„Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Ágúst Orri Arnarson og Valur Páll Eiríksson skrifa 4. maí 2025 08:02 Formaður og varaformaður HSÍ taka í hönd Þóris þegar ráðningin var tilkynnt í gær. HSÍ HSÍ tilkynnti í gær um ráðningu Þóris Hergeirssonar til sambandsins sem ráðgjafa í afreksmálum. Hann verður í 30 prósent starfi en kveðst munu beita sér 100 prósent. Þá er hann stoltur af því að geta skilað af sér til íslensks handbolta. „Ég er enginn galdrakarl, ég er bara Selfyssingur og hef gaman að því að vinna, er vinnusamur“ sagði Þórir á blaðamannafundi HSÍ í gær þar sem tilkynnt var um ráðningu hans. Þórir verður sérstakur ráðgjafi afreksmála hjá sambandinu. Fjallað var um ráðningu Þóris í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en heildarviðtalið við Þóri má finna neðst í fréttinni. Óhætt er að segja að ekki verði komið að tómum kofanum, enda sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar sem hefur unnið til 17 verðlauna á 20 stórmótum. En hvað heillaði við starfið sem hann tók við í gær? „Það sem er kannski mikilvægast er að þetta er Ísland, lítil þjóð en samt tiltölulega stór í handbolta. Spennandi, og svo er maður Íslendingur sem langar að láta gott af sér leiða. Ég ólst upp í handboltanum heima á Selfossi, fékk að vera með í því og þá er gaman að geta komið til baka. Þó það séu 39 ár síðan. Gefa eitthvað til baka.“ Talandi um að gefa til baka. Hvað hyggstu koma með að borðinu? „Ég kem hérna inn með mína reynslu úr þessum heimi, þrjátíu ár í kringum norska afreksstarfið. Verð einn af fjögurra manna teymi sem byrjar þetta, með Snorra Steini [Guðjónssyni, karlalandsliðsþjálfara], Arnari [Péturssyni, kvennalandsliðsþjálfara] og Jóni Gunnlaugi [Viggósson, íþróttastjóra]. Ég kem inn með mínar hugsanir og mína reynslu, síðan þarf að vinna vel saman.“ Þrjátíu = Hundrað Þórir var ráðinn í 30 prósent starf hjá HSÍ en mun gefa sig allan í það. „Það er mikilvægt að vera raunhæfur, þetta er þrjátíu prósent stöðugildi. En eins og maður veit úr þessum bransa, þá er mjög sniðugt að ráða fólk í hlutastarf. Því þú borgar þrjátíu en færð hundrað prósent. Ég er einfaldur að plata, af því ég brenn fyrir þessu. Ég er stoltur af því að koma aftur inn í íslenskan handbolta“ sagði Þórir að lokum í innslagi Sportpakkans en heildarviðtalið við hann má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við nýráðinn Þóri Hergeirsson HSÍ Landslið karla í handbolta Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
„Ég er enginn galdrakarl, ég er bara Selfyssingur og hef gaman að því að vinna, er vinnusamur“ sagði Þórir á blaðamannafundi HSÍ í gær þar sem tilkynnt var um ráðningu hans. Þórir verður sérstakur ráðgjafi afreksmála hjá sambandinu. Fjallað var um ráðningu Þóris í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en heildarviðtalið við Þóri má finna neðst í fréttinni. Óhætt er að segja að ekki verði komið að tómum kofanum, enda sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar sem hefur unnið til 17 verðlauna á 20 stórmótum. En hvað heillaði við starfið sem hann tók við í gær? „Það sem er kannski mikilvægast er að þetta er Ísland, lítil þjóð en samt tiltölulega stór í handbolta. Spennandi, og svo er maður Íslendingur sem langar að láta gott af sér leiða. Ég ólst upp í handboltanum heima á Selfossi, fékk að vera með í því og þá er gaman að geta komið til baka. Þó það séu 39 ár síðan. Gefa eitthvað til baka.“ Talandi um að gefa til baka. Hvað hyggstu koma með að borðinu? „Ég kem hérna inn með mína reynslu úr þessum heimi, þrjátíu ár í kringum norska afreksstarfið. Verð einn af fjögurra manna teymi sem byrjar þetta, með Snorra Steini [Guðjónssyni, karlalandsliðsþjálfara], Arnari [Péturssyni, kvennalandsliðsþjálfara] og Jóni Gunnlaugi [Viggósson, íþróttastjóra]. Ég kem inn með mínar hugsanir og mína reynslu, síðan þarf að vinna vel saman.“ Þrjátíu = Hundrað Þórir var ráðinn í 30 prósent starf hjá HSÍ en mun gefa sig allan í það. „Það er mikilvægt að vera raunhæfur, þetta er þrjátíu prósent stöðugildi. En eins og maður veit úr þessum bransa, þá er mjög sniðugt að ráða fólk í hlutastarf. Því þú borgar þrjátíu en færð hundrað prósent. Ég er einfaldur að plata, af því ég brenn fyrir þessu. Ég er stoltur af því að koma aftur inn í íslenskan handbolta“ sagði Þórir að lokum í innslagi Sportpakkans en heildarviðtalið við hann má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við nýráðinn Þóri Hergeirsson
HSÍ Landslið karla í handbolta Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira