Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2025 10:00 Þróttarar fagna marki Freyju Karínar Þorvarðardóttur gegn Stólunum. vísir/guðmundur þórlaugarson Þrjú lið eru efst og jöfn í Bestu deild kvenna í fótbolta. Ellefu mörk voru skoruð þegar 4. umferðin fór fram í gær. Breiðablik hélt áfram að raða inn mörkum en liðið vann 4-0 sigur á Víkingi á Kópavogsvelli. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Íslandsmeistarana og Heiða Ragney Viðarsdóttir og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir sitt hvort markið. Blikar hafa skorað nítján mörk í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og eru á toppnum með tíu stig. FH og Þróttur eru einnig með tíu stig en þau unnu bæði í gær. FH fór í góða ferð til Akureyrar og vann 0-3 sigur á Þór/KA í Boganum. Valgerður Ósk Valsdóttir, Berglind Freyja Hlynsdóttir og Elísa Lana Sigurjónsdóttir skoruðu mörk FH-inga. Akureyringar hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum með markatölunni 0-6. Aðeins eitt mark var skorað þegar Þróttur fékk Tindastól í heimsókn. Það gerði Freyja Karín Þorvarðardóttir strax á upphafsmínútu leiksins. Þróttarar eru sem fyrr sagði með tíu stig en Stólarnir hafa tapað þremur leikjum í röð og eru með þrjú stig. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með markatölunni 3-12 hefur Stjarnan nú unnið tvo leiki í röð. Í gær sigruðu Stjörnukonur Valskonur í Garðabænum, 1-0. Jakobína Hjörvarsdóttir skoraði markið. Þá vann Fram FHL í nýliðaslagnum, 2-0. Þetta var fyrsti sigur Framara í efstu deild síðan 1988. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir og Alda Ólafsdóttir skoruðu mörk Fram snemma leiks. Framarar fengu þar með sín fyrstu stig í deildinni en Austfirðingar eru stigalausir á botninum. Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Stjarnan vann 1-0 baráttusigur gegn Val í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Valskonur voru taplausar fyrir leik og höfðu ekki fengið á sig mark, en Jakobína Hjörvarsdóttir breytti því. 3. maí 2025 19:00 Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Þróttur tók á móti Tindastóli og vann 1-0 í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði eina mark leiksins á fyrstu mínútu. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Breiðabliks og FH í efstu sætum deildarinnar, taplaus með tíu stig. Tindastóll hefur tapað síðustu þremur leikjum eftir sigur í fyrstu umferðinni. 3. maí 2025 16:17 „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Stjarnan sigraði Val í dag 1-0 í 4. umferð Bestu deild kvenna. Leikurinn var tíðindalítill en Stjarnan skoraði sigurmarkið með skalla úr föstu leikatriði og það reyndist nóg til þess að sækja stigin þrjú. Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari liðsins var ánægður með úrslitin eftir leik. 3. maí 2025 19:34 Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Breiðablik vann 4-0 sigur gegn Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Veðrið lék hreinlega við leikmenn Breiðabliks sem skoruðu fjögur mörk í leiknum. Blikar á toppi deildarinnar eins og er með tíu stig. 3. maí 2025 15:50 Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Fram innbyrti sín fyrstu stig þegar liðið bar sigurorð af FHL með tveimur mörkum gegn engu í nýliðaslag sínum við FHL í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Liðin voru stigalaus fyrir leikinn í dag á botni deildarinnar. 3. maí 2025 15:53 FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum FH gerði góða ferð til Akureyrar og vann Þór/KA, 0-3, í Boganum í 4. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Með sigrinum jöfnuðu FH-ingar Íslandsmeistara Blika að stigum á toppi deildarinnar. 3. maí 2025 16:40 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Breiðablik hélt áfram að raða inn mörkum en liðið vann 4-0 sigur á Víkingi á Kópavogsvelli. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Íslandsmeistarana og Heiða Ragney Viðarsdóttir og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir sitt hvort markið. Blikar hafa skorað nítján mörk í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og eru á toppnum með tíu stig. FH og Þróttur eru einnig með tíu stig en þau unnu bæði í gær. FH fór í góða ferð til Akureyrar og vann 0-3 sigur á Þór/KA í Boganum. Valgerður Ósk Valsdóttir, Berglind Freyja Hlynsdóttir og Elísa Lana Sigurjónsdóttir skoruðu mörk FH-inga. Akureyringar hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum með markatölunni 0-6. Aðeins eitt mark var skorað þegar Þróttur fékk Tindastól í heimsókn. Það gerði Freyja Karín Þorvarðardóttir strax á upphafsmínútu leiksins. Þróttarar eru sem fyrr sagði með tíu stig en Stólarnir hafa tapað þremur leikjum í röð og eru með þrjú stig. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með markatölunni 3-12 hefur Stjarnan nú unnið tvo leiki í röð. Í gær sigruðu Stjörnukonur Valskonur í Garðabænum, 1-0. Jakobína Hjörvarsdóttir skoraði markið. Þá vann Fram FHL í nýliðaslagnum, 2-0. Þetta var fyrsti sigur Framara í efstu deild síðan 1988. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir og Alda Ólafsdóttir skoruðu mörk Fram snemma leiks. Framarar fengu þar með sín fyrstu stig í deildinni en Austfirðingar eru stigalausir á botninum. Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Stjarnan vann 1-0 baráttusigur gegn Val í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Valskonur voru taplausar fyrir leik og höfðu ekki fengið á sig mark, en Jakobína Hjörvarsdóttir breytti því. 3. maí 2025 19:00 Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Þróttur tók á móti Tindastóli og vann 1-0 í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði eina mark leiksins á fyrstu mínútu. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Breiðabliks og FH í efstu sætum deildarinnar, taplaus með tíu stig. Tindastóll hefur tapað síðustu þremur leikjum eftir sigur í fyrstu umferðinni. 3. maí 2025 16:17 „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Stjarnan sigraði Val í dag 1-0 í 4. umferð Bestu deild kvenna. Leikurinn var tíðindalítill en Stjarnan skoraði sigurmarkið með skalla úr föstu leikatriði og það reyndist nóg til þess að sækja stigin þrjú. Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari liðsins var ánægður með úrslitin eftir leik. 3. maí 2025 19:34 Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Breiðablik vann 4-0 sigur gegn Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Veðrið lék hreinlega við leikmenn Breiðabliks sem skoruðu fjögur mörk í leiknum. Blikar á toppi deildarinnar eins og er með tíu stig. 3. maí 2025 15:50 Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Fram innbyrti sín fyrstu stig þegar liðið bar sigurorð af FHL með tveimur mörkum gegn engu í nýliðaslag sínum við FHL í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Liðin voru stigalaus fyrir leikinn í dag á botni deildarinnar. 3. maí 2025 15:53 FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum FH gerði góða ferð til Akureyrar og vann Þór/KA, 0-3, í Boganum í 4. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Með sigrinum jöfnuðu FH-ingar Íslandsmeistara Blika að stigum á toppi deildarinnar. 3. maí 2025 16:40 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Stjarnan vann 1-0 baráttusigur gegn Val í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Valskonur voru taplausar fyrir leik og höfðu ekki fengið á sig mark, en Jakobína Hjörvarsdóttir breytti því. 3. maí 2025 19:00
Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Þróttur tók á móti Tindastóli og vann 1-0 í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði eina mark leiksins á fyrstu mínútu. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Breiðabliks og FH í efstu sætum deildarinnar, taplaus með tíu stig. Tindastóll hefur tapað síðustu þremur leikjum eftir sigur í fyrstu umferðinni. 3. maí 2025 16:17
„Við gátum ekki farið mikið neðar“ Stjarnan sigraði Val í dag 1-0 í 4. umferð Bestu deild kvenna. Leikurinn var tíðindalítill en Stjarnan skoraði sigurmarkið með skalla úr föstu leikatriði og það reyndist nóg til þess að sækja stigin þrjú. Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari liðsins var ánægður með úrslitin eftir leik. 3. maí 2025 19:34
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Breiðablik vann 4-0 sigur gegn Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Veðrið lék hreinlega við leikmenn Breiðabliks sem skoruðu fjögur mörk í leiknum. Blikar á toppi deildarinnar eins og er með tíu stig. 3. maí 2025 15:50
Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Fram innbyrti sín fyrstu stig þegar liðið bar sigurorð af FHL með tveimur mörkum gegn engu í nýliðaslag sínum við FHL í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Liðin voru stigalaus fyrir leikinn í dag á botni deildarinnar. 3. maí 2025 15:53
FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum FH gerði góða ferð til Akureyrar og vann Þór/KA, 0-3, í Boganum í 4. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Með sigrinum jöfnuðu FH-ingar Íslandsmeistara Blika að stigum á toppi deildarinnar. 3. maí 2025 16:40