Bæði Arsenal og Inter höfðu unnið fyrri leikinn en Arsenal var þó í mun betri stöðu.
Arsenal vann 2-1 sigur á Real Madrid á Santiago Bernabéu í Madrid og þar með 5-1 samanlagt.
Bukayo Saka klikkaði á víti í fyrri hálfleik en bætti fyrir það með því að koma Arsenal yfir á 65. mínútu. Vinicius Junior jafnaði tveimur mínútu og gaf heimamönnum smá von en Gabriel Martinelli innsiglaði sigur Arsenal í uppbótatímanum.
Internazionale og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli á San Siro í Mílanó og því fór ítalska liðið áfram 4-3 samanlagt.
Harry Kane kom Bayern í 1-0 á 52. mínútu en Inter svaraði með tveimur mörkum á þremur mínútum sem bæði komu eftir hornspyrnur. Lautaro Martinez skoraði það fyrra á 58. mínútu en Benjamin Pavard það síðara á 61. mínútu.
Eric Dier jafnaði metin á 76. mínútu en Bæjurum tókst ekki að tryggja sér framlengingu með þriðja markinu á lokamínútum leiksins.
Arsenal mætir Paris Saint-Germain í undanúrslitunum en Internazionale spilar við Barcelona.
Mörkin úr leikjum gærkvöldsins má sjá hér fyrir ofan og neðan.