Samkvæmt upprunalegri áætlun átti hátíðin að fara fram dagana 30. maí til 2. júní. Nú hafa allir miðar verið endurgreiddir og engar upplýsingar borist um nýjar dagsetningar, að því er kemur fram í umfjöllun ABC. Í skilaboðum til miðahafa segir að þeir geti keypt sér aftur miða þegar nýjar dagsetningar verða tilkynntar.
Fyre hátíðin fór fram í apríl 2017 á eyju í Bahamas eyjaklasanum. Hátíðin var sérsniðin að ríku og ungu fólki og var hún sérstaklega markaðssett sem lúxusvara. Þegar gestir, sem höfðu keypt sér miða á þúsundir Bandaríkjadala mættu á eyjuna, kom á daginn að svo var ekki. Skipuleggjendur höfðu ekkert undirbúið hátíðina og líktu gestir henni við flóttamannabúðir.
Billy McFarland, sem stóð að baki upprunalegu Fyre-hátíðinni, var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir fjársvik í tengslum við hátíðina í október 2018. Hann var enn á skilorði í fyrra þegar hann tilkynnti að hann hygðist endurvekja Fyre hátíðina undir slagorðinu „Fyre-hátíð númer tvö er alvöru“.
Ódýrustu miðarnir á Fyre-II voru auglýstir á 1400 Bandaríkjadali, eða um 180 þúsund krónur. Miðasala á hátíðina hófst í febrúar og á þeim tíma sagði McFarland eftirfarandi í tilkynningu:
„Ég veit að mörgum þykir ég brjálaður fyrir að gera þetta aftur. En mér þætti ég brjálaður ef ég gerði þetta ekki aftur. “
„Eftir margra ára ígrundun og skipulagningu hef ég ásamt mínu teymi komið upp frábæru skipulagi,“ bætti hann við.
Á vefsíðu Fyre II segir að hátíðin fari að þessu sinni fram á Mujeres-eyju í Quintana Roo-fylki í Mexíkó. ABC hefur þó eftir embættismönnum yfir ferðamannamálum í fylkinu að engin leyfi hafi verið gefin fyrir hátíð af þessu tagi, hvorki á Mujeres-eyju né í Playa del Carmen, borgar í nágrenni við eyjuna.
Í tilkynningu sem bæjarstjórn Playa del Carmen birti á X segir jafnframt að enginn slíkur viðburður yrði haldinn í borginni. Engin skilyrði væru fyrir svo stórri hátíð innan borgarinnar.
McFarland svaraði tilkynningunni í Instagram færslu í byrjun apríl þar sem hann deildi myndum af því sem virtust vera tækifærisleyfi fyrir viðburðinum í Playa del Carmen. Þar segir hann upplýsingar frá yfirvöldum í Quintana Roo-fylki byggðar ónákvæmar og byggðar á röngum upplýsingum.
Skipuleggjendur Fyre-II hafi farið allar leiðir til að halda hátíðina löglega.