Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. apríl 2025 00:02 Mikill eldur geisaði eftir árásina. AP Minnst 74 eru taldir af eftir loftárás Bandaríkjahers á eldsneytisgeymslur Húta við Ras Isa höfnina í Jemen í morgun. Árásin er sú mannskæðasta síðan herinn hóf að auka árásir á herstöðvar Húta í fyrra. Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði aukinn kraft í árásir gegn meðal annars Hútum í því sem Reuters kallar stærstu hernaðaraðgerðina í Miðausturlöndum í valdatíð hans. Hann heitir áframhaldandi árásum svo lengi sem Hútastjórnin heldur áfram loftárásum á flutningaskip sem sigla um Rauðahafið. Heilbrigðisyfirvöld í Jemen segja hátt í 200 særða eftir árásina og að björgunaraðgerðir hafi varað lengi. Auk hermanna Húta létust starfsmenn olíufélaga sem starfrækt eru á höfninni. Samkvæmt upplýsingum frá Bandaríkjaher var tilgangur árásarinnar að minnka eldsneytisbirgðir Húta. Á Ras Isa höfninni er þéttskipað herlið hverju sinni auk þess sem hún er aðal móttökustaðurinn fyrir innflutt eldsneyti, samkvæmt heimildum Reuters. Ísraelar og Bandaríkjamenn hafa áður beint skotum sínum að höfninni, þaðan sem þeir telja flestar loftárásir Húta á skip í Rauðahafinu koma. Síðan í nóvember 2023 hafa Hútar gert tugi loftárása á flutningaskip sem átt hafa leið um Rauðahafið. Hútastjórnin segir árásirnar gerðar til að sýna Palestínumönnum samstöðu, skotunum sé beint að skipum með tengingar við Ísrael. Jemen Bandaríkin Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði aukinn kraft í árásir gegn meðal annars Hútum í því sem Reuters kallar stærstu hernaðaraðgerðina í Miðausturlöndum í valdatíð hans. Hann heitir áframhaldandi árásum svo lengi sem Hútastjórnin heldur áfram loftárásum á flutningaskip sem sigla um Rauðahafið. Heilbrigðisyfirvöld í Jemen segja hátt í 200 særða eftir árásina og að björgunaraðgerðir hafi varað lengi. Auk hermanna Húta létust starfsmenn olíufélaga sem starfrækt eru á höfninni. Samkvæmt upplýsingum frá Bandaríkjaher var tilgangur árásarinnar að minnka eldsneytisbirgðir Húta. Á Ras Isa höfninni er þéttskipað herlið hverju sinni auk þess sem hún er aðal móttökustaðurinn fyrir innflutt eldsneyti, samkvæmt heimildum Reuters. Ísraelar og Bandaríkjamenn hafa áður beint skotum sínum að höfninni, þaðan sem þeir telja flestar loftárásir Húta á skip í Rauðahafinu koma. Síðan í nóvember 2023 hafa Hútar gert tugi loftárása á flutningaskip sem átt hafa leið um Rauðahafið. Hútastjórnin segir árásirnar gerðar til að sýna Palestínumönnum samstöðu, skotunum sé beint að skipum með tengingar við Ísrael.
Jemen Bandaríkin Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira