D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar 6. maí 2025 09:02 Ég ber ábyrgð á að viðhalda mínu D-vítamín gildi í blóði í jafnvægi ekki aðeins fyrir beinheilsu heldur líka fyrir ónæmiskerfið. Ég fór í mína fyrstu D-vítamín mælingu fyrir stuttu og það kom mér á óvart hversu lág ég var miðað við að ég hef verið að taka 2000-4000 einingar af D-vítamín nokkuð reglulega. Ég ákvað að fara í blóðprufu og taka sama dag D-vítamín skyndipróf sem ég keypti í apóteki. Samkvæmt skyndiprófinu var ég í réttu viðmiðunargildi (sufficient) sem er 75 – 250 nmol/L (Mynd 1) og samkvæmt blóðprufu þá var ég rétt að ná yfir lægra gildið í skyndiprófinu með viðmiðunargildið 80 nmol/L. Mynd 1 Með aukinni þekkingu og rannsóknum undanfarin ár hefur komið í ljós að D-vítamín hefur mun flóknara og mikilvægara hlutverki að gegna en talið var í fyrstu. Því fannst mér mikilvægt að ítreka hversu mikilvægt það er að hver og einn sé meðvitaður um sín D-vítamín viðmiðunargildi, sérstaklega þeir sem eru að takast á við heilsuleysi. Við virðumst ekki fá nægjanlegt D-vítamín í gegnum húð eða fæðu, því D-vítamínskortur er algengur allsstaðar í heiminum en ekki aðeins á norðuhveli jarðar. Lífstíll skiptir máli Ég veit það er ýmislegt sem ég get gert sjálf til að efla mína heilsu. Ég veit að lífstill minn skiptir miklu máli, það er mín besta forvörn. Ef ég sest í bílstjórasætið og tek ábyrgð á minni heilsu þá er inntaka bætiefna/steinefna eitt af mörgum forvarnarleiðum til að viðhalda heilbrigði. Þau spila stóran þátt í að líkaminn viðhaldi jafnvægi, sérstaklega hvað varðar D-vítamín. Viðmiðunarmörk D-vítamins í blóði. Flest allir eru meðvitaðir um mikilvægi D-vítamíns fyrir beinheilsu en skiptar skoðanir hafa verið meðal fræðimanna um önnur mikilvæg hlutverk þess í líkamanum. Læknablaðið birti árið 2015 grein um D-vítamín, þar sem bent var á að styrkur D-vítamíns (25OHD) í blóði gæti tengst fjölda heilsufarsþátta. Ráðleggingar Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (European Food Safety Authority), sérfræðinefnd Institute of Medicine í Bandaríkjunum og fleiri stofnana byggja hinsvegar eingöngu, enn sem komið er, ráðleggingar sínar á áhrifum D-vítamíns á beinheilsu (50-150 nmol/L). Samkvæmt þeim þá hafa önnur heilsufarsleg áhrif D-vítamíns ekki enn verið nægilega staðfest, en væntanlega mætti búast við öðrum viðmiðunargildum innan tíðar, því unnið sé að fjölmörgum rannsóknum á þessu sviði. Bandarísku innkirtlasamtökin (Endocrine Society) eru einu samtökin, svo vitað sé, sem ákváðu að hækka lágmarksgildi D-vítamíns í 75 nmol/L. Þeir hafa lengi vitað af tengingu D-vítamíns við ónæmiskerfið í “in vitro” rannsóknum en áttu í erfiðleikum með að staðfesta það í flóknu líffærakerfi mannsins. Vísindavefur Háskóla Íslands bendir á í tengslum við D-vítamín og Covid-19 hversu mikilvægt það sé að vera með fullnægjandi gildi í blóði fyrir ónæmiskerfið til að geta tekið á móti margvíslegum sýkingum en benda jafnframt á að erfiðlega hafi gengið að staðfesta það í rannsóknum. Jafnframt er vakin athygli á að flest allir ráðlagðir dagskammtar séu einungis til að viðhalda fullnægjandi styrk í blóði, en ekki til að leiðrétta skort. Það ætti því að vera öllum ljóst að ef það á að hækka gildi D-vítamíns í blóði þá þarf að taka aukið magn af því í einhvern takmarkaðan tíma. Þetta er mjög mikilvægur punktur, að hver og einn nái að viðhalda jafnvægi á sínu gildi í blóði. Magnesíum mikilvægur þáttur í ferlinu Það hvernig líkaminn vinnur úr D-vítamíni er flókið ferli. Ég skil þetta þannig að við það að innbyrða D-vítamín um munn þarf lifrin og nýrun að vinna úr því áður en það breytist í virka efni Calciferol (1,25 dihydoxycholecalciferol) sem getur tekið langan tíma. Ef það er ekki nægjanlegt magn af magnesíum í líkamanum getur D-vitamínið ekki virkjast á áhrifaríkan hátt en magnesíum kemur við sögu í yfir 300 efnahvörfum í líkamanum. Magnesíum spilar því stóran þátt í að virkja D-vítamínhormónið Calciferol. Því gæti það verið svar fyrir einstaklinga sem ná ekki að viðhalda D-vítamíni í blóði, þrátt fyrir reglulega inntöku á D-vítamíni, að taka inn magnesium samhliða D-vítamíni. D-vítamín og ónæmiskerfið Michael Holick prófessor frá Bandaríkjunum sem hefur tileinkað líf sitt rannsóknum á D-vítamíni í yfir 50 ár, hefur ítrekað bent á tengingu þess við ónæmiskerfið og einnig að D-vítamín sé ólíkt öðrum vítamínum því allar frumur líkamans hafi D-vítamín viðtaka og vinnur D-vítamín því líkt og hormón. Rannsóknir hans voru að mestu meðal barnshafandi kvenna og fjölluðu um það að skortur á D-vitamíni í blóði gæti ýtt undir ýmis vandamál sem tengjast meðgöngu og fæðingu. Í Covid-19 byrjar vísindasamfélagið að veita rannsóknum hans og annarra rannsakenda á D-vítamíni meiri athygli þegar kemur í ljós að fjöldi einstaklinga á bráðamóttöku og gjörgæslu virtust hafa lágt D-vítamíngildi í blóði. Margir vísindamenn notuðu tækifærið og framkvæmdu rannsóknir þar sem gefið var aukið D-vítamín en sáu að það tók líkamann margar vikur að ná upp þessu virka efni Calcifediol í blóði. Spánn framkvæmdi sínar D-vítamín rannsóknir á annarskonar máta en önnur lönd því lyfjastofnun þar í landi leyfir virka efni D-vítamíns Calcifediol sem lyf til manneldis og hægt að kaupa í apóteki þar í landi. Það nær að hækka gildið á 1-2 sólarhringum því það þarf ekki að fara í gegnum lifrina og nýru. Árið 2020 var lítil rannsókn gerð á Spáni þar sem þátttakendur voru einstaklingar sem höfðu lagst inn á bráðamóttöku með lungnabólgu, Covid-19 og lágt gildi D-vítamíns í blóði. Þýðið var 76 einstaklingar þar sem 50 fengu fyrirbyggjandi inntöku á Calcifediol en 26 fengu hefðbundna meðferð. Af þeim 50 sem fengu virka efnið Calcifediol lagðist einn þátttandi inn á gjörgæslu, engin lést en af þeim 26 sem fengu hefðbundna meðferð lögðust 50% inn á gjörgæslu og tveir létust (Mynd 2). Mynd 2. Þó rannsókn þeirra frá Spáni hafi verið mjög lítil þá gefur hún okkur vísbendingu og því vissulega þörf á að veita D-vítamíni sérstaka athygli því þáttur þess í ónæmiskerfinu og langvinnum bólgum hefur sýnt sig nú eftir heimsfaraldurinn að getur haft töluverð áhrif þó virkni sé ekki að fullu kunn. Vísindagreinum hefur fjölgað töluvert þar sem D-vítamín skortur er tengdur sjálfsofnæmissjúkdómum, hjartasjúkdómum, krabbameinum, insúlínviðnámi, taugasjúkdómum og óæskilegum afleiðingum á meðgöngu. Staðfesting milli ónæmiskerfisins og D-vítamíns skiptir miklu máli fyrir krabbameinssjúklinga og aðra sem kljást við ýmsa aðra langvinna sjúkdóma. Flest viðmiðunarmörk eru fyrir heilbrigða einstaklinga en með meiri þekkingu á starfsemi D-vítamíns, sérstaklega eftir heimsfaraldurinn, þá er farið að veita því meiri athygli að líkaminn gengur á D-vítamín byrgðir sínar við hverja ónæmis-/bólgusvörun, það er við hverja flensu, veikindi, sýkingu, bólusetningu og fleira. Því getur verið erfitt að fá fullkomið gildi í blóði sérstaklega ef tekin er blóðprufa þegar einstaklingur er kannski nýstíginn upp úr veikindum eða að takast á við veikindi. Það mun alltaf vera á mína ábyrgð að viðhalda D-vítamín gildi í blóði sem næst miðgildi (50 – 150 nmol/L) eins og í öllum gildum í blóðprufum. Ég mun taka D-vítamín heimapróf úr apótekinu á nokkurra mánaða fresti til að fylgja því eftir og fara í blóðprufu eftir því sem við á. Vert er að ítreka að best er að innbyrða D-vitamín töflur til að viðhalda gildi, virka efnið Calcifediol sé meira fyrir einstaklinga sem eru hættulega lágir í gildi eða með skerta nýrna- og lifrarstarfsemi. Höfundur er hjúkrunar- og áfallafræðingur. Heimildir Castillo, M. E. o.fl. (2020). Effect of calcifediol treatment and best available therapy versus bestavailable therapy on intensive care unit admission and mortality among patients hospitalized for COVID-19: A pilot randomized clinical study.The Journal of Steroid Biochemistry and Molecular Biology.https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0960076020302764/?oRef=mixi Deng X, Song Y, Manson JE, Signorello LB, Zhang SM, Shrubsole M, Ness RM, Seidner D, Dai Q(2013).Magnesium, vitamin D status and mortality: results from US National Health and Nutrition Examination Survey (NHANES) 2001 to 2006 and NHANES III. BMC Medicine. https://link.springer.com/article/10.1186/1741-7015-11-187 DiNicolontonio, J.J. og O‘Keefe, J. H. (2021). Magnesium and Vitamin D Deficiency as a potential cause of Immune Dysfunction, Cytokine storm and Disseminated Intravascular Coagulation in COVID-19 Patients. Missouri Medicine.https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7861592/ Ingibjörg Gunnarsdóttir og Birna þórisdóttir(2022).Hversu mikið D-vítamín ættu Íslendingar að taka?Visindavefur Háskóla Íslands.https://www.visindavefur.is/svar.php?id=83144 Jón Magnús Jóhannesson(2020).Hefur D-vítamin áhrif á COVID-19?Visindavefur Háskóla Íslands.https://www.visindavefur.is/svar.php?id=80175 Kimball, S. M. og Holick, M. F. (2020). Official recommendations for vitamin D through the life stages in developed countries. European Journal of Clinical Nutrition. https://doi.org/10.1038/s41430-020-00706-3 Laufey SteingrímsdóttirogGunnar Sigurðsson (2015).HvaðtelstveraæskilegtgildiD-vítamínsíblóði?Læknablaðið.https://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1674/PDF/f04.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Ég ber ábyrgð á að viðhalda mínu D-vítamín gildi í blóði í jafnvægi ekki aðeins fyrir beinheilsu heldur líka fyrir ónæmiskerfið. Ég fór í mína fyrstu D-vítamín mælingu fyrir stuttu og það kom mér á óvart hversu lág ég var miðað við að ég hef verið að taka 2000-4000 einingar af D-vítamín nokkuð reglulega. Ég ákvað að fara í blóðprufu og taka sama dag D-vítamín skyndipróf sem ég keypti í apóteki. Samkvæmt skyndiprófinu var ég í réttu viðmiðunargildi (sufficient) sem er 75 – 250 nmol/L (Mynd 1) og samkvæmt blóðprufu þá var ég rétt að ná yfir lægra gildið í skyndiprófinu með viðmiðunargildið 80 nmol/L. Mynd 1 Með aukinni þekkingu og rannsóknum undanfarin ár hefur komið í ljós að D-vítamín hefur mun flóknara og mikilvægara hlutverki að gegna en talið var í fyrstu. Því fannst mér mikilvægt að ítreka hversu mikilvægt það er að hver og einn sé meðvitaður um sín D-vítamín viðmiðunargildi, sérstaklega þeir sem eru að takast á við heilsuleysi. Við virðumst ekki fá nægjanlegt D-vítamín í gegnum húð eða fæðu, því D-vítamínskortur er algengur allsstaðar í heiminum en ekki aðeins á norðuhveli jarðar. Lífstíll skiptir máli Ég veit það er ýmislegt sem ég get gert sjálf til að efla mína heilsu. Ég veit að lífstill minn skiptir miklu máli, það er mín besta forvörn. Ef ég sest í bílstjórasætið og tek ábyrgð á minni heilsu þá er inntaka bætiefna/steinefna eitt af mörgum forvarnarleiðum til að viðhalda heilbrigði. Þau spila stóran þátt í að líkaminn viðhaldi jafnvægi, sérstaklega hvað varðar D-vítamín. Viðmiðunarmörk D-vítamins í blóði. Flest allir eru meðvitaðir um mikilvægi D-vítamíns fyrir beinheilsu en skiptar skoðanir hafa verið meðal fræðimanna um önnur mikilvæg hlutverk þess í líkamanum. Læknablaðið birti árið 2015 grein um D-vítamín, þar sem bent var á að styrkur D-vítamíns (25OHD) í blóði gæti tengst fjölda heilsufarsþátta. Ráðleggingar Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (European Food Safety Authority), sérfræðinefnd Institute of Medicine í Bandaríkjunum og fleiri stofnana byggja hinsvegar eingöngu, enn sem komið er, ráðleggingar sínar á áhrifum D-vítamíns á beinheilsu (50-150 nmol/L). Samkvæmt þeim þá hafa önnur heilsufarsleg áhrif D-vítamíns ekki enn verið nægilega staðfest, en væntanlega mætti búast við öðrum viðmiðunargildum innan tíðar, því unnið sé að fjölmörgum rannsóknum á þessu sviði. Bandarísku innkirtlasamtökin (Endocrine Society) eru einu samtökin, svo vitað sé, sem ákváðu að hækka lágmarksgildi D-vítamíns í 75 nmol/L. Þeir hafa lengi vitað af tengingu D-vítamíns við ónæmiskerfið í “in vitro” rannsóknum en áttu í erfiðleikum með að staðfesta það í flóknu líffærakerfi mannsins. Vísindavefur Háskóla Íslands bendir á í tengslum við D-vítamín og Covid-19 hversu mikilvægt það sé að vera með fullnægjandi gildi í blóði fyrir ónæmiskerfið til að geta tekið á móti margvíslegum sýkingum en benda jafnframt á að erfiðlega hafi gengið að staðfesta það í rannsóknum. Jafnframt er vakin athygli á að flest allir ráðlagðir dagskammtar séu einungis til að viðhalda fullnægjandi styrk í blóði, en ekki til að leiðrétta skort. Það ætti því að vera öllum ljóst að ef það á að hækka gildi D-vítamíns í blóði þá þarf að taka aukið magn af því í einhvern takmarkaðan tíma. Þetta er mjög mikilvægur punktur, að hver og einn nái að viðhalda jafnvægi á sínu gildi í blóði. Magnesíum mikilvægur þáttur í ferlinu Það hvernig líkaminn vinnur úr D-vítamíni er flókið ferli. Ég skil þetta þannig að við það að innbyrða D-vítamín um munn þarf lifrin og nýrun að vinna úr því áður en það breytist í virka efni Calciferol (1,25 dihydoxycholecalciferol) sem getur tekið langan tíma. Ef það er ekki nægjanlegt magn af magnesíum í líkamanum getur D-vitamínið ekki virkjast á áhrifaríkan hátt en magnesíum kemur við sögu í yfir 300 efnahvörfum í líkamanum. Magnesíum spilar því stóran þátt í að virkja D-vítamínhormónið Calciferol. Því gæti það verið svar fyrir einstaklinga sem ná ekki að viðhalda D-vítamíni í blóði, þrátt fyrir reglulega inntöku á D-vítamíni, að taka inn magnesium samhliða D-vítamíni. D-vítamín og ónæmiskerfið Michael Holick prófessor frá Bandaríkjunum sem hefur tileinkað líf sitt rannsóknum á D-vítamíni í yfir 50 ár, hefur ítrekað bent á tengingu þess við ónæmiskerfið og einnig að D-vítamín sé ólíkt öðrum vítamínum því allar frumur líkamans hafi D-vítamín viðtaka og vinnur D-vítamín því líkt og hormón. Rannsóknir hans voru að mestu meðal barnshafandi kvenna og fjölluðu um það að skortur á D-vitamíni í blóði gæti ýtt undir ýmis vandamál sem tengjast meðgöngu og fæðingu. Í Covid-19 byrjar vísindasamfélagið að veita rannsóknum hans og annarra rannsakenda á D-vítamíni meiri athygli þegar kemur í ljós að fjöldi einstaklinga á bráðamóttöku og gjörgæslu virtust hafa lágt D-vítamíngildi í blóði. Margir vísindamenn notuðu tækifærið og framkvæmdu rannsóknir þar sem gefið var aukið D-vítamín en sáu að það tók líkamann margar vikur að ná upp þessu virka efni Calcifediol í blóði. Spánn framkvæmdi sínar D-vítamín rannsóknir á annarskonar máta en önnur lönd því lyfjastofnun þar í landi leyfir virka efni D-vítamíns Calcifediol sem lyf til manneldis og hægt að kaupa í apóteki þar í landi. Það nær að hækka gildið á 1-2 sólarhringum því það þarf ekki að fara í gegnum lifrina og nýru. Árið 2020 var lítil rannsókn gerð á Spáni þar sem þátttakendur voru einstaklingar sem höfðu lagst inn á bráðamóttöku með lungnabólgu, Covid-19 og lágt gildi D-vítamíns í blóði. Þýðið var 76 einstaklingar þar sem 50 fengu fyrirbyggjandi inntöku á Calcifediol en 26 fengu hefðbundna meðferð. Af þeim 50 sem fengu virka efnið Calcifediol lagðist einn þátttandi inn á gjörgæslu, engin lést en af þeim 26 sem fengu hefðbundna meðferð lögðust 50% inn á gjörgæslu og tveir létust (Mynd 2). Mynd 2. Þó rannsókn þeirra frá Spáni hafi verið mjög lítil þá gefur hún okkur vísbendingu og því vissulega þörf á að veita D-vítamíni sérstaka athygli því þáttur þess í ónæmiskerfinu og langvinnum bólgum hefur sýnt sig nú eftir heimsfaraldurinn að getur haft töluverð áhrif þó virkni sé ekki að fullu kunn. Vísindagreinum hefur fjölgað töluvert þar sem D-vítamín skortur er tengdur sjálfsofnæmissjúkdómum, hjartasjúkdómum, krabbameinum, insúlínviðnámi, taugasjúkdómum og óæskilegum afleiðingum á meðgöngu. Staðfesting milli ónæmiskerfisins og D-vítamíns skiptir miklu máli fyrir krabbameinssjúklinga og aðra sem kljást við ýmsa aðra langvinna sjúkdóma. Flest viðmiðunarmörk eru fyrir heilbrigða einstaklinga en með meiri þekkingu á starfsemi D-vítamíns, sérstaklega eftir heimsfaraldurinn, þá er farið að veita því meiri athygli að líkaminn gengur á D-vítamín byrgðir sínar við hverja ónæmis-/bólgusvörun, það er við hverja flensu, veikindi, sýkingu, bólusetningu og fleira. Því getur verið erfitt að fá fullkomið gildi í blóði sérstaklega ef tekin er blóðprufa þegar einstaklingur er kannski nýstíginn upp úr veikindum eða að takast á við veikindi. Það mun alltaf vera á mína ábyrgð að viðhalda D-vítamín gildi í blóði sem næst miðgildi (50 – 150 nmol/L) eins og í öllum gildum í blóðprufum. Ég mun taka D-vítamín heimapróf úr apótekinu á nokkurra mánaða fresti til að fylgja því eftir og fara í blóðprufu eftir því sem við á. Vert er að ítreka að best er að innbyrða D-vitamín töflur til að viðhalda gildi, virka efnið Calcifediol sé meira fyrir einstaklinga sem eru hættulega lágir í gildi eða með skerta nýrna- og lifrarstarfsemi. Höfundur er hjúkrunar- og áfallafræðingur. Heimildir Castillo, M. E. o.fl. (2020). Effect of calcifediol treatment and best available therapy versus bestavailable therapy on intensive care unit admission and mortality among patients hospitalized for COVID-19: A pilot randomized clinical study.The Journal of Steroid Biochemistry and Molecular Biology.https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0960076020302764/?oRef=mixi Deng X, Song Y, Manson JE, Signorello LB, Zhang SM, Shrubsole M, Ness RM, Seidner D, Dai Q(2013).Magnesium, vitamin D status and mortality: results from US National Health and Nutrition Examination Survey (NHANES) 2001 to 2006 and NHANES III. BMC Medicine. https://link.springer.com/article/10.1186/1741-7015-11-187 DiNicolontonio, J.J. og O‘Keefe, J. H. (2021). Magnesium and Vitamin D Deficiency as a potential cause of Immune Dysfunction, Cytokine storm and Disseminated Intravascular Coagulation in COVID-19 Patients. Missouri Medicine.https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7861592/ Ingibjörg Gunnarsdóttir og Birna þórisdóttir(2022).Hversu mikið D-vítamín ættu Íslendingar að taka?Visindavefur Háskóla Íslands.https://www.visindavefur.is/svar.php?id=83144 Jón Magnús Jóhannesson(2020).Hefur D-vítamin áhrif á COVID-19?Visindavefur Háskóla Íslands.https://www.visindavefur.is/svar.php?id=80175 Kimball, S. M. og Holick, M. F. (2020). Official recommendations for vitamin D through the life stages in developed countries. European Journal of Clinical Nutrition. https://doi.org/10.1038/s41430-020-00706-3 Laufey SteingrímsdóttirogGunnar Sigurðsson (2015).HvaðtelstveraæskilegtgildiD-vítamínsíblóði?Læknablaðið.https://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1674/PDF/f04.pdf
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar