Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2025 12:23 Einar Hugi Bjarnason er réttargæslumaður kvennanna tveggja. Vísir/Samúel Karl Réttargæslumaður tveggja kvenna sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur í stað þess að virða hugrekkið sem konurnar sýna með því að leita réttar síns og skila skömminni. Það sem af er ári hafa sex hópnauðganir komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sömu gerendurnir eru taldir hafa verið að verki í tveimur af þessum málum. Meintar nauðganir áttu sér stað undir lok mars en RÚV greinir frá því að grunur leiki á að brotaþolum hafi verið byrluð ólyfjan á sama skemmtistaðnum í miðbæ Reykjavíkur. Farið var með konurnar í sömu íbúðina í Vesturbænum þar sem þrír menn brutu á þeim. Einar Hugi Bjarnason, réttargæslumaður kvennanna tveggja, sem þekktust ekkert fyrir, segir brotin virðast hafa verið skipulögð. Þá er enginn mannanna þriggja í gæsluvarðhaldi. „Það er mikið áhyggjuefni að mínu áliti. Lögreglan staðfestir það í gær að einn sé í farbanni vegna málsins en enginn í gæsluvarðhaldi sem er auðvitað eitthvað sem lögreglan verður að svara fyrir,“ segir Einar Hugi. Það sem af er ári hafa sex hópnauðgunarmál komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru jafn mörg slík mál og komu upp á landinu öllu árið 2023. Vísir/Sara Í kjölfar umfjöllunar RÚV um málið birti móðir annarrar kvennanna færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi þá sem hafa nýtt sér málið til að ýta undir hatur gegn múslimum. Enginn mannanna sé múslimi og það eigi ekki að fóðra fóbíu gegn þeim. Frekar eigi að gagnrýna brotið réttarkerfi sem að hennar sögn verji frekar þann sem brýtur af sér en þann sem brotið er á. „Þessi færsla frá móðurinni var afskaplega skýr. Hún dró þar fram að hún vildi alls ekki draga athygli frá aðalatriði málsins og að umræða um þessi mál yrði olía á eld þeirra sem eru með útlendingaandúð,“ segir Einar Hugi. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu. 19. apríl 2025 13:18 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Það sem af er ári hafa sex hópnauðganir komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sömu gerendurnir eru taldir hafa verið að verki í tveimur af þessum málum. Meintar nauðganir áttu sér stað undir lok mars en RÚV greinir frá því að grunur leiki á að brotaþolum hafi verið byrluð ólyfjan á sama skemmtistaðnum í miðbæ Reykjavíkur. Farið var með konurnar í sömu íbúðina í Vesturbænum þar sem þrír menn brutu á þeim. Einar Hugi Bjarnason, réttargæslumaður kvennanna tveggja, sem þekktust ekkert fyrir, segir brotin virðast hafa verið skipulögð. Þá er enginn mannanna þriggja í gæsluvarðhaldi. „Það er mikið áhyggjuefni að mínu áliti. Lögreglan staðfestir það í gær að einn sé í farbanni vegna málsins en enginn í gæsluvarðhaldi sem er auðvitað eitthvað sem lögreglan verður að svara fyrir,“ segir Einar Hugi. Það sem af er ári hafa sex hópnauðgunarmál komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru jafn mörg slík mál og komu upp á landinu öllu árið 2023. Vísir/Sara Í kjölfar umfjöllunar RÚV um málið birti móðir annarrar kvennanna færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi þá sem hafa nýtt sér málið til að ýta undir hatur gegn múslimum. Enginn mannanna sé múslimi og það eigi ekki að fóðra fóbíu gegn þeim. Frekar eigi að gagnrýna brotið réttarkerfi sem að hennar sögn verji frekar þann sem brýtur af sér en þann sem brotið er á. „Þessi færsla frá móðurinni var afskaplega skýr. Hún dró þar fram að hún vildi alls ekki draga athygli frá aðalatriði málsins og að umræða um þessi mál yrði olía á eld þeirra sem eru með útlendingaandúð,“ segir Einar Hugi.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu. 19. apríl 2025 13:18 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu. 19. apríl 2025 13:18