Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2025 15:16 Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael. AP/Abir Sultan Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, boðar „nýjar og harðari“ aðgerðir á Gaza með það að markmiði að útrýma Hamas-samtökunum. Stjórnvöld í Ísrael höfðu þegar boðað stórsókn á Gasa en ríkisstjórnin samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Í myndbandi sem forsætisráðherrann birtir á samfélagsmiðlum nú síðdegis bætir hann í og segir meðal annars að íbúar Gasa verði fluttir burt „í þágu eigin öryggis.“ Reuters fjallar um myndbandið sem Netanhjahú flytur á hebresku og er um fjórar og hálf mínúta. Ekki kemur hins vegar fram í máli forsætisráðherrans hversu mikið landsvæði stendur til að taka yfir eða í hve langan tíma, en fregnir herma að öll Gasaströndin kunni að vera undir. Þannig hefur AP fréttaveitan eftir tveimur ísraelskum embættismönnum að ætlunin sé að hernema alla Gasaströndina og vera þar áfram um óákveðinn tíma. Forsætisráðherrann segir hins vegar að ísraelskir hermenn muni ekki ráðast inn á Gasa, fara í aðgerðir og hörfa svo til baka, „heldur sé ætlunarverkið hið gagnstæða,“ hefur Reuters eftir Netanjahú, og er þar gert ráð fyrir að hann eigi við að ekki standi til að yfirgefa Gasa heldur vera þar áfram. Sjá einnig: Ætla að hernema Gasaströndina Ekki liggur heldur fyrir hvenær nákvæmlega Ísraelar hyggjast ráðast til atlögu í umræddum nýjum og hertum aðgerðum, en Reuters hefur einnig eftir ísraelskum embættismönnum að ekki verið farið af stað fyrr en eftir heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta til Miðausturlanda í næstu viku. Viðvera Ísraelshers á Gasa er þegar veruleg en herinn er sagður hafa tekið stjórn á um þriðjungi landsvæðis á Gasaströndinni þar sem ríflega tvær milljónir íbúa búi við vosbúð, skort og yfirvofandi hungursneyð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Reuters fjallar um myndbandið sem Netanhjahú flytur á hebresku og er um fjórar og hálf mínúta. Ekki kemur hins vegar fram í máli forsætisráðherrans hversu mikið landsvæði stendur til að taka yfir eða í hve langan tíma, en fregnir herma að öll Gasaströndin kunni að vera undir. Þannig hefur AP fréttaveitan eftir tveimur ísraelskum embættismönnum að ætlunin sé að hernema alla Gasaströndina og vera þar áfram um óákveðinn tíma. Forsætisráðherrann segir hins vegar að ísraelskir hermenn muni ekki ráðast inn á Gasa, fara í aðgerðir og hörfa svo til baka, „heldur sé ætlunarverkið hið gagnstæða,“ hefur Reuters eftir Netanjahú, og er þar gert ráð fyrir að hann eigi við að ekki standi til að yfirgefa Gasa heldur vera þar áfram. Sjá einnig: Ætla að hernema Gasaströndina Ekki liggur heldur fyrir hvenær nákvæmlega Ísraelar hyggjast ráðast til atlögu í umræddum nýjum og hertum aðgerðum, en Reuters hefur einnig eftir ísraelskum embættismönnum að ekki verið farið af stað fyrr en eftir heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta til Miðausturlanda í næstu viku. Viðvera Ísraelshers á Gasa er þegar veruleg en herinn er sagður hafa tekið stjórn á um þriðjungi landsvæðis á Gasaströndinni þar sem ríflega tvær milljónir íbúa búi við vosbúð, skort og yfirvofandi hungursneyð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira