Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2025 11:33 Flestir fótboltaáhugamenn þekkja vel San Siro leikvanginn enda einn sá sögufrægasti í heimi. Getty/Alex Gottschalk Ítölsku fótboltarisarnir AC Milan og Internazionale Milan vilja fá nýjan leikvang í næstu framtíð en þau vilja líka vera áfram á San Siro svæðinu. Ein frumleg lausn á því vandamáli hefur vakið athygli. San Siro leikvangurinn er einn sá sögufrægasti í heimi enda hefur hann hýst margan stórleikinn á síðustu áratugum. Hann er hins vegar gamaldags og býður ekki upp á möguleika sem nútímafótboltalið þarf á að halda hvað varðar tekjuöflun og þjónustu fyrir stuðningsmenn. Bæði félög, AC Milan og Internazionale, hafa fundið sér ný möguleg stæði fyrir framtíðarleikvang en þau eru langt í burtu eða í útjaðri Mílanó eins og í San Donato eða Rozzano hverfinu. Framtíð San Siro hefur líka verið í umræðunni lengi en nýjasta hugmyndin er líklega sú athyglisverðasta af þeim öllum. Stór og stæðilegur fótboltaleikvangur gnæfir vanalega yfir nágrenni sitt og hefur mikil umhverfisáhrif. Í þessari nýju tillögu um nýan San Siro leikvang þá vilja hugmyndasmiðirnir byggja nýja leikvanginn neðanjarðar. Hugmyndir eru nefnilega um að grafa leikvanginn niður og byggja síðan glertorg og garð fyrir ofan hann. „Þetta er byltingarkennd hugmynd sem myndi þýða að San Siro leikvangurinn færi neðanjarðar og leikvangurinn myndi í raun hverfa sjónum. Stuðningsmennirnir myndu örugglega reiðast en við höfum skyldur gagnvart umhverfinu, þjóðinni og Mílánó. Við sjáum fyrir okkur glæsilega byggingu sem hefði mjög jákvæð áhrif á umhverfi sitt,“ sagði Davide Bruno frá arkitektafyrirtækinu. „Við erum líka að tala um að planta tuttugu þúsund trjám, fimm hundruð þúsund blómum og það yrðu þarna sjö kílómetrar af göngustígum,“ sagði Bruno. Þetta útspil er vissulega smá klikkað en kallar líka á viðbrögð náttúrusinna sem hafa barist gegn öllum slíkum verkefnum en fengju nú náttúruperlu í miðri borginni. Það fylgir þó sögunni að þessi framkvæmd myndi kosta mikinn pening eða í kringum einn og hálfan milljarð evra sem eru um 219 milljarða íslenskra króna. Kostnaður er strax sú hindrun sem gæti stöðvað verkefnið í fæðingu. Þetta er auðvitað ekki eina hugmyndin um framtíð San Siro svæðisins en kannski sú klikkaðasta. Ítalski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira
San Siro leikvangurinn er einn sá sögufrægasti í heimi enda hefur hann hýst margan stórleikinn á síðustu áratugum. Hann er hins vegar gamaldags og býður ekki upp á möguleika sem nútímafótboltalið þarf á að halda hvað varðar tekjuöflun og þjónustu fyrir stuðningsmenn. Bæði félög, AC Milan og Internazionale, hafa fundið sér ný möguleg stæði fyrir framtíðarleikvang en þau eru langt í burtu eða í útjaðri Mílanó eins og í San Donato eða Rozzano hverfinu. Framtíð San Siro hefur líka verið í umræðunni lengi en nýjasta hugmyndin er líklega sú athyglisverðasta af þeim öllum. Stór og stæðilegur fótboltaleikvangur gnæfir vanalega yfir nágrenni sitt og hefur mikil umhverfisáhrif. Í þessari nýju tillögu um nýan San Siro leikvang þá vilja hugmyndasmiðirnir byggja nýja leikvanginn neðanjarðar. Hugmyndir eru nefnilega um að grafa leikvanginn niður og byggja síðan glertorg og garð fyrir ofan hann. „Þetta er byltingarkennd hugmynd sem myndi þýða að San Siro leikvangurinn færi neðanjarðar og leikvangurinn myndi í raun hverfa sjónum. Stuðningsmennirnir myndu örugglega reiðast en við höfum skyldur gagnvart umhverfinu, þjóðinni og Mílánó. Við sjáum fyrir okkur glæsilega byggingu sem hefði mjög jákvæð áhrif á umhverfi sitt,“ sagði Davide Bruno frá arkitektafyrirtækinu. „Við erum líka að tala um að planta tuttugu þúsund trjám, fimm hundruð þúsund blómum og það yrðu þarna sjö kílómetrar af göngustígum,“ sagði Bruno. Þetta útspil er vissulega smá klikkað en kallar líka á viðbrögð náttúrusinna sem hafa barist gegn öllum slíkum verkefnum en fengju nú náttúruperlu í miðri borginni. Það fylgir þó sögunni að þessi framkvæmd myndi kosta mikinn pening eða í kringum einn og hálfan milljarð evra sem eru um 219 milljarða íslenskra króna. Kostnaður er strax sú hindrun sem gæti stöðvað verkefnið í fæðingu. Þetta er auðvitað ekki eina hugmyndin um framtíð San Siro svæðisins en kannski sú klikkaðasta.
Ítalski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira