„Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2025 11:31 Illa hefur gengið hjá Lewis Hamilton í upphafi tímabilsins í Formúlu 1. getty/Alex Pantling Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton sagði að kappaksturinn í Sádí-Arabíu hefði verið hræðilegur hjá sér og árið 2025 yrði erfitt. Hamilton hefur ekki farið vel af stað með Ferrari og í gær lenti hann í 7. sæti í sádí-arabíska kappakstrinum. Samherji hans, Charles Leclerc, endaði í 3. sæti en það var í fyrsta sinn sem ökumaður Ferrari kemst á verðlaunapall á tímabilinu. „Ekkert jákvætt sem er hægt að taka frá deginum í dag fyrir utan að Charles komst á pall sem var frábært fyrir liðið,“ sagði Hamilton hreinskilinn eftir kappaksturinn í Jeddah í Sádí-Arabíu í gær. „Þetta var hræðilegt, alls ekki ánægjulegt. Ég rann bara um. Þetta var frekar slæmt.“ Hamilton á ekki von á að ástandið lagist mikið en næsti kappakstur fer fram í Miami sunnudaginn 4. maí. „Ég veit ekki hversu lengi ég verð í vandræðum en þetta er klárlega sársaukafullt. Ég reyni bara að bæta mig viku frá viku. Í augnablikinu er engin lausn svo þetta verður svona út árið. Þetta verður sársaukafullt,“ sagði Hamilton. Hann er í 7. sæti í keppni ökuþóra með 31 stig, 68 stigum á eftir forystusauðnum Oscar Piastri á McLaren. Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hamilton hefur ekki farið vel af stað með Ferrari og í gær lenti hann í 7. sæti í sádí-arabíska kappakstrinum. Samherji hans, Charles Leclerc, endaði í 3. sæti en það var í fyrsta sinn sem ökumaður Ferrari kemst á verðlaunapall á tímabilinu. „Ekkert jákvætt sem er hægt að taka frá deginum í dag fyrir utan að Charles komst á pall sem var frábært fyrir liðið,“ sagði Hamilton hreinskilinn eftir kappaksturinn í Jeddah í Sádí-Arabíu í gær. „Þetta var hræðilegt, alls ekki ánægjulegt. Ég rann bara um. Þetta var frekar slæmt.“ Hamilton á ekki von á að ástandið lagist mikið en næsti kappakstur fer fram í Miami sunnudaginn 4. maí. „Ég veit ekki hversu lengi ég verð í vandræðum en þetta er klárlega sársaukafullt. Ég reyni bara að bæta mig viku frá viku. Í augnablikinu er engin lausn svo þetta verður svona út árið. Þetta verður sársaukafullt,“ sagði Hamilton. Hann er í 7. sæti í keppni ökuþóra með 31 stig, 68 stigum á eftir forystusauðnum Oscar Piastri á McLaren.
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira