Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. apríl 2025 09:01 Pálmi Rafn Pálmason er framkvæmdastjóri KR. vísir / sigurjón Framkvæmdir við nýjan aðalvöll KR hafa gengið hægar en vonast var til og fyrstu tveir heimaleikir liðsins voru færðir á annan völl. Samkvæmt núverandi plani á sá þriðji að fara fram á nýjum aðalvelli en framkvæmdastjóri félagsins telur það þó ólíklegt. Stefnt er frekar á að vígja völlinn í lok maí eða byrjun júní, en hann slær einnig varnagla við þær dagsetningar. Glænýtt gervigras Sögufrægt gras aðalvallarins var rifið upp í desember síðastliðnum og gervigras verður lagt í staðinn. Upphaflega var stefnt á að völlurinn yrði tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik KR í Bestu deildinni. Svo varð ekki, KR spilaði og mun spila fyrstu tvo heimaleikina hið minnsta á Þróttaravellinum í Laugardal. „Jarðvegurinn hefur verið að stríða okkur, eins og suma grunaði, það hefur verið svolítið erfitt… Fróðir menn segja mér að hér var bara mýri og ruslahaugur og eitthvað, þannig að það þurfti að jarðvegsskipta aðeins meira en í fyrstu var talið.“ Völlurinn lítur út eins og malarnáma. stöð 2 / skjáskot Alls óvíst hvenær fyrsti leikurinn fer fram Samkvæmt leikjaplani KSÍ verður fyrsti leikur á aðalvellinum spilaður 10. maí en miðað við útlitið á vellinum núna er erfitt að sjá það raungerast. „Við ætluðum okkur að spila hérna 10. maí. Það verður sjálfsagt erfitt, þannig að hvort þetta verði í lok maí eða byrjun júní, ætli það sé þá ekki næst á eftir ef við náum þessa ekki fyrir tíunda“ sagði Pálmi. Bjössi ehf. er verktakinn og hefur unnið gott starf í vetur samkvæmt Pálma. stöð 2 / skjáskot „Svo er það bara þannig þegar jarðvegur er annars staðar, þá getur það verið erfitt, og það hefur bara verið staðan. Jarðvegurinn var erfiðari við okkur en við vorum að vonast eftir“ sagði Pálmi einnig, strax farinn að slá varnagla við að fyrsti leikur fari fram í lok maí eða byrjun júní. Drónamynd af KR vellinum síðasta miðvikudag. stöð 2 / skjáskot Tækninýjungar Jarðvegsvinnan til að skipta út grasinu er þó ekki eina vinnan við KR völlinn í vetur, ráðist var í fleiri verkefni og meðal annars lagðar línur fyrir gervigreindar sjónvarpsútsendingar af fyrirtækinu OZ. „Við erum undirbúa okkur í það að vera með völl sem er til framtíðar. Þá þurfum við að vera klárir með allt, varðandi rafmagn og allt. Vera klárir í það sem framtíðin gefur okkur og meðal annars OZ græjurnar, vera með möguleikann á því“ sagði Pálmi að lokum. Fjallað var um vallarmál KR í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. KR Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
Glænýtt gervigras Sögufrægt gras aðalvallarins var rifið upp í desember síðastliðnum og gervigras verður lagt í staðinn. Upphaflega var stefnt á að völlurinn yrði tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik KR í Bestu deildinni. Svo varð ekki, KR spilaði og mun spila fyrstu tvo heimaleikina hið minnsta á Þróttaravellinum í Laugardal. „Jarðvegurinn hefur verið að stríða okkur, eins og suma grunaði, það hefur verið svolítið erfitt… Fróðir menn segja mér að hér var bara mýri og ruslahaugur og eitthvað, þannig að það þurfti að jarðvegsskipta aðeins meira en í fyrstu var talið.“ Völlurinn lítur út eins og malarnáma. stöð 2 / skjáskot Alls óvíst hvenær fyrsti leikurinn fer fram Samkvæmt leikjaplani KSÍ verður fyrsti leikur á aðalvellinum spilaður 10. maí en miðað við útlitið á vellinum núna er erfitt að sjá það raungerast. „Við ætluðum okkur að spila hérna 10. maí. Það verður sjálfsagt erfitt, þannig að hvort þetta verði í lok maí eða byrjun júní, ætli það sé þá ekki næst á eftir ef við náum þessa ekki fyrir tíunda“ sagði Pálmi. Bjössi ehf. er verktakinn og hefur unnið gott starf í vetur samkvæmt Pálma. stöð 2 / skjáskot „Svo er það bara þannig þegar jarðvegur er annars staðar, þá getur það verið erfitt, og það hefur bara verið staðan. Jarðvegurinn var erfiðari við okkur en við vorum að vonast eftir“ sagði Pálmi einnig, strax farinn að slá varnagla við að fyrsti leikur fari fram í lok maí eða byrjun júní. Drónamynd af KR vellinum síðasta miðvikudag. stöð 2 / skjáskot Tækninýjungar Jarðvegsvinnan til að skipta út grasinu er þó ekki eina vinnan við KR völlinn í vetur, ráðist var í fleiri verkefni og meðal annars lagðar línur fyrir gervigreindar sjónvarpsútsendingar af fyrirtækinu OZ. „Við erum undirbúa okkur í það að vera með völl sem er til framtíðar. Þá þurfum við að vera klárir með allt, varðandi rafmagn og allt. Vera klárir í það sem framtíðin gefur okkur og meðal annars OZ græjurnar, vera með möguleikann á því“ sagði Pálmi að lokum. Fjallað var um vallarmál KR í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira