Íslenski boltinn

Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var hel­víti slæm“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þorlákur Breki Baxter tekur versta fasta leikatriði ÍBV í leiknum gegn Vestra að mati Alberts Brynjars Ingasonar. Af nægu var að taka.
Þorlákur Breki Baxter tekur versta fasta leikatriði ÍBV í leiknum gegn Vestra að mati Alberts Brynjars Ingasonar. Af nægu var að taka. stöð 2 sport

Eyjamenn ofbuðu Albert Brynjari Ingasyni með slæmum útfærslum á föstum leikatriðum í leiknum gegn Vestramönnum. Hann valdi þær fjórar verstu í Stúkunni.

Eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð í deild og bikar tapaði ÍBV fyrir Vestra, 0-2, í 5. umferð Bestu deildar karla á sunnudaginn.

Albert fylgdist vel með leiknum og afleitar horn- og aukaspyrnur Eyjamanna fönguðu auga hans. Hann ákvað því að velja þær verstu í Stúkunni í gær.

„Þessi var helvíti slæm líka,“ sagði Guðmundur Benediktsson um hornspyrnu þar sem Felix Örn Friðriksson, sem tók spyrnuna, var dæmdur rangstæður.

Klippa: Stúkan - fjögur verstu föstu leikatriði ÍBV

Verstu spyrnuna átti Þorlákur Breki Baxter í seinni hálfleik en þá sparkaði hann í hornfánann er hann ætlaði að senda fyrir.

„Þetta var alveg ótrúlegt magn af slökum föstum leikatriðum sem ÍBV tók í þessum leik,“ sagði Albert.

Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×