 2024 15:01