Lífið

Jóhanna og Geir trú­lofuðu sig við Eiffel-turninn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jóhanna og Geir eignuðust sitt annað barn í september.
Jóhanna og Geir eignuðust sitt annað barn í september.

Útvarps- og sjónvarpskonan Jóhanna Helga Jensdóttir og Geir Ulrich Skaftason, viðskiptastjóri hjá Isavia, eru trúlofuð. Parið trúlofaði sig í borg ástarinnar, París, þann 2. maí síðastliðinn.

Jóhanna og Geir greina frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram, þar sem má sjá trúlofunarhring Jóhönnu með Eiffelturninn í bakgrunni.

Fyrr í vikunni deildi Jóhanna myndum úr ferðinni, sem virðist hafa verið sannkölluð draumaferð.

Jóhanna og Geir hafa verið par í rúmlega sex ár og ástin blómstrar á milli þeirra. Saman eiga þau tvö börn,– Tinnu Maríu, sem er fimm ára, og dreng sem fæddist í september.

Trúlofun með tveggja vikna millimili

Jóhanna og vinkona hennar og samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir eru afar samrýmdar. Tveimur vikum áður, eða þann 18. apríl, trúlofaðist Sunneva unnusta sínum, Benedikt Bjarnasyni, í fríi í Mexíkó. Það má ætla að vinkonurnar séu hæstánægðar með að fá tækifæri til að skipuleggja komandi brúðkaup saman.


Tengdar fréttir

Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni

Sumarið gekk formlega í garð síðastliðinn fimmtudag og heiðraði landsmenn með sólríkum degi. Stjörnur landsins skinu skært um helgina hvort sem það var í miðborg Reykjavíkur eða á ferðalögum erlendis. Þá er skemmtanalífið farið að færast í aukana með hækkandi sól og hitastigi.

Lítill bróðir mættur: „Fullkominn, stór og sterkur“

Útvarpskonan og áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir eignaðist hraustan og heilbrigðan strák 20. september síðastliðinn. Hún og Geir Ulrich kærasti hennar eru í skýjunum og hlakka til að kynnast sem fjölskylda.

Stjörnulífið: Líf og fjör og ástin blómstar

Maí mánuður er genginn í garð með tilheyrandi tilhlökkun landsmanna fyrir sumrinu. Stjörnur landsins skinu skært um helgina hvort sem það var í útihlaupi, á tónleikum eða ferðalögum erlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.