Hvar er opið um páskana? Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. apríl 2025 10:20 Páskahelgin er runnin upp. Vísir/Arnar Páskahelgin er runninn upp sem þýðir breyttir opnunartímar ýmissa verslana um allt land. Hægt er að taka Strætó, sem gengur ýmist eftir laugardags- eða sunnudagsáætlun, í verslanir eða sundlaugar sem eru margar hverjar opnar yfir helgina. Opið er í Kringlunni og Smáralind í dag frá tólf til fimm en lokað er í verslunarmiðstöðvunum á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Hins vegar er opið á laugardag á báðum stöðum frá ellefu til sex. Á Glerártorgi er opnunartíminn breytilegur eftir verslunum en hægt er að nálgast nánari upplýsingar hér. Verslanir Allar verslanir Nettó eru opnar á Skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum. Opið verður í flestum verslunum þeirra á páskadag að undan skildum Miðvangi, Nóatúni, Lágmúla, Krossmóa, Húsavík og Egilsstöðum. Allar verslanir Bónus er opnar á skírdag og á föstudaginn langa. Verslanir Bónus á Norðurtorgi, Selfoss og Smáratorgi eru opnar á páskasunnudag frá ellefu til fimm. Einnig er opið í verslunum Bónus á annan í páskum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu, til að mynda í Skeifunni, á Smáratorgi, í Spönginni og Holtagörðum auk þess á Selfoss og Norðurtorgi á Akureyri. Verslanir Hagkaupa í Garðabæ og Skeifunni eru opnar allan sólarhringinn yfir páskana. Á Akureyri er opið frá átta til miðnættis á skírdag og laugardag, en hátíðisdagana er opið frá tíu til miðnættis. Verslanir Hagkaupa á Eiðistorgi og í Spönginni eru lokaðar á föstudaginn langa og á páskadag. Hefðbundinn opnunartími er í öllum verslunum Krónunnar á skírdag, laugardag og á öðrum í páskum. Opið verður frá tíu til átta í völdum verslunum á föstudaginn langa og ellefu til fimm á páskadag. Verslun Prís er opin á skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum frá tíu til fjögur en lokað er á páskadag. Þá er opið í Extra Barónsstíg alla páskahelgina frá átta til miðnættis en verslun Extra í Keflavík og á Akureyri er opin allan sólarhringinn auk verslana 10-11. Opið er í Heimkaup frá klukkan tólf til tíu alla páskahelgina. Allar verslanir Vínbúðarinnar eru lokaðar á skírdag, föstudaginn langa, páskasunnudag og annan í páskum. Í verslunum Lyfju í Lágmúla og á Smáratorgi verður opið yfir alla helgina frá átta til miðnættis. Lokað er í öðrum verslunum á föstudaginn langa og páskasunnudag. Í apótekum Apótekarans í Austurveri er opið frá níu til miðnættis alla helgina. Hér má sjá opnunartíma í Lyfjaval. Þjónusta Strætó ekur samkvæmt sunnudagsáætlun á höfuðborgarsvæðinu yfir alla páskahelgina. Á landsbyggðinni verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun á skírdag og annan í páskum. Á föstudaginn langa og páskadag verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Strætó gengur ekki innanbæjar í Reykjanesbæ yfir páskahelgina. Á Akureyri er enginn akstur á föstudaginn langa og páskadag en hins vegar verður keyrt eftir sunnudagsáætlun á skírdag og annan í páskum. Ýmsar sundlaugar verða opnar yfir hátíðirnar. Á páskadag verður til að mynda hægt að dýfa sér í Árbæjarlaug, Laugardalslaug, sundlaugina á Akureyri, Sauðárkrók, Hellu, Stykkishólmi og í Vestmannaeyjum. Hægt er að kynna sér opnunartíma sundlauga hér. Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn er opinn alla páskana á milli tíu og fimm. Einnig er opið í Hlíðarfjalli í dag fyrir þá sem ætla að skella sér á skíði. Páskar Verslun Neytendur Sundlaugar og baðlón Matvöruverslun Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Sjá meira
Opið er í Kringlunni og Smáralind í dag frá tólf til fimm en lokað er í verslunarmiðstöðvunum á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Hins vegar er opið á laugardag á báðum stöðum frá ellefu til sex. Á Glerártorgi er opnunartíminn breytilegur eftir verslunum en hægt er að nálgast nánari upplýsingar hér. Verslanir Allar verslanir Nettó eru opnar á Skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum. Opið verður í flestum verslunum þeirra á páskadag að undan skildum Miðvangi, Nóatúni, Lágmúla, Krossmóa, Húsavík og Egilsstöðum. Allar verslanir Bónus er opnar á skírdag og á föstudaginn langa. Verslanir Bónus á Norðurtorgi, Selfoss og Smáratorgi eru opnar á páskasunnudag frá ellefu til fimm. Einnig er opið í verslunum Bónus á annan í páskum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu, til að mynda í Skeifunni, á Smáratorgi, í Spönginni og Holtagörðum auk þess á Selfoss og Norðurtorgi á Akureyri. Verslanir Hagkaupa í Garðabæ og Skeifunni eru opnar allan sólarhringinn yfir páskana. Á Akureyri er opið frá átta til miðnættis á skírdag og laugardag, en hátíðisdagana er opið frá tíu til miðnættis. Verslanir Hagkaupa á Eiðistorgi og í Spönginni eru lokaðar á föstudaginn langa og á páskadag. Hefðbundinn opnunartími er í öllum verslunum Krónunnar á skírdag, laugardag og á öðrum í páskum. Opið verður frá tíu til átta í völdum verslunum á föstudaginn langa og ellefu til fimm á páskadag. Verslun Prís er opin á skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum frá tíu til fjögur en lokað er á páskadag. Þá er opið í Extra Barónsstíg alla páskahelgina frá átta til miðnættis en verslun Extra í Keflavík og á Akureyri er opin allan sólarhringinn auk verslana 10-11. Opið er í Heimkaup frá klukkan tólf til tíu alla páskahelgina. Allar verslanir Vínbúðarinnar eru lokaðar á skírdag, föstudaginn langa, páskasunnudag og annan í páskum. Í verslunum Lyfju í Lágmúla og á Smáratorgi verður opið yfir alla helgina frá átta til miðnættis. Lokað er í öðrum verslunum á föstudaginn langa og páskasunnudag. Í apótekum Apótekarans í Austurveri er opið frá níu til miðnættis alla helgina. Hér má sjá opnunartíma í Lyfjaval. Þjónusta Strætó ekur samkvæmt sunnudagsáætlun á höfuðborgarsvæðinu yfir alla páskahelgina. Á landsbyggðinni verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun á skírdag og annan í páskum. Á föstudaginn langa og páskadag verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Strætó gengur ekki innanbæjar í Reykjanesbæ yfir páskahelgina. Á Akureyri er enginn akstur á föstudaginn langa og páskadag en hins vegar verður keyrt eftir sunnudagsáætlun á skírdag og annan í páskum. Ýmsar sundlaugar verða opnar yfir hátíðirnar. Á páskadag verður til að mynda hægt að dýfa sér í Árbæjarlaug, Laugardalslaug, sundlaugina á Akureyri, Sauðárkrók, Hellu, Stykkishólmi og í Vestmannaeyjum. Hægt er að kynna sér opnunartíma sundlauga hér. Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn er opinn alla páskana á milli tíu og fimm. Einnig er opið í Hlíðarfjalli í dag fyrir þá sem ætla að skella sér á skíði.
Páskar Verslun Neytendur Sundlaugar og baðlón Matvöruverslun Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Sjá meira