„Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2025 13:00 Lamine Yamal skömmu áður en hann skoraði stórkostlegt mark og minnkaði muninn í 1-2 fyrir Barcelona gegn Inter. getty/Joan Valls Spænska ungstirnið Lamine Yamal er á allra vörum eftir magnaða frammistöðu í 3-3 jafntefli Barcelona og Inter í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Knattspyrnustjóri Inter segir að leikmenn eins og Yamal komi ekki fram nema á hálfrar aldar fresti. Yamal skoraði stórkostlegt mark í leiknum í Barcelona í gær og varnarmenn Inter, sem hafði aðeins fengið á sig fimm mörk í Meistaradeildinni fyrir leikinn, réðu ekkert við hann. Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára lék Yamal sinn hundraðasta leik fyrir aðallið Barcelona í gær. Hann hefur skorað 22 mörk í þessum hundrað leikjum. Til samanburðar hafði Lionel Messi skorað eitt mark í níu leikjum þegar hann var sautján ára og Cristiano Ronaldo fimm mörk í nítján leikjum á sama aldri. Simone Inzaghi, stjóri Inter, hrósaði Yamal í hástert eftir leikinn í gær og viðurkenndi vanmátt ítalska liðsins þegar kom að því að reyna að stöðva strákinn. „Lamine er hæfileikamaður sem kemur einu sinni fram á fimmtíu ára fresti og að sjá hann í návígi hreif mig,“ sagði Inzaghi. „Hann olli okkur miklum vandræðum því við áttum að tvöfalda á hann en það dugði ekki til.“ Hansi Flick, stjóri Barcelona, kvaðst ánægður að vera með Yamal innan sinna raða. „Hann er einstakur. Hann er snillingur. Hann stígur fram í stóru leikjunum. Ef svona leikmenn koma fram á fimmtíu ára fresti eins og Simone sagði er ég ánægður að það sé fyrir Barcelona,“ sagði Flick. Yamal er yngsti leikmaðurinn sem hefur skorað í undanúrslitum Meistaradeildarinnar (sautján ára og 291 dags gamall) en hann bætti met Kylians Mbappé sem var átján ára og 140 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Monaco gegn Juventus 2017. Inter og Barcelona mætast öðru sinni á San Siro á þriðjudaginn. Sigurvegarinn mætir annað hvort Paris Saint-Germain eða Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Allianz Arena í München 31. maí. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Staðan er 3-3 eftir hreint ótrúlegan fyrri leik Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, á Camp Nou í kvöld. 30. apríl 2025 18:30 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Sjá meira
Yamal skoraði stórkostlegt mark í leiknum í Barcelona í gær og varnarmenn Inter, sem hafði aðeins fengið á sig fimm mörk í Meistaradeildinni fyrir leikinn, réðu ekkert við hann. Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára lék Yamal sinn hundraðasta leik fyrir aðallið Barcelona í gær. Hann hefur skorað 22 mörk í þessum hundrað leikjum. Til samanburðar hafði Lionel Messi skorað eitt mark í níu leikjum þegar hann var sautján ára og Cristiano Ronaldo fimm mörk í nítján leikjum á sama aldri. Simone Inzaghi, stjóri Inter, hrósaði Yamal í hástert eftir leikinn í gær og viðurkenndi vanmátt ítalska liðsins þegar kom að því að reyna að stöðva strákinn. „Lamine er hæfileikamaður sem kemur einu sinni fram á fimmtíu ára fresti og að sjá hann í návígi hreif mig,“ sagði Inzaghi. „Hann olli okkur miklum vandræðum því við áttum að tvöfalda á hann en það dugði ekki til.“ Hansi Flick, stjóri Barcelona, kvaðst ánægður að vera með Yamal innan sinna raða. „Hann er einstakur. Hann er snillingur. Hann stígur fram í stóru leikjunum. Ef svona leikmenn koma fram á fimmtíu ára fresti eins og Simone sagði er ég ánægður að það sé fyrir Barcelona,“ sagði Flick. Yamal er yngsti leikmaðurinn sem hefur skorað í undanúrslitum Meistaradeildarinnar (sautján ára og 291 dags gamall) en hann bætti met Kylians Mbappé sem var átján ára og 140 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Monaco gegn Juventus 2017. Inter og Barcelona mætast öðru sinni á San Siro á þriðjudaginn. Sigurvegarinn mætir annað hvort Paris Saint-Germain eða Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Allianz Arena í München 31. maí.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Staðan er 3-3 eftir hreint ótrúlegan fyrri leik Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, á Camp Nou í kvöld. 30. apríl 2025 18:30 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Sjá meira
Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Staðan er 3-3 eftir hreint ótrúlegan fyrri leik Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, á Camp Nou í kvöld. 30. apríl 2025 18:30