Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 08:03 Ancelotti hefur stýrt Real frá árinu 2021 eftir að hafa stýrt liðinu frá 2013 til 2015. AP Photo/Manu Fernandez Carlo Ancelotti, þjálfari Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd, segir engin illindi milli sín og forseta félagsins Florentino Pérez þrátt fyrir að Arsenal hafi slegið Real út í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vikunni. Arsenal fór illa með Real Madríd þegar liðin mættust í Meistaradeildinni. Unnu Skytturnar einvígið 5-1 samanlagt og segja má að leikmenn Real hafi aldrei séð til sólar í leikjunum tveimur. Þá hefur verið greint frá því að hinn 65 ára Ancelotti klári að öllum líkindum ekki tímabilið með Real. Á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Athletic Bilbao sem fram fer síðar í dag, Páskasunnudag, sagði Ancelotti að það væru engin illindi á milli hans og forsetans. „Við erum með sömu hugmyndir, það eru engin illindi. Hver sá sem sagði það er að ljúga. Forsetinn sýnir meiri ástúð á augnablikum sem þessum heldur en þegar við vinnum.“ „Meistaradeildin er mikilvægasta keppnin fyrir alla. Hún er mikilvægust í sögu Madríd. En það er ekki satt að aðrar keppnir skipti engu. Sannleikurinn er sá að fólk efast um allt í þessum heimi. Að efast um félag sem hefur unnið nærri 30 titla á undanförnum áratug er frekar skrítið að mínu mati.“ „Eina sem ég vil er að þakka öllum þessum leikmönnum því hér hef ég átt frábæran tíma og mun halda því áfram. Þessi leikmenn hafa gefið mér tækifærið til að vinna Meistaradeildina tvívegis á undanförnum árum.“ „ég hef talað við leikmennina og félagið. Allir á sama máli, við munum berjast um þá titla sem eftir eru,“ sagði Ancelotti jafnframt en Real Madríd er enn í harðri baráttu um spænska meistaratitilinn og komið í úrslit bikarkeppninnar. Samningur Ancelotti rennur út sumarið 2026 en hann hefur verið orðaður frá félaginu strax í þessum mánuði eða þá í sumar. Hann vildi þó ekki tjá sig um framtíðina. „Ég hef ekkert að segja. Eins og ég hef sagt áður, við munum ræða saman að leiktíðinni lokinni.“ Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira
Arsenal fór illa með Real Madríd þegar liðin mættust í Meistaradeildinni. Unnu Skytturnar einvígið 5-1 samanlagt og segja má að leikmenn Real hafi aldrei séð til sólar í leikjunum tveimur. Þá hefur verið greint frá því að hinn 65 ára Ancelotti klári að öllum líkindum ekki tímabilið með Real. Á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Athletic Bilbao sem fram fer síðar í dag, Páskasunnudag, sagði Ancelotti að það væru engin illindi á milli hans og forsetans. „Við erum með sömu hugmyndir, það eru engin illindi. Hver sá sem sagði það er að ljúga. Forsetinn sýnir meiri ástúð á augnablikum sem þessum heldur en þegar við vinnum.“ „Meistaradeildin er mikilvægasta keppnin fyrir alla. Hún er mikilvægust í sögu Madríd. En það er ekki satt að aðrar keppnir skipti engu. Sannleikurinn er sá að fólk efast um allt í þessum heimi. Að efast um félag sem hefur unnið nærri 30 titla á undanförnum áratug er frekar skrítið að mínu mati.“ „Eina sem ég vil er að þakka öllum þessum leikmönnum því hér hef ég átt frábæran tíma og mun halda því áfram. Þessi leikmenn hafa gefið mér tækifærið til að vinna Meistaradeildina tvívegis á undanförnum árum.“ „ég hef talað við leikmennina og félagið. Allir á sama máli, við munum berjast um þá titla sem eftir eru,“ sagði Ancelotti jafnframt en Real Madríd er enn í harðri baráttu um spænska meistaratitilinn og komið í úrslit bikarkeppninnar. Samningur Ancelotti rennur út sumarið 2026 en hann hefur verið orðaður frá félaginu strax í þessum mánuði eða þá í sumar. Hann vildi þó ekki tjá sig um framtíðina. „Ég hef ekkert að segja. Eins og ég hef sagt áður, við munum ræða saman að leiktíðinni lokinni.“
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira