„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2025 18:33 Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækja. Vísir/Ívar Fannar Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Ráðherra segir að í markaðshagkerfi þurfi menn bara að synda. Þýska fyrirtækið Heinemann mun á næstu vikum taka við rekstri fríhafnarinnar. Fyrirtækið var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar í fyrra. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, hefur lýst miklum áhyggjum og sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að á síðustu vikum hafi Heinemann sett sig í samband við íslenska birgja og krafði þá um að lækka verð verulega vilji þeir halda áfram að selja vörur sínar á flugvellinum. Ólafur segir Heinemann ekki ætla að lækka verð til neytenda, Heinemann viji auka eigin framlegð. „Það ríkir samkeppni um aðgengi að hillunum þarna og það er ekkert óeðlilegt að menn finni fyrir slíkri samkeppni,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Einhver verði að hafa yfirumsjón með rekstrinum Markmiðið með útboðinu hafi verið að ábati Isavia af rekstrinum yrði meiri og vöruverð yrði hagkvæmara fyrir neytendur. Heinemann hafi verið tilbúið til reka fríhöfnina með meiri ábata en aðrir. Ekkert sé athugavert við þrýstinginn. „Ég hef trú á því að íslensk fyrirtæki beiti sömu nálgun þar sem þau eru í nálgun þar sem þau eru í aðstöðu til að ýta á lægra vöruverð. Hvort sem það eru storir aðilar á smásölumarkaði fyrir matvöru eða annars staðar. Við getum auðvitað almennt sagt að við vildum ekki að það væri einokun en einhver verður að hafa yfirumsjón með rekstrinum þarna.“ Mörg smærri fyrirtæki hafa miklar áhyggjur, þar sem fríhöfnin er stærsti markaður þeirra. Má þar nefna lítil brugghús og listamenn. Daði segir það þannig í öllum rekstri, sama hversu stór hann er, að til verði að vera neytendur sem vilji kaupa vöruna. „Það er ekki hlutverk íslenska ríkisins að skekkja samkeppnismarkað til að tryggja rekstrargrundvöll. Hér erum við fyrst og fremst með markaðshagkerfi. Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Tengdar fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06 Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Þýska fyrirtækið Heinemann mun á næstu vikum taka við rekstri fríhafnarinnar. Fyrirtækið var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar í fyrra. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, hefur lýst miklum áhyggjum og sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að á síðustu vikum hafi Heinemann sett sig í samband við íslenska birgja og krafði þá um að lækka verð verulega vilji þeir halda áfram að selja vörur sínar á flugvellinum. Ólafur segir Heinemann ekki ætla að lækka verð til neytenda, Heinemann viji auka eigin framlegð. „Það ríkir samkeppni um aðgengi að hillunum þarna og það er ekkert óeðlilegt að menn finni fyrir slíkri samkeppni,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Einhver verði að hafa yfirumsjón með rekstrinum Markmiðið með útboðinu hafi verið að ábati Isavia af rekstrinum yrði meiri og vöruverð yrði hagkvæmara fyrir neytendur. Heinemann hafi verið tilbúið til reka fríhöfnina með meiri ábata en aðrir. Ekkert sé athugavert við þrýstinginn. „Ég hef trú á því að íslensk fyrirtæki beiti sömu nálgun þar sem þau eru í nálgun þar sem þau eru í aðstöðu til að ýta á lægra vöruverð. Hvort sem það eru storir aðilar á smásölumarkaði fyrir matvöru eða annars staðar. Við getum auðvitað almennt sagt að við vildum ekki að það væri einokun en einhver verður að hafa yfirumsjón með rekstrinum þarna.“ Mörg smærri fyrirtæki hafa miklar áhyggjur, þar sem fríhöfnin er stærsti markaður þeirra. Má þar nefna lítil brugghús og listamenn. Daði segir það þannig í öllum rekstri, sama hversu stór hann er, að til verði að vera neytendur sem vilji kaupa vöruna. „Það er ekki hlutverk íslenska ríkisins að skekkja samkeppnismarkað til að tryggja rekstrargrundvöll. Hér erum við fyrst og fremst með markaðshagkerfi. Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Tengdar fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06 Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
„Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06
Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00
Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur