Fótbolti

Mörkin frá gær­kvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistara­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Youri Tielemans og félagar í Aston Villa fengu færin til að koma leiknum á móti Paris Saint-Germain í framlengingu.
Youri Tielemans og félagar í Aston Villa fengu færin til að koma leiknum á móti Paris Saint-Germain í framlengingu. Getty/Carl Recine

Franska félagið Paris Saint Germain og spænska liðið Barcelona komust í gær áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að tapa sínum leikjum. Það vantaði ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gær og nú má sjá þau hér á Vísi.

Paris Saint Germain tapaði 3-2 á móti Aston Villa á Villa Park í Birmingham en hafði unnið fyrri leikinn 3-1 og fór því áfram 5-4 samanlagt.

Achraf Hakimi og Nuno Mendes komu PSG í 2-0 á fyrstu 27 mínútunum en heimamenn í Villa svöruðu með þremur mörkum. Mörkin skoruðu Youri Tielemans, John McGinn og Ezri Konsa.

Aston Villa hafði þurft eitt mark í viðbót til að tryggja sér framlengingu en það kom ekki. Liðið átti alls níu skot á mark franska liðsins í leiknum.

Klippa: Sjáðu mörkin úr seinni leik Aston Villa og PSG

Barelona tapaði 3-1 á móti Borussia Dortmund á Westfalenstadion en hafði unnið fyrri leikinn 4-1 og fór því áfram 5-3 samanlagt.

Serhou Guirassy skoraði öll þrjú mörk Dortmund í leiknum og Þjóðverjarnir skoruðu líka mark Börsunga því það var sjálfsmark Ramy Bensebaini.

Mörkin úr leikjunum báðum má sjá hér fyrir ofan og neðan.

Klippa: Sjáðu mörkin úr seinni leik Dortmund og Barcelona



Fleiri fréttir

Sjá meira


×