Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2025 15:15 Recep Erdogan, forseti Tyrklands, er móðgunargjarn maður. Undir stjórn hans var sænskur blaðamaður hnepptur í fangelsi og ákærður. Getty/Anadolu Agency Tyrkneskur dómstóll dæmdi sænskan blaðamann í ellefu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að móðga Recep Erdogan, forseta landsins, í dag. Blaðamaðurinn á enn yfir höfði sér ákæru fyrir meint tengsl við hryðjuverksamtök. Joakim Medin, sænskur blaðamaður sem hefur fjallað um málefni Tyrklands um árabil, var handtekinn við komuna þangað þegar hann hugðist fjalla um mótmælabylgju gegn Erdogan í síðasta mánuði. Hann var ákærður fyrir að móðga forsetann og tengsl við kúrdískan hóp sem Tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Dómurinn sem Medin hlaut í dag er skilorðsbundinn. Sænska ríkisútvarpið segir að ákæran sem hann á enn yfir höfði sér um meint tengsl við hryðjuverkasamtök sé mun alvarlegri. Það gæti tekið einhverja mánuði að fá botn í það mál. Sönnunargögnin sem voru notuð til þess að sakfella Medin í dag voru meðal annars blaðagrein sem hann skrifaði um mótmæli í Svíþjóð árið 2023 og mynd af þeim sem hann deildi á samfélagsmiðli. Þar sást meðal annars brúða í líki Erdogan sem mótmælendur hengdu upp við ráðhúsið í Stokkhólmi. Í hryðjuverkaákærunni byggir ákæruvaldið einnig á blaðagreinum Medin um Verkamannaflokk Kúrdistan (PKK) og bók sem hann skrifaði um samtökin. Saka saksóknarar blaðamanninn um að dreifa áróðri flokksins. Lögmenn Medin segja ákæruna byggða á sandi og eiga sér pólitískar rætur. Tyrknesk stjórnvöld töfðu aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu, meðal annars vegna þess að sænsk stjórnvöld gengust ekki við kröfum þeirra um að beita sér gegn kúrdískum hópum í Svíþjóð. Tyrkland Svíþjóð Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Joakim Medin, sænskur blaðamaður sem hefur fjallað um málefni Tyrklands um árabil, var handtekinn við komuna þangað þegar hann hugðist fjalla um mótmælabylgju gegn Erdogan í síðasta mánuði. Hann var ákærður fyrir að móðga forsetann og tengsl við kúrdískan hóp sem Tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Dómurinn sem Medin hlaut í dag er skilorðsbundinn. Sænska ríkisútvarpið segir að ákæran sem hann á enn yfir höfði sér um meint tengsl við hryðjuverkasamtök sé mun alvarlegri. Það gæti tekið einhverja mánuði að fá botn í það mál. Sönnunargögnin sem voru notuð til þess að sakfella Medin í dag voru meðal annars blaðagrein sem hann skrifaði um mótmæli í Svíþjóð árið 2023 og mynd af þeim sem hann deildi á samfélagsmiðli. Þar sást meðal annars brúða í líki Erdogan sem mótmælendur hengdu upp við ráðhúsið í Stokkhólmi. Í hryðjuverkaákærunni byggir ákæruvaldið einnig á blaðagreinum Medin um Verkamannaflokk Kúrdistan (PKK) og bók sem hann skrifaði um samtökin. Saka saksóknarar blaðamanninn um að dreifa áróðri flokksins. Lögmenn Medin segja ákæruna byggða á sandi og eiga sér pólitískar rætur. Tyrknesk stjórnvöld töfðu aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu, meðal annars vegna þess að sænsk stjórnvöld gengust ekki við kröfum þeirra um að beita sér gegn kúrdískum hópum í Svíþjóð.
Tyrkland Svíþjóð Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira