Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2025 12:02 Erika Nótt Einarsdóttir mætir til leiks á Icebox 13. júní og mætir að öllum líkindum erlendum andstæðingi. icebox Icebox verður haldið í áttunda sinn þann 13. júní næstkomandi. Venju samkvæmt fer hnefaleikakvöldið fram í Kaplakrika og skipuleggjandi þess að það verði stærra og flottara en nokkru sinni fyrr. Erlendir keppendur mæta til leiks að þessu sinni. Davíð Rúnar Bjarnason er í óðaönn að skipuleggja Icebox þessa dagana, finna keppendur og setja saman þennan stóra viðburð. Eins og síðast verða átta bardagar á dagskrá. „Ég er alltaf að gefa í og er að flytja inn Svía núna og mögulega kemur ein stelpa frá öðru landi. Ég er að vinna þetta með landsliðsþjálfara Svíþjóðar og þetta verða hörkubardagar. Það eru aðilar í Svíþjóð sem hafa verið að keppa á Ólympíuleikum þannig að við reynum finna keppendur sem eru nálægt okkar til að búa til jafna bardaga. Þrír sænskir keppendur eru staðfestir og vonandi fjórir,“ sagði Davíð í samtali við Vísi. Fínt að prófa þá Sem fyrr sagði er hann enn að leggja lokahönd á dagskrána og ekki eru allir bardagar kvöldsins staðfestir. „Nóel Freyr Ragnarsson og Viktor Zoega eru staðfestir. Sá síðarnefndi hefur einu sinni orðið Icebox-meistari og þeir Nóel hafa mæst nokkrum sinnum. Viðureignir þeirra hafa verið rosalega spennandi. Þeir mæta sitt hvorum Svíanum. Við ákváðum það í staðinn fyrir að láta þá mætast enn einu sinni. Það er fínt að fá erlenda mótherja og prófa þá,“ sagði Davíð. Átta bardagar verða á dagskrá á Icebox.icebox „Elmar Gauti Halldórsson mætir Svía og það er vonandi neglt. Svo á ég eftir að fá endanlega staðfestingu frá Hafþóri Magnússyni sem hefur orðið Icebox meistari.“ Er að verða stjarna Davíð leitar einnig að erlendum mótherja fyrir Eriku Nótt Einarsdóttur. „Hún hefur vakið rosalega mikla athygli á netinu og er áberandi á samfélagsmiðlum. Svo er hún búin að æfa úti um allan heim og keppa mikið þannig að hún er komin á þann stað að fólk vill sjá meira af henni. Ég hef alltaf sagt að hún verði stjarna og hún er að verða það,“ sagði Davíð. View this post on Instagram A post shared by Erika Nott (@erika_night) Mikið verður lagt upp úr að hafa sýninguna á Icebox sem stærsta og sem fyrr verða flott skemmtiatriði. „Ég segi aldrei hver það er fyrr en rétt áður en ég hef bara verið með stórstjörnur í því og þannig verður það áfram,“ sagði Davíð. Hægt að kaupa stakan viðburð Icebox verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Áskrifendur geta því notið bardagakvöldsins en einnig verður boðið upp á að kaupa aðgang að Icebox sem stökum viðburði (e. Pay-per-view). „Þetta er í fyrsta sinn sem box á Íslandi verður í Pay-per-view. Við erum með erlenda keppendur og það býður upp á að útlendingar geti horft á þetta,“ sagði Davíð. Davíð Rúnar Bjarnason hefur í nægu að snúast þessa dagana.icebox „Ég er að horfa á möguleikann á að fleiri sjái box. Það er fólk sem er ekki með áskrift en vill geta séð þetta. Það er geggjað að geta keypt stakan viðburð. Það hefur síðan verið ótrúlega mikill áhugi erlendis frá. Það eru margir sem hafa spurt um Icebox og leitað til mín með að koma með það erlendis og koma hingað til lands að taka þátt. Ég vil bara að fleiri geti horft á box og færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið.“ Áttunda Icebox bardagakvöldið fer fram 13. júní og verður sýnt beint á Stöð 2 Sport. Box Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Sjá meira
Davíð Rúnar Bjarnason er í óðaönn að skipuleggja Icebox þessa dagana, finna keppendur og setja saman þennan stóra viðburð. Eins og síðast verða átta bardagar á dagskrá. „Ég er alltaf að gefa í og er að flytja inn Svía núna og mögulega kemur ein stelpa frá öðru landi. Ég er að vinna þetta með landsliðsþjálfara Svíþjóðar og þetta verða hörkubardagar. Það eru aðilar í Svíþjóð sem hafa verið að keppa á Ólympíuleikum þannig að við reynum finna keppendur sem eru nálægt okkar til að búa til jafna bardaga. Þrír sænskir keppendur eru staðfestir og vonandi fjórir,“ sagði Davíð í samtali við Vísi. Fínt að prófa þá Sem fyrr sagði er hann enn að leggja lokahönd á dagskrána og ekki eru allir bardagar kvöldsins staðfestir. „Nóel Freyr Ragnarsson og Viktor Zoega eru staðfestir. Sá síðarnefndi hefur einu sinni orðið Icebox-meistari og þeir Nóel hafa mæst nokkrum sinnum. Viðureignir þeirra hafa verið rosalega spennandi. Þeir mæta sitt hvorum Svíanum. Við ákváðum það í staðinn fyrir að láta þá mætast enn einu sinni. Það er fínt að fá erlenda mótherja og prófa þá,“ sagði Davíð. Átta bardagar verða á dagskrá á Icebox.icebox „Elmar Gauti Halldórsson mætir Svía og það er vonandi neglt. Svo á ég eftir að fá endanlega staðfestingu frá Hafþóri Magnússyni sem hefur orðið Icebox meistari.“ Er að verða stjarna Davíð leitar einnig að erlendum mótherja fyrir Eriku Nótt Einarsdóttur. „Hún hefur vakið rosalega mikla athygli á netinu og er áberandi á samfélagsmiðlum. Svo er hún búin að æfa úti um allan heim og keppa mikið þannig að hún er komin á þann stað að fólk vill sjá meira af henni. Ég hef alltaf sagt að hún verði stjarna og hún er að verða það,“ sagði Davíð. View this post on Instagram A post shared by Erika Nott (@erika_night) Mikið verður lagt upp úr að hafa sýninguna á Icebox sem stærsta og sem fyrr verða flott skemmtiatriði. „Ég segi aldrei hver það er fyrr en rétt áður en ég hef bara verið með stórstjörnur í því og þannig verður það áfram,“ sagði Davíð. Hægt að kaupa stakan viðburð Icebox verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Áskrifendur geta því notið bardagakvöldsins en einnig verður boðið upp á að kaupa aðgang að Icebox sem stökum viðburði (e. Pay-per-view). „Þetta er í fyrsta sinn sem box á Íslandi verður í Pay-per-view. Við erum með erlenda keppendur og það býður upp á að útlendingar geti horft á þetta,“ sagði Davíð. Davíð Rúnar Bjarnason hefur í nægu að snúast þessa dagana.icebox „Ég er að horfa á möguleikann á að fleiri sjái box. Það er fólk sem er ekki með áskrift en vill geta séð þetta. Það er geggjað að geta keypt stakan viðburð. Það hefur síðan verið ótrúlega mikill áhugi erlendis frá. Það eru margir sem hafa spurt um Icebox og leitað til mín með að koma með það erlendis og koma hingað til lands að taka þátt. Ég vil bara að fleiri geti horft á box og færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið.“ Áttunda Icebox bardagakvöldið fer fram 13. júní og verður sýnt beint á Stöð 2 Sport.
Box Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Sjá meira