„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Hinrik Wöhler skrifar 5. maí 2025 22:30 Magnús Már, þjálfari Aftureldingar, fagnaði sigri í öðrum heimaleiknum í röð. vísir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld í Bestu-deild karla í knattspyrnu. Mosfellingar sigruðu Stjörnuna sannfærandi og svöruðu fyrir tapið á móti Fram í síðustu umferð. Magnús Már tileinkaði fyrrum sjálfboðaliða félagsins sigurinn. „Þetta var frábær leikur. Ég ætla að byrja á að tileinka Guðjóni Ármanni Guðjónssyni þennan sigur. Guðjón sem var í meistaraflokksráði hjá okkur lést á dögunum og ég votta fjölskyldu og vinum hans samúð. Þessi sigur er tileinkaður honum,“ sagði Magnús Már. „Frábær leikur hjá strákunum, það er sjálfboðaliðum eins og Guðjóni að þakka að félagið er á þeim stað sem það er í dag, að spila í Bestu-deildinni. Ég votta mikla virðingu til fjölskyldu og vina,“ bætti þjálfarinn við. Mosfellingar töpuðu illa á móti Fram í síðustu umferð en allt annað lið kom til leiks í kvöld og voru mun grimmari á öllum sviðum. Magnús er afar bjartsýnn fyrir framhaldinu og líkir sóknarleiknum við tómatsósu. „Spilamennskan var allt í lagi á móti Fram. Nú vorum við beittir í teigunum og vorum að klára færin betur, þetta er eins og eldgamla tómatsósan. Stundum kemur ekkert út úr henni en svo fer allt að sulla og ég held að það sé nóg í flöskunni fyrir sumarið.“ Það má segja að allir leikmenn liðsins hafi átt góðan leik í liði Aftureldingar, frá öftustu línu til fremsta manns, og því er Magnús sammála. „Frábær liðsheild í dag. Allir sem byrjuðu og komu inn á áttu frábæran leik. Gríðarlega stoltur af strákunum í dag, hrikalega vel gert hjá þeim.“ Stokke fór beint í byrjunarliðið Benjamin Stokke, framherjinn stæðilegi, gekk til liðs við Aftureldingu fyrir nokkrum dögum síðan og lék sinn fyrsta leik í kvöld. Magnús Már var sáttur með norska framherjann í kvöld. „Hann var mjög öflugur. Góður í uppspili og gerði mikið fyrir okkur. Hann er að komast inn í hlutina og verður vaxandi og vonandi enn betri fyrir okkur í næstu leikjum.“ Það voru nokkrir Mosfellingar frá vegna meiðsla en Arnór Gauti Ragnarsson var ekki með Mosfellingum í kvöld og var í borgaralegum klæðum í stúkunni. Hann varð fyrir hnjaski, Oliver [Sigurjónsson] og Sigurpáll [Melberg Pálsson] voru allir ýmis veikir eða meiddir þannig það var smá hnjask á okkur fyrir leik. Það komu aðrir menn inn í staðinn og stóðu sig vel. Við erum með hörku hóp og liðsheild og ég held að allir þessir leikmenn ættu að vera tilbúnir í næsta leik, ekkert alvarlegt,“ sagði þjálfarinn að endingu. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Magnús Már tileinkaði fyrrum sjálfboðaliða félagsins sigurinn. „Þetta var frábær leikur. Ég ætla að byrja á að tileinka Guðjóni Ármanni Guðjónssyni þennan sigur. Guðjón sem var í meistaraflokksráði hjá okkur lést á dögunum og ég votta fjölskyldu og vinum hans samúð. Þessi sigur er tileinkaður honum,“ sagði Magnús Már. „Frábær leikur hjá strákunum, það er sjálfboðaliðum eins og Guðjóni að þakka að félagið er á þeim stað sem það er í dag, að spila í Bestu-deildinni. Ég votta mikla virðingu til fjölskyldu og vina,“ bætti þjálfarinn við. Mosfellingar töpuðu illa á móti Fram í síðustu umferð en allt annað lið kom til leiks í kvöld og voru mun grimmari á öllum sviðum. Magnús er afar bjartsýnn fyrir framhaldinu og líkir sóknarleiknum við tómatsósu. „Spilamennskan var allt í lagi á móti Fram. Nú vorum við beittir í teigunum og vorum að klára færin betur, þetta er eins og eldgamla tómatsósan. Stundum kemur ekkert út úr henni en svo fer allt að sulla og ég held að það sé nóg í flöskunni fyrir sumarið.“ Það má segja að allir leikmenn liðsins hafi átt góðan leik í liði Aftureldingar, frá öftustu línu til fremsta manns, og því er Magnús sammála. „Frábær liðsheild í dag. Allir sem byrjuðu og komu inn á áttu frábæran leik. Gríðarlega stoltur af strákunum í dag, hrikalega vel gert hjá þeim.“ Stokke fór beint í byrjunarliðið Benjamin Stokke, framherjinn stæðilegi, gekk til liðs við Aftureldingu fyrir nokkrum dögum síðan og lék sinn fyrsta leik í kvöld. Magnús Már var sáttur með norska framherjann í kvöld. „Hann var mjög öflugur. Góður í uppspili og gerði mikið fyrir okkur. Hann er að komast inn í hlutina og verður vaxandi og vonandi enn betri fyrir okkur í næstu leikjum.“ Það voru nokkrir Mosfellingar frá vegna meiðsla en Arnór Gauti Ragnarsson var ekki með Mosfellingum í kvöld og var í borgaralegum klæðum í stúkunni. Hann varð fyrir hnjaski, Oliver [Sigurjónsson] og Sigurpáll [Melberg Pálsson] voru allir ýmis veikir eða meiddir þannig það var smá hnjask á okkur fyrir leik. Það komu aðrir menn inn í staðinn og stóðu sig vel. Við erum með hörku hóp og liðsheild og ég held að allir þessir leikmenn ættu að vera tilbúnir í næsta leik, ekkert alvarlegt,“ sagði þjálfarinn að endingu.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti