Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2025 08:03 Freyr Alexandersson hefur verið að gera frábæra hluti með Brann eftir slæmt tap í fyrsta leik. Getty/Isosport Eftir slæmt tap í fyrsta leik og harkalegar fyrirsagnir í fjölmiðlum er þjálfarinn Freyr Alexandersson farinn að slá í gegn hjá íbúum Bergen og kominn með Brann á topp norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Brann vann 4-2 útisigur gegn Vålerenga um helgina, þar sem Eggert Aron Guðmundsson skoraði eitt markanna, og hefur Brann því unnið fimm leiki í röð eftir 3-0 skellinn gegn Fredrikstad í fyrstu umferð. Tap sem að virtist fá ýmsa til að efast um að Freyr hefði verið rétti maðurinn til að taka við af Eirik Horneland sem skilað hafði Brann í 2. sæti á síðustu tveimur leiktíðum. „Glæpsamlega illa undirbúnir“ og „óþekkjanlegir“ var á meðal þess sem norskir fjölmiðlamenn skrifuðu eftir fyrsta leik Freys. „Þetta var svolítið harkalegt og agressívt. Ég sagði þeim það líka,“ sagði Freyr við VG um helgina, varðandi gagnrýnina sem hann fékk í fyrstu. „Svona erum við ekki að fara að gera hlutina á löngu keppnistímabili. En þetta er þeirra vinna og þeir sinna henni eins og þeir vilja,“ bætti Freyr við. Áhuginn og umfjöllunin um lið Brann er mikil, eins og Freyr fékk strax að kynnast þegar hann kom fyrst til Bergen, og hefur núna einnig fengið að kynnast jákvæðu hliðinni á þessum mikla áhuga. „Ég er ástfanginn af Bergen og íbúum bæjarins. Það er bara hvernig fólkið hérna hagar sér. Hvernig þau hafa tekið á móti mér og okkur öllum. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Freyr. „Ég er himinlifandi með að hafa valið Bergen og að vinna fyrir Brann,“ bætti hann við. Anders Pamer hjá staðarmiðlinum Bergens Tidende bendir á að sambandið á milli Brann og Íslands hafi í gegnum tíðina verið mjög gott. „Hann er núna á meðal þeirra vinsælustu hjá okkur,“ sagði Pamer. Næsti deildarleikur Brann er sannkallaður stórleikur við Rosenborg á sunnudaginn. Eitt stig skilur liðin að og ljóst að Brann myndi senda skýr skilaboð með sigri. Freyr vill hins vegar ekki láta draga sig út í neinar umræður um titilvonirnar, svo snemma á leiktíðinni. „Það væri barnalegt fyrir þjálfara eða leikmenn að tala um gull í byrjun maímánaðar,“ sagði Freyr og bærti við: „Á sama tíma vil ég segja að ég elska að fólkið í Bergen sé að tala um gull, að „gullið eigi að koma heim“. En ég vona líka að fólk sýni því virðingu að við tökum bara einn leik fyrir í einu.“ Norski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Brann vann 4-2 útisigur gegn Vålerenga um helgina, þar sem Eggert Aron Guðmundsson skoraði eitt markanna, og hefur Brann því unnið fimm leiki í röð eftir 3-0 skellinn gegn Fredrikstad í fyrstu umferð. Tap sem að virtist fá ýmsa til að efast um að Freyr hefði verið rétti maðurinn til að taka við af Eirik Horneland sem skilað hafði Brann í 2. sæti á síðustu tveimur leiktíðum. „Glæpsamlega illa undirbúnir“ og „óþekkjanlegir“ var á meðal þess sem norskir fjölmiðlamenn skrifuðu eftir fyrsta leik Freys. „Þetta var svolítið harkalegt og agressívt. Ég sagði þeim það líka,“ sagði Freyr við VG um helgina, varðandi gagnrýnina sem hann fékk í fyrstu. „Svona erum við ekki að fara að gera hlutina á löngu keppnistímabili. En þetta er þeirra vinna og þeir sinna henni eins og þeir vilja,“ bætti Freyr við. Áhuginn og umfjöllunin um lið Brann er mikil, eins og Freyr fékk strax að kynnast þegar hann kom fyrst til Bergen, og hefur núna einnig fengið að kynnast jákvæðu hliðinni á þessum mikla áhuga. „Ég er ástfanginn af Bergen og íbúum bæjarins. Það er bara hvernig fólkið hérna hagar sér. Hvernig þau hafa tekið á móti mér og okkur öllum. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Freyr. „Ég er himinlifandi með að hafa valið Bergen og að vinna fyrir Brann,“ bætti hann við. Anders Pamer hjá staðarmiðlinum Bergens Tidende bendir á að sambandið á milli Brann og Íslands hafi í gegnum tíðina verið mjög gott. „Hann er núna á meðal þeirra vinsælustu hjá okkur,“ sagði Pamer. Næsti deildarleikur Brann er sannkallaður stórleikur við Rosenborg á sunnudaginn. Eitt stig skilur liðin að og ljóst að Brann myndi senda skýr skilaboð með sigri. Freyr vill hins vegar ekki láta draga sig út í neinar umræður um titilvonirnar, svo snemma á leiktíðinni. „Það væri barnalegt fyrir þjálfara eða leikmenn að tala um gull í byrjun maímánaðar,“ sagði Freyr og bærti við: „Á sama tíma vil ég segja að ég elska að fólkið í Bergen sé að tala um gull, að „gullið eigi að koma heim“. En ég vona líka að fólk sýni því virðingu að við tökum bara einn leik fyrir í einu.“
Norski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira