Fótbolti

Cecilía valin besti mark­vörðurinn í ítölsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir  fékk stóra viðurkenningu í kvöld enda búin að vera frábær á þessu timabili.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir  fékk stóra viðurkenningu í kvöld enda búin að vera frábær á þessu timabili. Getty/Pier Marco Tacca -

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var í kvöld valin besti markvörður ítölsku deildarinnar, Seríu A.

Cecilía Rán hefur átt frábært tímabil með Internazionale en hún kom til liðsins á láni frá Bayern München.

Frammistaða hennar hefur ekki farið framhjá neinum á Ítalíu sem þessi verðlaun í kvöld sýna og sanna. Þetta er mikill heiður og viðurkenning fyrir okkar konu.

Cecilía fékk á sig 22 mörk í 22 deildarleikjum með Internazionale en hún varði 81 prósent skotanna sem á hana komu. Hún hélt hreinu í 9 af þessum 22 leikjum.

Cecilía varði líka tvær af fimm vítaspyrnum sem hún reyndi við.

Lið Internazionale náði öðru sæti í deildinni en Juventus varð ítalskur meistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×