Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2025 10:03 Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari FHL, leikur símtalð sem hann fékk um að karlaliðið í KR fengi helminginn af peningnum sem átti að fara í kvennaliðið. S2 Sport FHL spilar í efstu deild í fyrsta sinn sem sameiginlegt lið en í þættunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi ræddi þjálfari liðsins fyrri reynslu sína af því að þjálfa í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. FHL eru nýliðar í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar og flestir leikmenn liðsins eru að spila sína fyrstu leiki í efstu deild. Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari liðsins þekkir það þó að stýra liði í efstu deild. Baldur Sigurðsson heldur áfram að hita upp fyrir fótboltasumarið með þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Nú var komið að því að fara austur og heimsækja lið FHL sem er sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis á Fáskrúðsfirði. KR konur féllu úr deildinni 2022 og hafa ekki komið upp síðan. Þær fóru alla leið niður í C-deild en spila í Lengjudeildinni i sumar.Vísir/Hulda Margrét Björgvin Karl hefur náð að setja saman flott lið sem komst síðan upp í Bestu deildina með því að klára Lengjudeildina með stæl í fyrra. Hvernig gerir hann upp KR-tímann? Baldur vildi fá að vita meira um fyrri reynslu Björgvin Karls af því að þjálfa í efstu deild kvenna. „Nú ert þú orðinn mjög reynslumikill þjálfari. Hefur bæði þjálfað karla- og kvennalið. Aðaltímabilið þitt áður en þú fórst að þjálfa FHL var þegar þú þjálfaðir kvennalið KR. Hvernig gerir þú upp þann tíma,“ spurði Baldur „Hann var frábær. Fyrsta árið, 2011, þá förum við í bikarúrslit, virkilega gaman og með svolítið ungt og breytt lið. Það var mjög lærdómsríkt tímabil,“ sagði Björgvin Karl. Vona að þetta sé að breytast „Var meiri pressa að þjálfa KR en að þjálfa FHL,“ spurði þá Baldur. „Nei. Það var þannig á tíma sem ég var þarna að þá var eiginlega öllum sama um kvennaliðið í KR. Öll pressa sem var kom því bara frá leikmönnum og þjálfarateyminu,“ sagði Björgvin. „Peningurinn fyrir liðið fór bara niður ef það þurfti að kaupa leikmann fyrir karlaliðið. Ég ætla að vona að það hafi breyst núna og mér heyrist að það sé að breytast. Ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði Björgvin sem sagði sögu af því hvernig þetta gekk fyrir sig út í KR. Því miður þá getum við ekki boðið þér samning „Ég fékk að vita. Kvennaliðið fær fjórar milljónir í leikmenn. Jess. Kominn með tvær landskonur á kantinn og nú átti að fara rífa þetta upp. Svo var ég búinn að hringja í þær þá var mér sagt: Við þurfum að fá leikmann [fyrir karlaliðið], þú lækkar um tvær milljónir. OK. Ég hringi aftur í leikmanninn og sagði: Því miður þá getum við ekki boðið þér samning,“ sagði Björgvin. Það má horfa á þetta brot úr þættinum hér fyrir ofan. Klippa: LUÍH: Þá var eiginlega öllum sama um kvennaliðið í KR Lengsta undirbúningstímabil í heimi FHL KR Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira
FHL eru nýliðar í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar og flestir leikmenn liðsins eru að spila sína fyrstu leiki í efstu deild. Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari liðsins þekkir það þó að stýra liði í efstu deild. Baldur Sigurðsson heldur áfram að hita upp fyrir fótboltasumarið með þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Nú var komið að því að fara austur og heimsækja lið FHL sem er sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis á Fáskrúðsfirði. KR konur féllu úr deildinni 2022 og hafa ekki komið upp síðan. Þær fóru alla leið niður í C-deild en spila í Lengjudeildinni i sumar.Vísir/Hulda Margrét Björgvin Karl hefur náð að setja saman flott lið sem komst síðan upp í Bestu deildina með því að klára Lengjudeildina með stæl í fyrra. Hvernig gerir hann upp KR-tímann? Baldur vildi fá að vita meira um fyrri reynslu Björgvin Karls af því að þjálfa í efstu deild kvenna. „Nú ert þú orðinn mjög reynslumikill þjálfari. Hefur bæði þjálfað karla- og kvennalið. Aðaltímabilið þitt áður en þú fórst að þjálfa FHL var þegar þú þjálfaðir kvennalið KR. Hvernig gerir þú upp þann tíma,“ spurði Baldur „Hann var frábær. Fyrsta árið, 2011, þá förum við í bikarúrslit, virkilega gaman og með svolítið ungt og breytt lið. Það var mjög lærdómsríkt tímabil,“ sagði Björgvin Karl. Vona að þetta sé að breytast „Var meiri pressa að þjálfa KR en að þjálfa FHL,“ spurði þá Baldur. „Nei. Það var þannig á tíma sem ég var þarna að þá var eiginlega öllum sama um kvennaliðið í KR. Öll pressa sem var kom því bara frá leikmönnum og þjálfarateyminu,“ sagði Björgvin. „Peningurinn fyrir liðið fór bara niður ef það þurfti að kaupa leikmann fyrir karlaliðið. Ég ætla að vona að það hafi breyst núna og mér heyrist að það sé að breytast. Ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði Björgvin sem sagði sögu af því hvernig þetta gekk fyrir sig út í KR. Því miður þá getum við ekki boðið þér samning „Ég fékk að vita. Kvennaliðið fær fjórar milljónir í leikmenn. Jess. Kominn með tvær landskonur á kantinn og nú átti að fara rífa þetta upp. Svo var ég búinn að hringja í þær þá var mér sagt: Við þurfum að fá leikmann [fyrir karlaliðið], þú lækkar um tvær milljónir. OK. Ég hringi aftur í leikmanninn og sagði: Því miður þá getum við ekki boðið þér samning,“ sagði Björgvin. Það má horfa á þetta brot úr þættinum hér fyrir ofan. Klippa: LUÍH: Þá var eiginlega öllum sama um kvennaliðið í KR
Lengsta undirbúningstímabil í heimi FHL KR Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira