Ætla að hernema Gasaströndina Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 5. maí 2025 07:58 Ísraelskum skriðdreka ekið á Gasaströndinni. AP/Ariel Schalit Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu. Fregnir bárust af því í gær að öryggisráð Ísrael hefði samþykkt að fjölga skuli í herliði Ísraelsmanna og varaliðsmenn hafa verið kallaðir til þjónustu þar sem til stendur að auka enn á hernaðinn á Gasa svæðinu. Tugir þúsunda varaliðsmenn hafa verið kallaðir til herþjónustu vegna þessa. Ríkisstjórn landsins mun svo hafa samþykkt þessa áætlun í morgun, sem felur í sér hernám Gasastrandarinnar og að halda svæðinu um óákveðinn tíma. Öryggismálaráðherrann Ben Gvir sagði í útvarpsviðtali í gær að nauðsynlegt sé að herða sóknina til muna á Gasa. Í sama viðtali krafðist hann þess að herinn myndi gera sprengjuárásir á matarbirgðir íbúa Gasa og á rafstöðvar þeirra einnig. Um tveir mánuðir eru síðan Ísraelar stöðvuðu flutning neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina. Þangað berst nú ekki matur, eldsneyti eða lyf, svo eitthvað sé nefnt. Læknar og mannúðarsamtök vara við því að ástandið á svæðinu sé orðið gífurlega alvarlegt. Yfirmaður herafla Ísrael er sagður hafa varað við því að með auknum hernaði á Gasaströndinni gætu Hamas-liðar banað síðustu gíslunum sem þeir halda, eða þá að þeir gætu fallið í árásum Ísraela. Þessi aukni hernaður á að hefjast eftir heimsókn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til svæðisins í næstu viku. Stefna á árásir á Jemen Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela lofar því að herinn muni hefna fyrir eldflaugaárás Húta frá Jemen á helsta flugvöll Ísraels. Hann segir að Íran verði refsað einnig, enda standi yfirvöld þar í landi á bakvið árásirnar. Hútar hafa þegar lýst yfir ábyrgð á árásinni en skotflaug lenti í grennd við flugbraut á Ben Gurion flugvellinum og skildi eftir sig stóran sprengjugíg. Loftvarnarkerfi Ísraela, sem eru meðal þeirra háþróuðustu í heimi, gátu ekki skotið niður skotflaugina. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt til himins, upp í gufuhvolfið, og falla sprengjur þeirra svo til jarðar á miklum hraða. Flugumferð stöðvaðist um Ben Gurion völlinn í klukkustund í gær eftir árásina en mörg evrópsk og bandarísk flugfélög aflýstu sínum ferðum til og frá vellinum og ætla ekki að hefja flug á ný næstu daga. Leiðtogar Húta segjast ætla að gera fleiri árásir á ísraelska flugvelli, með því markmiði að loka lofthelgi Ísraels. Beindu þeir orðum sínum til forsvarsmanna alþjóðlegra flugvalla og sögðu að þeir þyrftu að taka þessar árásir í reikninginn þegar flugvélum væri flogið til Ísrael. Hútar hafa reglulega gert árásir á Ísrael frá því hernaður Ísraela á Gasaströndinni hófst í október 2023. Þeir hafa einni ítrekað gert árásir á her- og fraktskip á Rauðahafi og gera Bandaríkjamenn og Bretar nú umfangsmiklar loftárásir á Jemen til að stöðva þær árásir og opna svæðið fyrir skipaflutningum á nýjan leik. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til fregna af ríkisstjórnarfundi í Ísrael í morgun og samþykkt þess að hernema Gasaströndina. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Donald Trump Palestína Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Fregnir bárust af því í gær að öryggisráð Ísrael hefði samþykkt að fjölga skuli í herliði Ísraelsmanna og varaliðsmenn hafa verið kallaðir til þjónustu þar sem til stendur að auka enn á hernaðinn á Gasa svæðinu. Tugir þúsunda varaliðsmenn hafa verið kallaðir til herþjónustu vegna þessa. Ríkisstjórn landsins mun svo hafa samþykkt þessa áætlun í morgun, sem felur í sér hernám Gasastrandarinnar og að halda svæðinu um óákveðinn tíma. Öryggismálaráðherrann Ben Gvir sagði í útvarpsviðtali í gær að nauðsynlegt sé að herða sóknina til muna á Gasa. Í sama viðtali krafðist hann þess að herinn myndi gera sprengjuárásir á matarbirgðir íbúa Gasa og á rafstöðvar þeirra einnig. Um tveir mánuðir eru síðan Ísraelar stöðvuðu flutning neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina. Þangað berst nú ekki matur, eldsneyti eða lyf, svo eitthvað sé nefnt. Læknar og mannúðarsamtök vara við því að ástandið á svæðinu sé orðið gífurlega alvarlegt. Yfirmaður herafla Ísrael er sagður hafa varað við því að með auknum hernaði á Gasaströndinni gætu Hamas-liðar banað síðustu gíslunum sem þeir halda, eða þá að þeir gætu fallið í árásum Ísraela. Þessi aukni hernaður á að hefjast eftir heimsókn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til svæðisins í næstu viku. Stefna á árásir á Jemen Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela lofar því að herinn muni hefna fyrir eldflaugaárás Húta frá Jemen á helsta flugvöll Ísraels. Hann segir að Íran verði refsað einnig, enda standi yfirvöld þar í landi á bakvið árásirnar. Hútar hafa þegar lýst yfir ábyrgð á árásinni en skotflaug lenti í grennd við flugbraut á Ben Gurion flugvellinum og skildi eftir sig stóran sprengjugíg. Loftvarnarkerfi Ísraela, sem eru meðal þeirra háþróuðustu í heimi, gátu ekki skotið niður skotflaugina. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt til himins, upp í gufuhvolfið, og falla sprengjur þeirra svo til jarðar á miklum hraða. Flugumferð stöðvaðist um Ben Gurion völlinn í klukkustund í gær eftir árásina en mörg evrópsk og bandarísk flugfélög aflýstu sínum ferðum til og frá vellinum og ætla ekki að hefja flug á ný næstu daga. Leiðtogar Húta segjast ætla að gera fleiri árásir á ísraelska flugvelli, með því markmiði að loka lofthelgi Ísraels. Beindu þeir orðum sínum til forsvarsmanna alþjóðlegra flugvalla og sögðu að þeir þyrftu að taka þessar árásir í reikninginn þegar flugvélum væri flogið til Ísrael. Hútar hafa reglulega gert árásir á Ísrael frá því hernaður Ísraela á Gasaströndinni hófst í október 2023. Þeir hafa einni ítrekað gert árásir á her- og fraktskip á Rauðahafi og gera Bandaríkjamenn og Bretar nú umfangsmiklar loftárásir á Jemen til að stöðva þær árásir og opna svæðið fyrir skipaflutningum á nýjan leik. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til fregna af ríkisstjórnarfundi í Ísrael í morgun og samþykkt þess að hernema Gasaströndina.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Donald Trump Palestína Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent