Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2025 09:30 Jude Bellingham var kokhraustur fyrir seinni leik Real Madrid og Arsenal þrátt fyrir slæma stöðu. Getty/Alberto Gardin Jude Bellingham og félagar í Real Madrid eru staðráðnir að skrifa nýjan kafla í ævintýralega sögu Real Madrid þegar þeir mæta Arsenal í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Arsenal er í frábærri stöðu eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum í London. Útlitið er því ekki bjart fyrir spænska stórliðið. Real Madrid á að baki margar ævintýralegar endurkomur í Meistaradeildinni eins og þegar þeir unnu Meistaradeildina 2022. Þá unnu þeir ótrúlega sigra á Paris Saint-Germain, Chelsea og Manchester City á Bernabéu en þeir hafa aldrei komið til baka eftir að hafa verið 3-0 undir. Real Madrid upplifði hrikalegar sautján mínútur í fyrri leiknum á Emirates þegar Arsenal liðið skoraði þrjú mörk og fór langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Bellingham reyndi þó að tala trú í sig og liðsfélagana á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég hef heyrt það milljónum sinnum síðan í síðustu viku. Þetta er kvöld hannað fyrir Real Madrid og þetta er kvöld sem gæti endað í sögubókunum,“ sagði Jude Bellingham. „Þetta er skrýtið umhverfi. Að horfast í augu við ein verstu úrslit sem við gátum hugsað okkur og samt eru allir á því að við munum koma til baka. Þetta er samt góð tilfinning líka,“ sagði Bellingham. Bellingham vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid. „Þetta er eitthvað sem þú vilt verða hluti af, skrifa kafla í sögu þessa félags. Það er ekki margt sem þú getur gert hjá félaginu eins og Real Madrid sem hefur ekki verið afrekað áður. Þess vegna ætlum við að gera eitthvað annað kvöld [Í kvöld] sem enginn hefur náð áður í sögu Real Madrid,“ sagði Bellingham. „Það sem gefur okkur sjálfstraust er að vitum hvaða gæði búa í þessu liði, við þekkjum sögu félagsins og við þekkjum vel andann á Bernabéu. Við höfum sýnt það í sumum leikjum í vetur að við getum gert eitthvað sérstakt saman. Ég mikla trú á mínu liði og sagan skiptir þar engu máli. Ég trúi af því að ég sé þessa stráka á æfingu á hverjum degi,“ sagði Bellingham. "Remontada!" 🇪🇸Jude Bellingham insists Real Madrid can produce another historic comeback against Arsenal in the second-leg of their Champions League quarter-final 🎙️ pic.twitter.com/HzCdOJSnzL— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 15, 2025 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Sjá meira
Arsenal er í frábærri stöðu eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum í London. Útlitið er því ekki bjart fyrir spænska stórliðið. Real Madrid á að baki margar ævintýralegar endurkomur í Meistaradeildinni eins og þegar þeir unnu Meistaradeildina 2022. Þá unnu þeir ótrúlega sigra á Paris Saint-Germain, Chelsea og Manchester City á Bernabéu en þeir hafa aldrei komið til baka eftir að hafa verið 3-0 undir. Real Madrid upplifði hrikalegar sautján mínútur í fyrri leiknum á Emirates þegar Arsenal liðið skoraði þrjú mörk og fór langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Bellingham reyndi þó að tala trú í sig og liðsfélagana á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég hef heyrt það milljónum sinnum síðan í síðustu viku. Þetta er kvöld hannað fyrir Real Madrid og þetta er kvöld sem gæti endað í sögubókunum,“ sagði Jude Bellingham. „Þetta er skrýtið umhverfi. Að horfast í augu við ein verstu úrslit sem við gátum hugsað okkur og samt eru allir á því að við munum koma til baka. Þetta er samt góð tilfinning líka,“ sagði Bellingham. Bellingham vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid. „Þetta er eitthvað sem þú vilt verða hluti af, skrifa kafla í sögu þessa félags. Það er ekki margt sem þú getur gert hjá félaginu eins og Real Madrid sem hefur ekki verið afrekað áður. Þess vegna ætlum við að gera eitthvað annað kvöld [Í kvöld] sem enginn hefur náð áður í sögu Real Madrid,“ sagði Bellingham. „Það sem gefur okkur sjálfstraust er að vitum hvaða gæði búa í þessu liði, við þekkjum sögu félagsins og við þekkjum vel andann á Bernabéu. Við höfum sýnt það í sumum leikjum í vetur að við getum gert eitthvað sérstakt saman. Ég mikla trú á mínu liði og sagan skiptir þar engu máli. Ég trúi af því að ég sé þessa stráka á æfingu á hverjum degi,“ sagði Bellingham. "Remontada!" 🇪🇸Jude Bellingham insists Real Madrid can produce another historic comeback against Arsenal in the second-leg of their Champions League quarter-final 🎙️ pic.twitter.com/HzCdOJSnzL— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 15, 2025
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn