Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Aron Guðmundsson skrifar 5. maí 2025 12:01 Mikil spenna ríkir fyrir oddaleik Stjörnunnar og Grindavíkur í undanúrslitum Bónus deildarinnar í körfubolta í kvöld Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Stjarnan og Grindavík mætast í oddaleik í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir spennutrylli í leik fjögur segist Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, sjaldan á Íslandi hafa þurft að glíma við lið með eins mikil einstaklingsgæði og lið Grindavíkur. „Þetta leggst vel í mig. Það eru náttúrulega bara forréttindi að fá að taka þátt í leik fimm. Ég er spenntur fyrir því að taka þátt í þessu,“ segir Baldur í samtali við íþróttadeild en eftir mikinn spennu trylli í leik fjögur í Smáranum, þar sem að Grindavík átti magnaða endurkomu hefur Baldur fengið tíma til að melta hlutina. „Þetta var kannski bara í takt við seríuna. Við erum búnir að taka einn svona leik á móti þeim, höfum unnið einn leik þar sem að við vorum betri aðilinn og þeir svo sömuleiðis. Þetta er búið að vera frekar mikið stál í stál allan tímann. Þetta er úrslitakeppnin og það getur allt gerst í þessu. Það er hægt að segja ef og hefði, hitt og þetta, með þennan leik en maður er með einbeitinguna á leiknum í kvöld.“ Stjarnan virtist vera með leik fjögur undir öruggri stjórn og sæti í úrslitum Bónus deildarinnar innan seilingar en Grindvíkingar fundu leik til baka og knúðu fram oddaleik kvöldsins. Mætti telja að um högg hafi verið að ræða fyrir Stjörnumenn sem höfðu leikinn í höndum sér. Hvernig hefur verið að rífa menn upp eftir leik fjögur í Smáranum? „Það gerist svolítið af sjálfu sér. Þegar að öllu er á botninn hvolft eru allir þeir leikmenn sem taka þátt í úrslitakeppninni í dag eru búnir að vera það lengi að spila körfubolta að það að tapa leikjum gefur þér ákveðna hvatningu. Þú vilt bara stíga upp og bæta þig, gera betur. Við höfum séð allt í þessari úrslitakeppni og það er ein af ástæðunum fyrir því að stundum vinnast bara leikir á útivelli því þá er liðið alltaf að svara hinu liðinu. Við erum bara spenntir fyrir því að taka þátt í leik fimm og lítum á það sem forréttindi að fá að upplifa þannig leik.“ Baldur Þór fer yfir málin með sínum mönnum í StjörnunniVísir/Guðmundur Oddaleikurinn í Garðabænum í kvöld, Stjarnan á heimavelli og hefur leitt einvígið. Er pressan á ykkur? „Þú ert náttúrulega að spila á móti tveimur NBA leikmönnum hinu megin. Pressan er auðvitað bara á öllum sem taka þátt í leiknum. Við höfum sett pressu á okkur frá degi eitt, við erum með gott lið og það er góður andi. Við hreyfum boltann vel, vinnum vel saman en verkefnið er erfitt á sama tíma. Við verðum að vera mjög góðir til að vinna þá. Það eru rosaleg einstaklingsgæði sem við erum að eiga við og ég hef ekki þurft að eiga oft við á Íslandi áður. Þetta er bara mikil áskorun. Allir leikirnir eru búnir að vera rosalega mikið stál í stál og ég reikna með því partýi áfram.“ Hver hefur áherslan verið hjá þér milli leikja? „Í fyrsta lagi er bara svo stutt á milli leikja að einbeitingin hefur verið á endurheimt. Annars held ég að þemað í seríunni hjá báðum liðum hefur verið reyna finna eitthvað út úr þessum varnarleik. Það er alltaf verið að skora eitthvað í kringum hundrað stig, bæði lið, í öllum leikjunum. Það fer ekkert á milli mála að við höfum svo verið að ströggla með DeAndre Kane og Jeremy Pargo og það sem að þeir ná að búa til. Á sama tíma er Grindavík að ströggla með boltahreyfingu hjá okkur, screen frá boltanum og hraðar sóknir. Þemað er búið að vera allan tímann á þá leið að liðin eru ekkert búin að ná tökum á þessu einhvern veginn. Þetta er bara búið að vera þemað frá leik eitt. Ég býst bara við stál í stál í kvöld. Svo dettur þetta öðru hvoru megin.“ Oddaleikur Stjörnunnar og Grindavíkur í undanúrslitum Bónus deildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan korter yfir 19:15. Upphitun með Stefáni Árna Pálssyni og sérfræðingum hans hefst klukkan hálf sjö. Bónus-deild karla Stjarnan Grindavík Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
„Þetta leggst vel í mig. Það eru náttúrulega bara forréttindi að fá að taka þátt í leik fimm. Ég er spenntur fyrir því að taka þátt í þessu,“ segir Baldur í samtali við íþróttadeild en eftir mikinn spennu trylli í leik fjögur í Smáranum, þar sem að Grindavík átti magnaða endurkomu hefur Baldur fengið tíma til að melta hlutina. „Þetta var kannski bara í takt við seríuna. Við erum búnir að taka einn svona leik á móti þeim, höfum unnið einn leik þar sem að við vorum betri aðilinn og þeir svo sömuleiðis. Þetta er búið að vera frekar mikið stál í stál allan tímann. Þetta er úrslitakeppnin og það getur allt gerst í þessu. Það er hægt að segja ef og hefði, hitt og þetta, með þennan leik en maður er með einbeitinguna á leiknum í kvöld.“ Stjarnan virtist vera með leik fjögur undir öruggri stjórn og sæti í úrslitum Bónus deildarinnar innan seilingar en Grindvíkingar fundu leik til baka og knúðu fram oddaleik kvöldsins. Mætti telja að um högg hafi verið að ræða fyrir Stjörnumenn sem höfðu leikinn í höndum sér. Hvernig hefur verið að rífa menn upp eftir leik fjögur í Smáranum? „Það gerist svolítið af sjálfu sér. Þegar að öllu er á botninn hvolft eru allir þeir leikmenn sem taka þátt í úrslitakeppninni í dag eru búnir að vera það lengi að spila körfubolta að það að tapa leikjum gefur þér ákveðna hvatningu. Þú vilt bara stíga upp og bæta þig, gera betur. Við höfum séð allt í þessari úrslitakeppni og það er ein af ástæðunum fyrir því að stundum vinnast bara leikir á útivelli því þá er liðið alltaf að svara hinu liðinu. Við erum bara spenntir fyrir því að taka þátt í leik fimm og lítum á það sem forréttindi að fá að upplifa þannig leik.“ Baldur Þór fer yfir málin með sínum mönnum í StjörnunniVísir/Guðmundur Oddaleikurinn í Garðabænum í kvöld, Stjarnan á heimavelli og hefur leitt einvígið. Er pressan á ykkur? „Þú ert náttúrulega að spila á móti tveimur NBA leikmönnum hinu megin. Pressan er auðvitað bara á öllum sem taka þátt í leiknum. Við höfum sett pressu á okkur frá degi eitt, við erum með gott lið og það er góður andi. Við hreyfum boltann vel, vinnum vel saman en verkefnið er erfitt á sama tíma. Við verðum að vera mjög góðir til að vinna þá. Það eru rosaleg einstaklingsgæði sem við erum að eiga við og ég hef ekki þurft að eiga oft við á Íslandi áður. Þetta er bara mikil áskorun. Allir leikirnir eru búnir að vera rosalega mikið stál í stál og ég reikna með því partýi áfram.“ Hver hefur áherslan verið hjá þér milli leikja? „Í fyrsta lagi er bara svo stutt á milli leikja að einbeitingin hefur verið á endurheimt. Annars held ég að þemað í seríunni hjá báðum liðum hefur verið reyna finna eitthvað út úr þessum varnarleik. Það er alltaf verið að skora eitthvað í kringum hundrað stig, bæði lið, í öllum leikjunum. Það fer ekkert á milli mála að við höfum svo verið að ströggla með DeAndre Kane og Jeremy Pargo og það sem að þeir ná að búa til. Á sama tíma er Grindavík að ströggla með boltahreyfingu hjá okkur, screen frá boltanum og hraðar sóknir. Þemað er búið að vera allan tímann á þá leið að liðin eru ekkert búin að ná tökum á þessu einhvern veginn. Þetta er bara búið að vera þemað frá leik eitt. Ég býst bara við stál í stál í kvöld. Svo dettur þetta öðru hvoru megin.“ Oddaleikur Stjörnunnar og Grindavíkur í undanúrslitum Bónus deildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan korter yfir 19:15. Upphitun með Stefáni Árna Pálssyni og sérfræðingum hans hefst klukkan hálf sjö.
Bónus-deild karla Stjarnan Grindavík Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn