Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 28. apríl 2025 23:21 Þetta kerti lýsir upp litla verslun í Barselóna meðan rafmagnið er úti. EPA Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. „Það er löng nótt framundan. Við munum halda áfram að vinna að því að koma hlutum aftur í eðlilegt horf eins fljótt og mögulegt er,“ sagði Sanchez. Orkufyrirtæki í Portúgal hefur sagt að það gæti tekið viku að koma rafmagnsmálum aftur í hefðbundið ástand. Rafmagn byrjaði að slá út á Spáni og Portúgal upp úr hádegi að staðartíma í dag, og náðu truflanir um bæði löndin í heild. Orsakir rafmagnsleysisins liggja enn ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá ráðamönnum virðist ástæðan ekki vera tölvuárás. Orsakirnar eru þó til rannsóknar. BBC hefur eftir heimildarmanni að tæknileg bilun hafi komið upp á rafmagnstengingu milli Frakklands og Spánar. „Allt í volli í Madríd“ Már Elíasson, Íslendingur sem býr skammt frá Torrevieja, sagði við fréttastofu að öllu hafi slegið út, og að óvissan hafi verið mikil í dag. „Það er náttúrulega allt lokað. Við fáum ekkert bensín. Það eru engar búðir, engir barir,“ sagði hann. Net- og símasamband hafi í dag verið stopult, og því erfitt að nálgast upplýsingar frá stjórnvöldum. „Í raun og veru verðum við bara að fylgjast með þeim fréttum einhvern veginn sjálf. Hvernig á þetta að berast? Það er allt í volli í Madríd,“ sagði Már. Blikkandi ljós Kristín Helga Gunnarsdóttir, leiðsögumaður með hóp Íslendinga í Bilbao, sagði að sér hafi brugðið þegar öllu sló út, en hún hafi talið að um eitthvað minni háttar hafi verið að ræða. „Við tókum eftir því að búðirnar lokuðu, starfsfólk verslana fór út á götu, posar voru auðvitað dauðir, lögreglan kom og fyllti öll gatnamót, götuvitar hættu að virka,“ sagði Kristín. Rafmagnsleysið þar varði í um klukkustund. „Svo erum við komin hérna út á völl og rétt áðan byrjuðu ljós að blikka og það slökknaði og kviknaði aftur. Nú veit ég ekki hvort völlurinn er að ganga á varaafli eða ekki.“ Spánn Portúgal Orkumál Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
„Það er löng nótt framundan. Við munum halda áfram að vinna að því að koma hlutum aftur í eðlilegt horf eins fljótt og mögulegt er,“ sagði Sanchez. Orkufyrirtæki í Portúgal hefur sagt að það gæti tekið viku að koma rafmagnsmálum aftur í hefðbundið ástand. Rafmagn byrjaði að slá út á Spáni og Portúgal upp úr hádegi að staðartíma í dag, og náðu truflanir um bæði löndin í heild. Orsakir rafmagnsleysisins liggja enn ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá ráðamönnum virðist ástæðan ekki vera tölvuárás. Orsakirnar eru þó til rannsóknar. BBC hefur eftir heimildarmanni að tæknileg bilun hafi komið upp á rafmagnstengingu milli Frakklands og Spánar. „Allt í volli í Madríd“ Már Elíasson, Íslendingur sem býr skammt frá Torrevieja, sagði við fréttastofu að öllu hafi slegið út, og að óvissan hafi verið mikil í dag. „Það er náttúrulega allt lokað. Við fáum ekkert bensín. Það eru engar búðir, engir barir,“ sagði hann. Net- og símasamband hafi í dag verið stopult, og því erfitt að nálgast upplýsingar frá stjórnvöldum. „Í raun og veru verðum við bara að fylgjast með þeim fréttum einhvern veginn sjálf. Hvernig á þetta að berast? Það er allt í volli í Madríd,“ sagði Már. Blikkandi ljós Kristín Helga Gunnarsdóttir, leiðsögumaður með hóp Íslendinga í Bilbao, sagði að sér hafi brugðið þegar öllu sló út, en hún hafi talið að um eitthvað minni háttar hafi verið að ræða. „Við tókum eftir því að búðirnar lokuðu, starfsfólk verslana fór út á götu, posar voru auðvitað dauðir, lögreglan kom og fyllti öll gatnamót, götuvitar hættu að virka,“ sagði Kristín. Rafmagnsleysið þar varði í um klukkustund. „Svo erum við komin hérna út á völl og rétt áðan byrjuðu ljós að blikka og það slökknaði og kviknaði aftur. Nú veit ég ekki hvort völlurinn er að ganga á varaafli eða ekki.“
Spánn Portúgal Orkumál Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira