Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 5. maí 2025 12:30 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok árs 2006. Ísland undirritaði samninginn árið eftir og fullgilti hann 2016 en í ár stendur til að lögfesta samninginn sem felur m.a. í sér mannréttindi fyrir alla, virka samfélagsþátttöku og mannlega reisn. Í haust verður auk þess nýtt örorkulífeyriskerfi komið á með von um að þeir sem geta og vilja hafa tækifæri til atvinnuþátttöku og afkoma örorkulífeyrisþega vænkist. Það er gleðiefni, vegna þess að atvinnuþátttaka gefur ekki aðeins aukatekjur, hún gefur fólki mikilvæg hlutverk, það að tilheyra, rútínu, möguleika á að láta gott af sér leiða og vinnur gegn félagslegri einangrun. Þessar breytingar kalla á þátttöku margra aðila og aðgerðir sem styðja við að fólk hafi tækifæri til að verða fullgildir samfélagsþegnar. Nauðsynlegt er að skapa fleiri starfsmenntunar tækifæri og atvinnumarkaðurinn þarf að aðlaga sig að breyttum forsendum með því að auka hlutastörf og viljann til þess að taka á móti fjölbreyttari flóru fólks. Í því samhengi má benda á Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, en Nordplus styður m.a. við nýsköpun í menntun til að auka atvinnuþátttöku. Eitt af verkefnum Nordplus þessi misserin er að styðja við hóp fólks með persónulega reynslu af ýmsum áskorunum við að undirbúa jafningjanám á netinu, nám sem byggir á lífsreynslu. Þessi hópur er nú að skoða hvert í sínu landi hvað til er varðandi menntun jafningjastarfsmanna. Hér á landi hafa félagasamtökin Traustur kjarni í samvinnu við alþjóðlega jafningjasamtök boðið upp á þrjú styttri námskeið. Um 140 manns hafa útskrifast hér á landi úr því námi, sem er góður grunnur fyrir starf sem jafningi. Símenntunarstöðvar eru smátt og smátt að átta sig á mikilvægi þessara námskeiða. Heilbrigðis- og félags og vinnumarkaðsráðuneytið styrkja nú nám sem Yale háskólinn í Bandaríkjunum býður upp á. Í náminu eru 15 nemendur, öll með notendareynslu, en námið er leiðtoganám þar sem lífsreynsla er grunnurinn til að þróa fjölbreyttari þjónustu. Með þessum skrefum hafa stjórnvöld unnið í takt við SRFF og nýtt sérhæft örorkumat í viðleitni sinni að auka virði fólks sem hefur átt erfitt uppdráttar á vinnumarkaði. Ráðstefnan Þörf fyrir samfélagsbreytingar – nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum sem haldið er af Geðhjálp byggir á þessari hugmyndafræði jafningjanálgunar. Ráðstefnan er alþjóðleg og haldin dagana 15. og 16. maí á Hilton Reykjavík Nordica en um er að ræða einstakt tækifæri fyrir fólk sem vinnur í félags- og geðgeiranum, notendur þjónustunnar, sérfræðinga á vegum stjórnarinnar og almenning sem lætur sig málið varða að koma saman. Fólk með geðrænar áskoranir, fíknivanda og/eða þeir sem hafa afplánað dóm o.m.fl.eyja nú von um að taka þátt á vinnumarkaði þar sem lífsreynsla þeirra er verðmætið. Fjölga þarf svo um munar jafningjastarfsmönnum í félags- og heilbrigðisgeiranum sem hafa t.d. þekkingu á því hvar brotalamirnar eru í kerfinu til að fyrirbyggja að vandinn verði þannig að dýra sérfræðiþjónustu þurfi til. Nú er spurning hver næstu skrefin verða varðandi menntunar- og atvinnutækifæri hér á landi til að hlúa að þessari nýju starfsstétt. Er vinnumarkaðurinn, bæði hinn opinberi og einkageirinn, reiðubúinn til að taka fagnandi á móti reynsluríku fólki í hlutastörf? Góð áform renna út í sandinn ef þeim verður ekki fylgt eftir. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Ebba Ásmundsdóttir Geðheilbrigði Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok árs 2006. Ísland undirritaði samninginn árið eftir og fullgilti hann 2016 en í ár stendur til að lögfesta samninginn sem felur m.a. í sér mannréttindi fyrir alla, virka samfélagsþátttöku og mannlega reisn. Í haust verður auk þess nýtt örorkulífeyriskerfi komið á með von um að þeir sem geta og vilja hafa tækifæri til atvinnuþátttöku og afkoma örorkulífeyrisþega vænkist. Það er gleðiefni, vegna þess að atvinnuþátttaka gefur ekki aðeins aukatekjur, hún gefur fólki mikilvæg hlutverk, það að tilheyra, rútínu, möguleika á að láta gott af sér leiða og vinnur gegn félagslegri einangrun. Þessar breytingar kalla á þátttöku margra aðila og aðgerðir sem styðja við að fólk hafi tækifæri til að verða fullgildir samfélagsþegnar. Nauðsynlegt er að skapa fleiri starfsmenntunar tækifæri og atvinnumarkaðurinn þarf að aðlaga sig að breyttum forsendum með því að auka hlutastörf og viljann til þess að taka á móti fjölbreyttari flóru fólks. Í því samhengi má benda á Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, en Nordplus styður m.a. við nýsköpun í menntun til að auka atvinnuþátttöku. Eitt af verkefnum Nordplus þessi misserin er að styðja við hóp fólks með persónulega reynslu af ýmsum áskorunum við að undirbúa jafningjanám á netinu, nám sem byggir á lífsreynslu. Þessi hópur er nú að skoða hvert í sínu landi hvað til er varðandi menntun jafningjastarfsmanna. Hér á landi hafa félagasamtökin Traustur kjarni í samvinnu við alþjóðlega jafningjasamtök boðið upp á þrjú styttri námskeið. Um 140 manns hafa útskrifast hér á landi úr því námi, sem er góður grunnur fyrir starf sem jafningi. Símenntunarstöðvar eru smátt og smátt að átta sig á mikilvægi þessara námskeiða. Heilbrigðis- og félags og vinnumarkaðsráðuneytið styrkja nú nám sem Yale háskólinn í Bandaríkjunum býður upp á. Í náminu eru 15 nemendur, öll með notendareynslu, en námið er leiðtoganám þar sem lífsreynsla er grunnurinn til að þróa fjölbreyttari þjónustu. Með þessum skrefum hafa stjórnvöld unnið í takt við SRFF og nýtt sérhæft örorkumat í viðleitni sinni að auka virði fólks sem hefur átt erfitt uppdráttar á vinnumarkaði. Ráðstefnan Þörf fyrir samfélagsbreytingar – nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum sem haldið er af Geðhjálp byggir á þessari hugmyndafræði jafningjanálgunar. Ráðstefnan er alþjóðleg og haldin dagana 15. og 16. maí á Hilton Reykjavík Nordica en um er að ræða einstakt tækifæri fyrir fólk sem vinnur í félags- og geðgeiranum, notendur þjónustunnar, sérfræðinga á vegum stjórnarinnar og almenning sem lætur sig málið varða að koma saman. Fólk með geðrænar áskoranir, fíknivanda og/eða þeir sem hafa afplánað dóm o.m.fl.eyja nú von um að taka þátt á vinnumarkaði þar sem lífsreynsla þeirra er verðmætið. Fjölga þarf svo um munar jafningjastarfsmönnum í félags- og heilbrigðisgeiranum sem hafa t.d. þekkingu á því hvar brotalamirnar eru í kerfinu til að fyrirbyggja að vandinn verði þannig að dýra sérfræðiþjónustu þurfi til. Nú er spurning hver næstu skrefin verða varðandi menntunar- og atvinnutækifæri hér á landi til að hlúa að þessari nýju starfsstétt. Er vinnumarkaðurinn, bæði hinn opinberi og einkageirinn, reiðubúinn til að taka fagnandi á móti reynsluríku fólki í hlutastörf? Góð áform renna út í sandinn ef þeim verður ekki fylgt eftir. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun