„Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2025 14:44 Kári Stefánsson vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, hann var rekinn á staðnum og fyrirvaralaust. vísir/vilhelm Mikla athygli vakti í morgun þegar Amgen, eigandi Íslenskrar erfðagreiningar sendi óvænt frá sér tilkynningu um forstjóraskipti. Kári Stefánsson segir að hann hafi verið rekinn fyrirvaralaust. Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem taka við stjórn fyrirtækisins, þau munu leiða í sameiningu starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar á Íslandi. Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri, segist hafa verið rekinn. „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust,“ segir Kári í stuttu svari til Vísis. Hann er staddur í Bandaríkjunum og getur ekki tjáð sig að neinu viti, sagði að það muni hann gera eftir helgi. En vildi þó segja þetta. Þetta eru nú meiru fantarnir og fúlmennin? „Kannski ekki, kannski eru þetta bara menn sem vita hvað þeir vilja,“ sagði Kári þá. Elissa Snook, yfirmaður samskiptamála hjá Amgen, bauð fréttamanni að senda sér skriflega fyrirspurn vegna málsins og svör hennar voru eftirfarandi: „Fyrirtækið tók stefnumótandi ákvörðun um að skipta um forystu hjá deCODE genetics til að samræma betur við alþjóðlega rannsóknar- og þróunarstarfsemi okkar. Þessi ákvörðun endurspeglar skuldbindingu okkar til að viðhalda alþjóðlegri forystu deCODE í erfðarannsóknum og tryggja áframhaldandi þróun þess til að mæta vísindalegum áskorunum. Við erum þakklát fyrir framlag Dr. Stefánssonar og fullviss um að sú undirstaða sem hann byggði muni gera kleift að halda áfram nýsköpun og hafa jákvæð áhrif fyrir sjúklinga.“ Kári tjáði sig um starfsánægju sína í áramótaviðtali við Morgunblaðið á gamlársdag. „Nei, ég er margoft búinn að segja vinum mínum í Ameríku I’m not going to retire, I’m going to die. Ég get ekki ímyndað mér neitt skemmtilegra en það sem ég er að fást við. Ég er að vinna með ævintýralegu gáfuðu, hæfileikamiklu og sniðugu fólki af alls konar gerðum og stærðum,“ sagði Kári í áramótaviðtali við Morgunblaðið. Íslensk erfðagreining Vistaskipti Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem taka við stjórn fyrirtækisins, þau munu leiða í sameiningu starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar á Íslandi. Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri, segist hafa verið rekinn. „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust,“ segir Kári í stuttu svari til Vísis. Hann er staddur í Bandaríkjunum og getur ekki tjáð sig að neinu viti, sagði að það muni hann gera eftir helgi. En vildi þó segja þetta. Þetta eru nú meiru fantarnir og fúlmennin? „Kannski ekki, kannski eru þetta bara menn sem vita hvað þeir vilja,“ sagði Kári þá. Elissa Snook, yfirmaður samskiptamála hjá Amgen, bauð fréttamanni að senda sér skriflega fyrirspurn vegna málsins og svör hennar voru eftirfarandi: „Fyrirtækið tók stefnumótandi ákvörðun um að skipta um forystu hjá deCODE genetics til að samræma betur við alþjóðlega rannsóknar- og þróunarstarfsemi okkar. Þessi ákvörðun endurspeglar skuldbindingu okkar til að viðhalda alþjóðlegri forystu deCODE í erfðarannsóknum og tryggja áframhaldandi þróun þess til að mæta vísindalegum áskorunum. Við erum þakklát fyrir framlag Dr. Stefánssonar og fullviss um að sú undirstaða sem hann byggði muni gera kleift að halda áfram nýsköpun og hafa jákvæð áhrif fyrir sjúklinga.“ Kári tjáði sig um starfsánægju sína í áramótaviðtali við Morgunblaðið á gamlársdag. „Nei, ég er margoft búinn að segja vinum mínum í Ameríku I’m not going to retire, I’m going to die. Ég get ekki ímyndað mér neitt skemmtilegra en það sem ég er að fást við. Ég er að vinna með ævintýralegu gáfuðu, hæfileikamiklu og sniðugu fólki af alls konar gerðum og stærðum,“ sagði Kári í áramótaviðtali við Morgunblaðið.
Íslensk erfðagreining Vistaskipti Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira