Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2025 08:30 Arne Slot var glaðbeittur þegar hann talaði til stuðningsmanna í gær og fékk þá til að syngja til heiðurs Jürgen Klopp. Getty/Liverpool FC Arne Slot undirstrikaði „brómansinn“ á milli þeirra Jürgen Klopp í gær þegar Liverpool fagnaði tuttugasta Englandsmeistaratitli sínum. Þeir hafa verið stöðugt í sambandi á leiktíðinni. Slot tók við af hinum óhemju vinsæla Klopp í fyrra og tókst í fyrstu tilraun það sem fáir bjuggust þá við, að gera Liverpool strax að Englandsmeistara og það með afar öruggum hætti. Í sigurhátíðinni á Anfield í gær, þegar titilinn var í höfn með 5-1 sigri á Tottenham, sendi Slot forvera sínum kærar kveðjur og endurgalt sönginn sem að Klopp fékk stuðningsmenn til að kyrja í fyrra þegar Slot tók við af honum. From one Liverpool manager to another. 🤝 pic.twitter.com/OEJhqSCkqX— NBC Sports Soccer (@NBCSportsSoccer) April 27, 2025 „Mér líður stórkostlega. Ég vil ekki segja mikið. Það eina sem ég vil gera núna er að heiðra Jürgen Klopp,“ sagði Slot í útsendingu LFCTV áður en hann fékk alla með sér í að syngja til heiðurs Klopp. Í viðtali við BBC bætti Slot svo við: „Ég er 99,9% viss um að þegar ég opna símann þá bíða mín þar skilaboð frá Jürgen.“ Arne Slot fékk kampavínsgusuna yfir sig frá leikmönnum.Getty/Liverpool FC „Við höfum svo oft verið í sambandi á þessari leiktíð. Ég held að hann hafi sýnt það í fyrra þegar hann kynnti mig til leiks hversu dásamleg manneskja hann er. Það sem skiptir þó mestu máli er að hann skildi eftir lið sem gat unnið titilinn,“ sagði Slot og bætti við í samtali við Sky Sports: „Vinnan sem Jürgen og Pep [Lijnders] unnu, menningin, vinnusemin, gæðin – þetta var allt framúrskarandi.“ Hefði orðið ánægður með að enda meðal fjögurra efstu Þetta er annar Englandsmeistaratitill Liverpool á fimm árum en eftir að liðið náði 3. sæti í fyrra reiknuðu líklega ekki margir með að nýr stjóri myndi gera liðið strax að meistara. „Við byrjuðum virkilega vel og kannski hjálpaði það okkur að [Manchester] City átti erfiða tíma sem liðið hafði ekki átt síðustu fimm ár. Þegar tímabilið hófst þá hefðum við alveg verið ánægðir með að ná einu af fjórum efstu sætunum. En það er kannski ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum því þeir eru mun betri en það og hafa sýnt það á þessari leiktíð,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Slot tók við af hinum óhemju vinsæla Klopp í fyrra og tókst í fyrstu tilraun það sem fáir bjuggust þá við, að gera Liverpool strax að Englandsmeistara og það með afar öruggum hætti. Í sigurhátíðinni á Anfield í gær, þegar titilinn var í höfn með 5-1 sigri á Tottenham, sendi Slot forvera sínum kærar kveðjur og endurgalt sönginn sem að Klopp fékk stuðningsmenn til að kyrja í fyrra þegar Slot tók við af honum. From one Liverpool manager to another. 🤝 pic.twitter.com/OEJhqSCkqX— NBC Sports Soccer (@NBCSportsSoccer) April 27, 2025 „Mér líður stórkostlega. Ég vil ekki segja mikið. Það eina sem ég vil gera núna er að heiðra Jürgen Klopp,“ sagði Slot í útsendingu LFCTV áður en hann fékk alla með sér í að syngja til heiðurs Klopp. Í viðtali við BBC bætti Slot svo við: „Ég er 99,9% viss um að þegar ég opna símann þá bíða mín þar skilaboð frá Jürgen.“ Arne Slot fékk kampavínsgusuna yfir sig frá leikmönnum.Getty/Liverpool FC „Við höfum svo oft verið í sambandi á þessari leiktíð. Ég held að hann hafi sýnt það í fyrra þegar hann kynnti mig til leiks hversu dásamleg manneskja hann er. Það sem skiptir þó mestu máli er að hann skildi eftir lið sem gat unnið titilinn,“ sagði Slot og bætti við í samtali við Sky Sports: „Vinnan sem Jürgen og Pep [Lijnders] unnu, menningin, vinnusemin, gæðin – þetta var allt framúrskarandi.“ Hefði orðið ánægður með að enda meðal fjögurra efstu Þetta er annar Englandsmeistaratitill Liverpool á fimm árum en eftir að liðið náði 3. sæti í fyrra reiknuðu líklega ekki margir með að nýr stjóri myndi gera liðið strax að meistara. „Við byrjuðum virkilega vel og kannski hjálpaði það okkur að [Manchester] City átti erfiða tíma sem liðið hafði ekki átt síðustu fimm ár. Þegar tímabilið hófst þá hefðum við alveg verið ánægðir með að ná einu af fjórum efstu sætunum. En það er kannski ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum því þeir eru mun betri en það og hafa sýnt það á þessari leiktíð,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira