Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. apríl 2025 23:50 Oscar og Sonja, fósturmóðir hans, sem berst nú fyrir því að hann fái dvalarleyfi. Þrjátíu prestar í íslensku þjóðkirkjunni fordæma brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra og taka undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi. Þetta kemur fram í bréfi sem stílað er á stjórnvöld. Þar segir: „Við undirrituð, vígðir prestar í íslensku þjóðkirkjunni, lýsum yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem nú fer fram á dvalarleyfi fyrir Oscar Anders Florez Bocanegra.“ Oscar er sautján ára drengur frá Kólumbíu sem kom fyrst til landsins með föður sínum árið 2022. Hann var beittur ofbeldi af föður sínum og tók íslensk fósturfjölskylda hann að sér. Þeim feðgum var báðum vísað úr landi í fyrra en fósturfjölskyldan sótti Oscar til Bogotá í Kólumbíu. Nú stendur til að vísa Oscari aftur úr landi. „Við sem þessa yfirlýsingu undirritum eigum ekki beina aðkomu að málinu en við teljum okkur skylt og ljúft að sýna málstað þessa barns samstöðu,“ segir í bréfinu. „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður“ Við prestsvígslu lofi vígsluþegi að standa vörð um „æskulýðinn“ og að „styðja lítilmagna og hjálpa bágstöddum.“ Prestarnir tína síðan til dæmi úr siðfræði Gamla testamentsins: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“og „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð ykkar.“ Í kennslu Jesú séu börn í forgrunni, sem fyrirmyndir og sem skjólstæðingar presta. „Sú fjölskylda sem nú berst fyrir velferð Oscar Anders Florez Bocanegra og hefur veitt honum skjól í þrengingum sínum, birtir með beinum hætti þá dyggðasiðfræði sem Biblían kennir. Við tökum undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi hérlendis,“ segir síðan í bréfinu. Eftirtaldir þrjátíu prestar skrifa síðan undir bréfið: Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson, prestur í Akureyrar- og Lauglandsprestakalli. Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Mosfellsprestakall, Mosfellsbæ. Sr. Árni Þór Þórsson, prestur innflytjenda og flóttafólks. Dr. Bjarni Karlsson, prestur og siðfræðingur við sálgæslustofuna Haf. Sr. Bolli Pétur Bollason, prestur í Tjarnaprestakalli. Sr. Bryndís Böðvarsdóttir, prestur. Sr. Daníel Ágúst Gautason, prestur í Lindakirkju. Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir, prestur í Húnavatnsprestakalli. Sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavíkursókn. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, biskupsritari. Sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra. Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, við Glerárkirkju á Akureyri. Sr. Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju. Sr. Hjalti Jón Sverrisson, fangaprestur. Sr. Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Sr. Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli. Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, prestur. Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli. Sr. Sigrún Margrétar Óskarsdóttir, prestur og faglegur handleiðari Landspítala. Dr. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, prestur í Þingeyjarprestakalli. Sr. Stefanía Steinsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli. Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda og flóttafólks. Sr. Úrsúla Árnadóttir, prestur Þjóðkirkjan Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem stílað er á stjórnvöld. Þar segir: „Við undirrituð, vígðir prestar í íslensku þjóðkirkjunni, lýsum yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem nú fer fram á dvalarleyfi fyrir Oscar Anders Florez Bocanegra.“ Oscar er sautján ára drengur frá Kólumbíu sem kom fyrst til landsins með föður sínum árið 2022. Hann var beittur ofbeldi af föður sínum og tók íslensk fósturfjölskylda hann að sér. Þeim feðgum var báðum vísað úr landi í fyrra en fósturfjölskyldan sótti Oscar til Bogotá í Kólumbíu. Nú stendur til að vísa Oscari aftur úr landi. „Við sem þessa yfirlýsingu undirritum eigum ekki beina aðkomu að málinu en við teljum okkur skylt og ljúft að sýna málstað þessa barns samstöðu,“ segir í bréfinu. „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður“ Við prestsvígslu lofi vígsluþegi að standa vörð um „æskulýðinn“ og að „styðja lítilmagna og hjálpa bágstöddum.“ Prestarnir tína síðan til dæmi úr siðfræði Gamla testamentsins: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“og „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð ykkar.“ Í kennslu Jesú séu börn í forgrunni, sem fyrirmyndir og sem skjólstæðingar presta. „Sú fjölskylda sem nú berst fyrir velferð Oscar Anders Florez Bocanegra og hefur veitt honum skjól í þrengingum sínum, birtir með beinum hætti þá dyggðasiðfræði sem Biblían kennir. Við tökum undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi hérlendis,“ segir síðan í bréfinu. Eftirtaldir þrjátíu prestar skrifa síðan undir bréfið: Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson, prestur í Akureyrar- og Lauglandsprestakalli. Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Mosfellsprestakall, Mosfellsbæ. Sr. Árni Þór Þórsson, prestur innflytjenda og flóttafólks. Dr. Bjarni Karlsson, prestur og siðfræðingur við sálgæslustofuna Haf. Sr. Bolli Pétur Bollason, prestur í Tjarnaprestakalli. Sr. Bryndís Böðvarsdóttir, prestur. Sr. Daníel Ágúst Gautason, prestur í Lindakirkju. Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir, prestur í Húnavatnsprestakalli. Sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavíkursókn. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, biskupsritari. Sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra. Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, við Glerárkirkju á Akureyri. Sr. Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju. Sr. Hjalti Jón Sverrisson, fangaprestur. Sr. Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Sr. Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli. Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, prestur. Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli. Sr. Sigrún Margrétar Óskarsdóttir, prestur og faglegur handleiðari Landspítala. Dr. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, prestur í Þingeyjarprestakalli. Sr. Stefanía Steinsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli. Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda og flóttafólks. Sr. Úrsúla Árnadóttir, prestur
Þjóðkirkjan Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira