Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2025 11:33 Það gekk mikið á í deildarleik liðanna í Garðabænum síðasta haust. Hér má sjá þá Deandre Kane hjá Grindavík og Jase Febres hjá Stjörnunni. Vísir/Jón Gautur Stjarnan og Grindavík mætast í öðru undanúrslitaeinvíginu í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta í ár og það má slá því auðveldlega upp að Stjörnumenn séu með rosalega gott tak á Grindvíkingum. Einvígið hefst á mánudaginn, annan dag páska, með fyrsta leik liðanna í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Stjarnan hefur ekki bara unnið alla fjóra leiki liðanna síðustu tvö tímabil heldur þarf að fara aftur til ársins 2018 til að finna tapleik hjá þeim á móti Grindavík í leik sem var spilaður utan Grindavíkur. Sex sigrar en allir í Grindavík Grindvíkingar spila eins og flestir vita heimaleiki sína ekki í Grindavík heldur í Smáranum í Kópavogi vegna eldhræringanna á Reykjanesinu. Það gerir þessa tölfræði enn verri. Grindvíkingar hafa vissulega unnið Stjörnumenn sex sinnum frá árinu 2018 en allir þeir leikir voru spilaðir í Grindavík. Nú er svo komið að Stjarnan hefur unnið átján leiki í röð á móti Grindavík þar sem var spilað utan Grindavíkur. Níu leikjanna hafa verið í deild, fimm í úrslitakeppninni, þrír í bikarnum og einn í Meistarakeppni KKÍ. Fimmtán leikjanna hafa farið fram í Garðabæ en tveir í Smáranum og einn í Laugardalshöll en sá síðastnefndi var bikarúrslitaleikurinn árið 2020. 86 mánaða bið eftir sigri Síðasti sigur Grindvíkinga á Stjörnunni í leik utan Grindavíkur kom í hús 15. febrúar 2018 eða fyrir 86 mánuðum (2619 dagar). Grindavík vann þá nítján stiga sigur, 100-81, þar sem fyrirliðinn Ólafur Ólafsson skoraði 31 stig og Dagur Kár Jónsson var með 20 stig. Jóhann Þór Ólafsson var þarna þjálfari Grindavíkur alveg eins og í dag. Aðstoðarþjálfarinn Jóhann Árni Ólafsson, var leikmaður liðsins og í liði Grindvíkinga var einnig Kristófer Breki Gylfason sem er enn að spila með Grindvíkingum. Hlynur Elías Bæringsson (15 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar) var eini leikmaður Stjörnunnar í dag sem spilaði þennan leik. Losa þeir sig við aðra grýlu? Grindvíkingar komust í gegnum Valsgrýluna í átta liða úrslitunum og það verður forvitnilegt að sjá hvort þeir eigi eitthvað í Garðabæjargrýluna líka. Valur vann Grindavík í lokaúrslitunum í fyrra og Grindvíkingum hafði ekkert gengið á Hlíðarenda. Það breyttist á dögunum og nú er að sjá í hvernig formi Garðabæjargrýlan verður eftir þetta einvígi. Fyrsti leikurinn á mánudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikur Tindastóls og Álftaness verður sýndur beint frá klukkan 16.50 og útsending frá Garðabænum hefst síðan klukkan 18.45. Síðustu ÁTJÁN leikir Grindavíkur og Stjörnunnar utan Grindavíkur DEILD: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 18 stigum (91-73) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 9 stigum (89-80) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 17 stigum (98-81) DEILD: Garðabær, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (99-85) BIKAR: Laugardalshöll, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (89-75) MEISTARAKEPPNI: Garðabær, september 2020: Stjarnan vann með 20 stigum (106-86) DEILD: Garðabær, apríl 2021: Stjarnan vann með 5 stigum (79-74) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 18 stigum (90-72) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 16 stigum (85-69) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 32 stigum (194-72) BIKAR: Garðabær, septmeber 2021: Stjarnan vann með 11 stigum (92-81) BIKAR: Garðabær, desmeber 2021: Stjarnan vann með 9 stigum (85-76) DEILD: Garðabær, mars 2022: Stjarnan vann með 4 stigum (91-87) DEILD: Garðabær, mars 2023: Stjarnan vann með 29 stigum (94-65) DEILD: Smárinn, desember 2023: Stjarnan vann með 1 stigi (88-87) DEILD: Garðabær, mars 2024: Stjarnan vann með 1 stigi (91-90) DEILD: Garðabær, október 2024: Stjarnan með 6 stigum (104-98) DEILD: Smárinn, janúar 2025: Stjarnan vann með 21 stigi (108-87) Bónus-deild karla Stjarnan Grindavík Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Einvígið hefst á mánudaginn, annan dag páska, með fyrsta leik liðanna í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Stjarnan hefur ekki bara unnið alla fjóra leiki liðanna síðustu tvö tímabil heldur þarf að fara aftur til ársins 2018 til að finna tapleik hjá þeim á móti Grindavík í leik sem var spilaður utan Grindavíkur. Sex sigrar en allir í Grindavík Grindvíkingar spila eins og flestir vita heimaleiki sína ekki í Grindavík heldur í Smáranum í Kópavogi vegna eldhræringanna á Reykjanesinu. Það gerir þessa tölfræði enn verri. Grindvíkingar hafa vissulega unnið Stjörnumenn sex sinnum frá árinu 2018 en allir þeir leikir voru spilaðir í Grindavík. Nú er svo komið að Stjarnan hefur unnið átján leiki í röð á móti Grindavík þar sem var spilað utan Grindavíkur. Níu leikjanna hafa verið í deild, fimm í úrslitakeppninni, þrír í bikarnum og einn í Meistarakeppni KKÍ. Fimmtán leikjanna hafa farið fram í Garðabæ en tveir í Smáranum og einn í Laugardalshöll en sá síðastnefndi var bikarúrslitaleikurinn árið 2020. 86 mánaða bið eftir sigri Síðasti sigur Grindvíkinga á Stjörnunni í leik utan Grindavíkur kom í hús 15. febrúar 2018 eða fyrir 86 mánuðum (2619 dagar). Grindavík vann þá nítján stiga sigur, 100-81, þar sem fyrirliðinn Ólafur Ólafsson skoraði 31 stig og Dagur Kár Jónsson var með 20 stig. Jóhann Þór Ólafsson var þarna þjálfari Grindavíkur alveg eins og í dag. Aðstoðarþjálfarinn Jóhann Árni Ólafsson, var leikmaður liðsins og í liði Grindvíkinga var einnig Kristófer Breki Gylfason sem er enn að spila með Grindvíkingum. Hlynur Elías Bæringsson (15 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar) var eini leikmaður Stjörnunnar í dag sem spilaði þennan leik. Losa þeir sig við aðra grýlu? Grindvíkingar komust í gegnum Valsgrýluna í átta liða úrslitunum og það verður forvitnilegt að sjá hvort þeir eigi eitthvað í Garðabæjargrýluna líka. Valur vann Grindavík í lokaúrslitunum í fyrra og Grindvíkingum hafði ekkert gengið á Hlíðarenda. Það breyttist á dögunum og nú er að sjá í hvernig formi Garðabæjargrýlan verður eftir þetta einvígi. Fyrsti leikurinn á mánudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikur Tindastóls og Álftaness verður sýndur beint frá klukkan 16.50 og útsending frá Garðabænum hefst síðan klukkan 18.45. Síðustu ÁTJÁN leikir Grindavíkur og Stjörnunnar utan Grindavíkur DEILD: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 18 stigum (91-73) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 9 stigum (89-80) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 17 stigum (98-81) DEILD: Garðabær, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (99-85) BIKAR: Laugardalshöll, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (89-75) MEISTARAKEPPNI: Garðabær, september 2020: Stjarnan vann með 20 stigum (106-86) DEILD: Garðabær, apríl 2021: Stjarnan vann með 5 stigum (79-74) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 18 stigum (90-72) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 16 stigum (85-69) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 32 stigum (194-72) BIKAR: Garðabær, septmeber 2021: Stjarnan vann með 11 stigum (92-81) BIKAR: Garðabær, desmeber 2021: Stjarnan vann með 9 stigum (85-76) DEILD: Garðabær, mars 2022: Stjarnan vann með 4 stigum (91-87) DEILD: Garðabær, mars 2023: Stjarnan vann með 29 stigum (94-65) DEILD: Smárinn, desember 2023: Stjarnan vann með 1 stigi (88-87) DEILD: Garðabær, mars 2024: Stjarnan vann með 1 stigi (91-90) DEILD: Garðabær, október 2024: Stjarnan með 6 stigum (104-98) DEILD: Smárinn, janúar 2025: Stjarnan vann með 21 stigi (108-87)
Síðustu ÁTJÁN leikir Grindavíkur og Stjörnunnar utan Grindavíkur DEILD: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 18 stigum (91-73) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 9 stigum (89-80) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 17 stigum (98-81) DEILD: Garðabær, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (99-85) BIKAR: Laugardalshöll, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (89-75) MEISTARAKEPPNI: Garðabær, september 2020: Stjarnan vann með 20 stigum (106-86) DEILD: Garðabær, apríl 2021: Stjarnan vann með 5 stigum (79-74) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 18 stigum (90-72) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 16 stigum (85-69) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 32 stigum (194-72) BIKAR: Garðabær, septmeber 2021: Stjarnan vann með 11 stigum (92-81) BIKAR: Garðabær, desmeber 2021: Stjarnan vann með 9 stigum (85-76) DEILD: Garðabær, mars 2022: Stjarnan vann með 4 stigum (91-87) DEILD: Garðabær, mars 2023: Stjarnan vann með 29 stigum (94-65) DEILD: Smárinn, desember 2023: Stjarnan vann með 1 stigi (88-87) DEILD: Garðabær, mars 2024: Stjarnan vann með 1 stigi (91-90) DEILD: Garðabær, október 2024: Stjarnan með 6 stigum (104-98) DEILD: Smárinn, janúar 2025: Stjarnan vann með 21 stigi (108-87)
Bónus-deild karla Stjarnan Grindavík Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira