Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2025 07:02 Virðist enginn vilja Sancho. Jacques Feeney/Getty Images Þrátt fyrir að það segi í samningi Chelsea og Manchester United að fyrrnefnda félagið þurfi að kaupa Jadon Sancho endi Chelsea ofar en 15. sæti í ensku úrvalsdeildinni þá er enn óvíst hvort Chelsea standi við samninginn. Þegar Sancho var lánaður frá Manchester til Lundúna var gerður samningur milli félaganna að ef Chelsea myndi enda ofar en 15. sætið þá þyrfti það að punga út 25 milljónum punda, 4,2 milljörðum íslenskra króna, fyrir leikmanninn. Eftir endurkomusigur Chelsea á Fulham um liðna helgi er tölfræðilega ómögulegt fyrir bláliða að enda svo neðarlega. Það er hins vegar enn alls óvíst hvort Chelsea sé tilbúið að eyða téðri upphæð í leikmann sem hefur ekki staðið undir væntingum en þó staðið sig talsvert betur en hann gerði hjá Man United. Fari svo að Chelsea brjóti samkomulag liðanna þarf það að greiða Man United fimm milljónir punda, 848 milljónir íslenskra króna. Sancho yrði þá leikmaður Rauðu djöflanna á ný, eitthvað sem hann né félagið hefur áhuga á. Chelsea hefur þegar fest kaup á Geovany Quenda sem og Estevao Willian. Munu þeir ganga til liðs við félagið í sumar. Sem stendur virðist sem þeir eigi að koma í stað Sancho og Mykhailo Mudryk en sá síðarnefndi féll á lyfjaprófi og er óvíst hvenær hann getur spilað á ný. „Ég er eingöngu að einbeita mér að síðustu níu leikjunum, það eru tveir mánuðir eftir af tímabilinu og allur minn fókus er þar. Við sjáum svo til hvað gerist í sumar. Staða Jadon hefur ekki breyst. Hvað varðar tölfræði þá gæti hann gert betur, engin spurning. Þetta snýst ekki eingöngu um Jadon, við höfum fleiri leikmenn í þessa stöðu,“ sagði Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, eftir sigurinn á Fulham um helgina. Hinn 25 ára gamli Sancho hefur skorað þrjú mörk og lagt upp fimm í 27 deildarleikjum. Þá hefur hann lagt upp fimm mörk í jafn mörgum leikjum í Sambandsdeild Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Þegar Sancho var lánaður frá Manchester til Lundúna var gerður samningur milli félaganna að ef Chelsea myndi enda ofar en 15. sætið þá þyrfti það að punga út 25 milljónum punda, 4,2 milljörðum íslenskra króna, fyrir leikmanninn. Eftir endurkomusigur Chelsea á Fulham um liðna helgi er tölfræðilega ómögulegt fyrir bláliða að enda svo neðarlega. Það er hins vegar enn alls óvíst hvort Chelsea sé tilbúið að eyða téðri upphæð í leikmann sem hefur ekki staðið undir væntingum en þó staðið sig talsvert betur en hann gerði hjá Man United. Fari svo að Chelsea brjóti samkomulag liðanna þarf það að greiða Man United fimm milljónir punda, 848 milljónir íslenskra króna. Sancho yrði þá leikmaður Rauðu djöflanna á ný, eitthvað sem hann né félagið hefur áhuga á. Chelsea hefur þegar fest kaup á Geovany Quenda sem og Estevao Willian. Munu þeir ganga til liðs við félagið í sumar. Sem stendur virðist sem þeir eigi að koma í stað Sancho og Mykhailo Mudryk en sá síðarnefndi féll á lyfjaprófi og er óvíst hvenær hann getur spilað á ný. „Ég er eingöngu að einbeita mér að síðustu níu leikjunum, það eru tveir mánuðir eftir af tímabilinu og allur minn fókus er þar. Við sjáum svo til hvað gerist í sumar. Staða Jadon hefur ekki breyst. Hvað varðar tölfræði þá gæti hann gert betur, engin spurning. Þetta snýst ekki eingöngu um Jadon, við höfum fleiri leikmenn í þessa stöðu,“ sagði Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, eftir sigurinn á Fulham um helgina. Hinn 25 ára gamli Sancho hefur skorað þrjú mörk og lagt upp fimm í 27 deildarleikjum. Þá hefur hann lagt upp fimm mörk í jafn mörgum leikjum í Sambandsdeild Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira