Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. apríl 2025 08:02 Eygló er með skýr markmið, sem hún mun vinna að í samvinnu við afreksstjóra ÍSÍ, Véstein Hafsteinsson. Hún yrði fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum. vísir / ÍSÍ Eygló Fanndal Sturludóttir er komin heim frá Moldóvu með EM gullmedalíu í farteskinu. Framundan hjá henni er heimsmeistaramót og undirbúningsvinna fyrir Ólympíuleikana, þar sem hún ætlar að sækja gullverðlaun, sem Vésteinn Hafsteinsson er viss um að hún geti. Stóðst pressu og væntingar Eygló varð Evrópumeistari í ólympískum lyftingum síðastliðinn fimmtudag, fyrst allra Íslendinga. Hún var efst á styrkleikalista keppenda fyrir mótið, sigurstranglegust, og stóð vel undir væntingum. „Það var svolítið skrítið að fara inn í þetta með hæstu samanlögðu lyfturnar og með þessa pressu á að vinna, verða í fyrsta sæti, því ég vissi að það yrði erfitt. Það er ekkert gefið í þessu og þetta er ótrúlega sterkur flokkur sem ég er að keppa í og margt sem getur gerst. Maður hefði getað hitt á erfiðan dag eða eitthvað ekki gengið upp. Þetta var alls ekki gefið og mér fannst mjög óþægilegt að vera eitthvað að segja það upphátt að ég ætlaði að vinna en ég er mjög glöð núna eftir á að ég hafi náð því. Nú get ég sagt, mjög stolt, að ég hafi náð því“ sagði Eygló í viðtali sem var sýnt í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Heildarviðtalið er neðst í fréttinni. „Ótrúlega dýrmætt“ Eygló fékk gullmedalíuna síðan afhenta frá Hörpu Þorláksdóttur, sem er bæði formaður lyftingasambandsins og móðir hennar. „Það var náttúrulega bara frábært sko. Það er svo gaman að fá að upplifa þetta með henni og ótrúlega gaman að alþjóðalyftingasambandið hafi leyft henni að taka þátt í þessu augnabliki með mér. Það var ótrúlega dýrmætt og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Harpa horfir stolt á dóttur sína á verðlaunapallinum. Gregor Winter „Svo voru bara allir heima, pabbi og bræður mínir, amma og afi, öll fjölskyldan heima að horfa saman. Þau komu ekki með í þetta sinn en vonandi koma þau einhvern tímann.“ Móðirin Harpa og dóttirin Eygló hér fyrir miðju. Gregor Winter Ólympíugull í Los Angeles 2028? Ljóst er að Eygló er komin í allra fremsta flokk í sinni íþrótt og mikils er ætlast af henni á næstunni. Vésteinn Hafsteinsson, afrekstjóri ÍSÍ, sagði til dæmis í samtali við ríkisútvarpið að Eygló gæti farið alla leið. Hún yrði fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum. „Ég hlýði bara Vésteini sko. Ef hann segir það þá bara geri ég það. Við sjáum til hvað gerist á Ólympíuleikunum næst. Ég ætla allavega að æfa eins og brjálæðingur og gera mitt allra besta.“ Eygló þyrstir í meira gull. Gregor Winter Meðan Eygló æfir eins og brjálæðingur sinnir hún einnig læknisfræðinámi, þannig að dagarnir eru nokkuð annasamir. „Það gengur mjög vel. Hingað til allavega. Núna eru bara lokaprófin að byrja, fyrsta lokaprófið á föstudaginn. Þannig að ég þarf svolítið bara að fara heim núna að læra“ sagði Eygló brosmild í bragði. Heildarviðtalið við Eygló má finna hér fyrir neðan þar sem farið er yfir fleira en í fréttinni að ofan. Meðal annars breytingar á þyngdarflokkunum og heimsmeistaramótið sem hún fer á í haust. Klippa: Viðtal við Evrópumeistarann Eygló Lyftingar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Eygló Fanndal Sturludóttir varð í gær fyrst Íslendinga til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í ólympískum lyftingum. 18. apríl 2025 09:00 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Stóðst pressu og væntingar Eygló varð Evrópumeistari í ólympískum lyftingum síðastliðinn fimmtudag, fyrst allra Íslendinga. Hún var efst á styrkleikalista keppenda fyrir mótið, sigurstranglegust, og stóð vel undir væntingum. „Það var svolítið skrítið að fara inn í þetta með hæstu samanlögðu lyfturnar og með þessa pressu á að vinna, verða í fyrsta sæti, því ég vissi að það yrði erfitt. Það er ekkert gefið í þessu og þetta er ótrúlega sterkur flokkur sem ég er að keppa í og margt sem getur gerst. Maður hefði getað hitt á erfiðan dag eða eitthvað ekki gengið upp. Þetta var alls ekki gefið og mér fannst mjög óþægilegt að vera eitthvað að segja það upphátt að ég ætlaði að vinna en ég er mjög glöð núna eftir á að ég hafi náð því. Nú get ég sagt, mjög stolt, að ég hafi náð því“ sagði Eygló í viðtali sem var sýnt í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Heildarviðtalið er neðst í fréttinni. „Ótrúlega dýrmætt“ Eygló fékk gullmedalíuna síðan afhenta frá Hörpu Þorláksdóttur, sem er bæði formaður lyftingasambandsins og móðir hennar. „Það var náttúrulega bara frábært sko. Það er svo gaman að fá að upplifa þetta með henni og ótrúlega gaman að alþjóðalyftingasambandið hafi leyft henni að taka þátt í þessu augnabliki með mér. Það var ótrúlega dýrmætt og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Harpa horfir stolt á dóttur sína á verðlaunapallinum. Gregor Winter „Svo voru bara allir heima, pabbi og bræður mínir, amma og afi, öll fjölskyldan heima að horfa saman. Þau komu ekki með í þetta sinn en vonandi koma þau einhvern tímann.“ Móðirin Harpa og dóttirin Eygló hér fyrir miðju. Gregor Winter Ólympíugull í Los Angeles 2028? Ljóst er að Eygló er komin í allra fremsta flokk í sinni íþrótt og mikils er ætlast af henni á næstunni. Vésteinn Hafsteinsson, afrekstjóri ÍSÍ, sagði til dæmis í samtali við ríkisútvarpið að Eygló gæti farið alla leið. Hún yrði fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum. „Ég hlýði bara Vésteini sko. Ef hann segir það þá bara geri ég það. Við sjáum til hvað gerist á Ólympíuleikunum næst. Ég ætla allavega að æfa eins og brjálæðingur og gera mitt allra besta.“ Eygló þyrstir í meira gull. Gregor Winter Meðan Eygló æfir eins og brjálæðingur sinnir hún einnig læknisfræðinámi, þannig að dagarnir eru nokkuð annasamir. „Það gengur mjög vel. Hingað til allavega. Núna eru bara lokaprófin að byrja, fyrsta lokaprófið á föstudaginn. Þannig að ég þarf svolítið bara að fara heim núna að læra“ sagði Eygló brosmild í bragði. Heildarviðtalið við Eygló má finna hér fyrir neðan þar sem farið er yfir fleira en í fréttinni að ofan. Meðal annars breytingar á þyngdarflokkunum og heimsmeistaramótið sem hún fer á í haust. Klippa: Viðtal við Evrópumeistarann Eygló
Lyftingar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Eygló Fanndal Sturludóttir varð í gær fyrst Íslendinga til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í ólympískum lyftingum. 18. apríl 2025 09:00 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Eygló Fanndal Sturludóttir varð í gær fyrst Íslendinga til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í ólympískum lyftingum. 18. apríl 2025 09:00