„Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 23:31 Oday Dabbagh líkar lífið vel í Skotlandi. Craig Foy/Getty Images Oday Dabbagh skaut Aberdeen í úrslit skosku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Hearts á lokamínútu framlengingar þegar liðin mættust um helgina. Sigurmarkið má finna hér að neðan í fréttinni. Dabbagh kom inn af bekknum á 81. mínútu þegar leikurinn var í járnum. Þó svo að Aberdeen hafi verið manni fleiri komust þeir ekki í gegnum hjartað á þéttri vörn Hearts. Því þurfti að framlengja og þar missti Hearts annan mann af velli. Það var þá loks sem Aberdeen tókst að nýta liðsmuninn og steig Dabbagh upp á ögurstundu. „Þetta er ótrúleg tilfinning, ég get ekki sett hana í orð. Ég er virkilega ánægður með að skora sigurmarkið, ég er virkilega ánægður með að vera kominn í úrslit. Ég vil þakka stuðningsfólki okkar,“ sagði hæstánægður Dabbagh að leik loknum. „Ég vil þakka starfsliðinu og liðsfélögum mínum fyrir að trúa á mig. Þeir sögðu að ég myndi koma okkur yfir línuna og það tókst.“ Hinn 26 ára gamli Dabbagh hóf ferilinn í heimalandinu Palestínu. Þar upplifði hann margt en leikjum var seinkað þar sem liðin gátu ekki mætt á réttum tíma eftir að vera stöðvuð við eftirlitsstöðvar Ísraelshers, táragasi var skotið á leikvanga þegar leikir voru í gangi og leikmenn misstu heimili sín i sprengjuárásum. Eftir að raða inn mörkum heima fyrir færði Dabbagh sig til Kúveit árið 2019. Þar var hann til 2021 þegar hann samdi við Arouca í Portúgal. Þaðan lá leiðin til Chraleroi í Belgíu og svo loks til Skotlands þegar hann gekk til liðs við Aberdeen á láni. Þar hefur hann skorað þrjú mörk í fimm leikjum og takist honum að skora fleiri mörk eins og það um helgina verður hann fljótt kominn í guðatölu hjá félaginu. Vinsæll hjá stuðningsfólki.Craig Williamson/Getty Images Ofan á þetta hefur framherjinn skoraði 16 mörk í 45 landsleikjum fyrir Palestínu. Hann vonast til að vera hvetja aðra samlanda sína til dáða. „Ég vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu,“ sagði Dabbagh. ⚽ The goal.💥 The limbs.Late scenes at Hampden 🙌 pic.twitter.com/y3HarFCNLL— Aberdeen FC (@AberdeenFC) April 20, 2025 Aberdeen er sem stendur í 5. sæti efstu deildar Skotlands, aðeins þremur stigum á eftir Hibernian sem er í 3. sæti en það sæti veitir þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildar á næstu leiktíð. Í bikarúrslitum mætir Aberdeen svo toppliði Celtic. Fótbolti Skoski boltinn Palestína Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Dabbagh kom inn af bekknum á 81. mínútu þegar leikurinn var í járnum. Þó svo að Aberdeen hafi verið manni fleiri komust þeir ekki í gegnum hjartað á þéttri vörn Hearts. Því þurfti að framlengja og þar missti Hearts annan mann af velli. Það var þá loks sem Aberdeen tókst að nýta liðsmuninn og steig Dabbagh upp á ögurstundu. „Þetta er ótrúleg tilfinning, ég get ekki sett hana í orð. Ég er virkilega ánægður með að skora sigurmarkið, ég er virkilega ánægður með að vera kominn í úrslit. Ég vil þakka stuðningsfólki okkar,“ sagði hæstánægður Dabbagh að leik loknum. „Ég vil þakka starfsliðinu og liðsfélögum mínum fyrir að trúa á mig. Þeir sögðu að ég myndi koma okkur yfir línuna og það tókst.“ Hinn 26 ára gamli Dabbagh hóf ferilinn í heimalandinu Palestínu. Þar upplifði hann margt en leikjum var seinkað þar sem liðin gátu ekki mætt á réttum tíma eftir að vera stöðvuð við eftirlitsstöðvar Ísraelshers, táragasi var skotið á leikvanga þegar leikir voru í gangi og leikmenn misstu heimili sín i sprengjuárásum. Eftir að raða inn mörkum heima fyrir færði Dabbagh sig til Kúveit árið 2019. Þar var hann til 2021 þegar hann samdi við Arouca í Portúgal. Þaðan lá leiðin til Chraleroi í Belgíu og svo loks til Skotlands þegar hann gekk til liðs við Aberdeen á láni. Þar hefur hann skorað þrjú mörk í fimm leikjum og takist honum að skora fleiri mörk eins og það um helgina verður hann fljótt kominn í guðatölu hjá félaginu. Vinsæll hjá stuðningsfólki.Craig Williamson/Getty Images Ofan á þetta hefur framherjinn skoraði 16 mörk í 45 landsleikjum fyrir Palestínu. Hann vonast til að vera hvetja aðra samlanda sína til dáða. „Ég vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu,“ sagði Dabbagh. ⚽ The goal.💥 The limbs.Late scenes at Hampden 🙌 pic.twitter.com/y3HarFCNLL— Aberdeen FC (@AberdeenFC) April 20, 2025 Aberdeen er sem stendur í 5. sæti efstu deildar Skotlands, aðeins þremur stigum á eftir Hibernian sem er í 3. sæti en það sæti veitir þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildar á næstu leiktíð. Í bikarúrslitum mætir Aberdeen svo toppliði Celtic.
Fótbolti Skoski boltinn Palestína Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira