Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur á Álfta­nesi og al­vöru knatt­spyrnu á Eng­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Álftanes er mætt í undanúrslit í fyrsta sinn í sögunni.
Álftanes er mætt í undanúrslit í fyrsta sinn í sögunni. vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta er á fleygiferð ásamt UEFA Youth League, ensku B-deildinni í knattspyrnu, golfi og hafnabolta.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.45 tekur Álftanes á móti Tindastól í úrslitakeppni Bónus deildar karla. Stólarnir unnu fyrsta leik liðanna. Klukkan 21.00 er Körfuboltakvöld á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 11.55 er leikur Salzburg og Trabzonspor í UEFA Youth League, Meistaradeild Evrópu fyrir U-19 ára lið drengja, á dagskrá. Klukkan 15.55 er leikur AZ Alkmaar og Barcelona í sömu keppni á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 15.00 er The Chevron Championship-mótið í golfi á dagskrá. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. Mótið heldur áfram klukkan 22.00.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 19.30 er Landsmót í golfhermum á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 18.55 er leikur Stoke City og Sheffield United í ensku B-deild karla í fótbolta á dagskrá.

Klukkan 22.30 er leikur Mets og Nationals í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×