„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2025 18:33 Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækja. Vísir/Ívar Fannar Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Ráðherra segir að í markaðshagkerfi þurfi menn bara að synda. Þýska fyrirtækið Heinemann mun á næstu vikum taka við rekstri fríhafnarinnar. Fyrirtækið var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar í fyrra. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, hefur lýst miklum áhyggjum og sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að á síðustu vikum hafi Heinemann sett sig í samband við íslenska birgja og krafði þá um að lækka verð verulega vilji þeir halda áfram að selja vörur sínar á flugvellinum. Ólafur segir Heinemann ekki ætla að lækka verð til neytenda, Heinemann viji auka eigin framlegð. „Það ríkir samkeppni um aðgengi að hillunum þarna og það er ekkert óeðlilegt að menn finni fyrir slíkri samkeppni,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Einhver verði að hafa yfirumsjón með rekstrinum Markmiðið með útboðinu hafi verið að ábati Isavia af rekstrinum yrði meiri og vöruverð yrði hagkvæmara fyrir neytendur. Heinemann hafi verið tilbúið til reka fríhöfnina með meiri ábata en aðrir. Ekkert sé athugavert við þrýstinginn. „Ég hef trú á því að íslensk fyrirtæki beiti sömu nálgun þar sem þau eru í nálgun þar sem þau eru í aðstöðu til að ýta á lægra vöruverð. Hvort sem það eru storir aðilar á smásölumarkaði fyrir matvöru eða annars staðar. Við getum auðvitað almennt sagt að við vildum ekki að það væri einokun en einhver verður að hafa yfirumsjón með rekstrinum þarna.“ Mörg smærri fyrirtæki hafa miklar áhyggjur, þar sem fríhöfnin er stærsti markaður þeirra. Má þar nefna lítil brugghús og listamenn. Daði segir það þannig í öllum rekstri, sama hversu stór hann er, að til verði að vera neytendur sem vilji kaupa vöruna. „Það er ekki hlutverk íslenska ríkisins að skekkja samkeppnismarkað til að tryggja rekstrargrundvöll. Hér erum við fyrst og fremst með markaðshagkerfi. Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Tengdar fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06 Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Þýska fyrirtækið Heinemann mun á næstu vikum taka við rekstri fríhafnarinnar. Fyrirtækið var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar í fyrra. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, hefur lýst miklum áhyggjum og sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að á síðustu vikum hafi Heinemann sett sig í samband við íslenska birgja og krafði þá um að lækka verð verulega vilji þeir halda áfram að selja vörur sínar á flugvellinum. Ólafur segir Heinemann ekki ætla að lækka verð til neytenda, Heinemann viji auka eigin framlegð. „Það ríkir samkeppni um aðgengi að hillunum þarna og það er ekkert óeðlilegt að menn finni fyrir slíkri samkeppni,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Einhver verði að hafa yfirumsjón með rekstrinum Markmiðið með útboðinu hafi verið að ábati Isavia af rekstrinum yrði meiri og vöruverð yrði hagkvæmara fyrir neytendur. Heinemann hafi verið tilbúið til reka fríhöfnina með meiri ábata en aðrir. Ekkert sé athugavert við þrýstinginn. „Ég hef trú á því að íslensk fyrirtæki beiti sömu nálgun þar sem þau eru í nálgun þar sem þau eru í aðstöðu til að ýta á lægra vöruverð. Hvort sem það eru storir aðilar á smásölumarkaði fyrir matvöru eða annars staðar. Við getum auðvitað almennt sagt að við vildum ekki að það væri einokun en einhver verður að hafa yfirumsjón með rekstrinum þarna.“ Mörg smærri fyrirtæki hafa miklar áhyggjur, þar sem fríhöfnin er stærsti markaður þeirra. Má þar nefna lítil brugghús og listamenn. Daði segir það þannig í öllum rekstri, sama hversu stór hann er, að til verði að vera neytendur sem vilji kaupa vöruna. „Það er ekki hlutverk íslenska ríkisins að skekkja samkeppnismarkað til að tryggja rekstrargrundvöll. Hér erum við fyrst og fremst með markaðshagkerfi. Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Tengdar fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06 Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
„Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06
Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00
Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30