Sígild sumarterta að hætti Dana Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. maí 2025 14:31 Berglind heldur úti vefsíðunni Gotterí og gersemar. Þegar hin sígilda danska jarðaberjaterta er komin á útiborðið á sólríkum sumardegi, er sumarið formlega mætt hjá frændum okkar Dönum. Tertan samanstendur af stökkum kökubotni með mjúkri marsípanfyllingu, dökku súkkulaði, silkimjúkum vanillubúðingi og ferskum jarðarberjum. Tertan er tilvalin með kaffinu á mæðradaginn næstkomandi sunnudag. Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og Gersemar útbjó sína eigin útgáfu af tertunni, eftir að hafa fengið innblástur frá danska bakaríinu Lagkagehuset við heimsókn til Danmerkur, og deildi henni á vefsíðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Lagkagehuset (@lagkagehuset_official) Sígild jarðaberjaterta að hætti Dana Gotterí og gersemar Botninn 150 g hveiti100 g smjör (kalt)1 msk flórsykur1 egg¼ tsk salt Aðferð: Skerið smjörið í teninga og setjið allt saman í skál.Hnoðið saman með höndunum eða með K-inu í hrærivélinni þar til blandað saman.Smyrjið eldfast mót/kökuform að innan með smjöri og þjappið deiginu síðan í botninn og upp hliðarnar.Einnig er hægt að kæla deigið í um klukkustund og fletja það út ef þið kjósið heldur að gera það þannig.Kælið í ísskáp á meðan þið útbúið marsípanfyllinguna en gatið þó deigið með gaffli áður en þið hellið henni ofan á botninn. Marsípanfylling og súkkulaðiskel 200 g marsípan100 g sykur100 g smjör (við stofuhita)2 egg50 g hveiti70 g suðusúkkulaði Aðferð: Hitið ofninn í 180°C.Hnoðið marsípan, sykur og smjör saman í hrærivélinni (með K-inu) og bætið síðan eggjunum saman við einu í einu.Að lokum má sigta hveitið saman við og hræra vel saman, smyrjið síðan yfir gataðan smjördeigsbotninn.Bakið í 23-25 mínútur og látið kólna.Bræðið suðusúkkulaði og smyrjið því yfir og kælið áður en vanillurjóminn fer ofan á. Þetta er gert til þess að kakan blotni ekki of mikið þegar vanillurjóminn er settur ofan á, svo gerir súkkulaði auðvitað allt betra. Vanillurjómi og skreyting 250 ml nýmjólk40 g sykur1 egg2 tsk. vanilla bean extract (eða vanillusykur)1 msk. kartöflumjöl250 ml rjómi (þeyttur)Um 300 g jarðarber Aðferð: Setjið mjólk, sykur, egg, vanillu og kartöflumjöl saman í pott og hitið að suðu.Pískið stanslaust í pottinum á meðan blandan er að hitna, þegar hún fer að nálgast suðu þykknar hún og þá megið þið taka af hellunni og færa yfir í skál og kæla í ísskáp. Blandan ætti að þykkna þannig að hún minni á þykkan jafning áður en þið takið af hitanum.Kælið blönduna alveg og blandið henni síðan saman við þeytta rjómann.Smyrjið vanillurjómanum yfir súkkulaðið. Toppið með ferskum jarðarberjum. Aðferðina má sjá í færslunni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Gotterí og gersemar (@gotterioggersemar) Kökur og tertur Danmörk Uppskriftir Mæðradagurinn Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og Gersemar útbjó sína eigin útgáfu af tertunni, eftir að hafa fengið innblástur frá danska bakaríinu Lagkagehuset við heimsókn til Danmerkur, og deildi henni á vefsíðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Lagkagehuset (@lagkagehuset_official) Sígild jarðaberjaterta að hætti Dana Gotterí og gersemar Botninn 150 g hveiti100 g smjör (kalt)1 msk flórsykur1 egg¼ tsk salt Aðferð: Skerið smjörið í teninga og setjið allt saman í skál.Hnoðið saman með höndunum eða með K-inu í hrærivélinni þar til blandað saman.Smyrjið eldfast mót/kökuform að innan með smjöri og þjappið deiginu síðan í botninn og upp hliðarnar.Einnig er hægt að kæla deigið í um klukkustund og fletja það út ef þið kjósið heldur að gera það þannig.Kælið í ísskáp á meðan þið útbúið marsípanfyllinguna en gatið þó deigið með gaffli áður en þið hellið henni ofan á botninn. Marsípanfylling og súkkulaðiskel 200 g marsípan100 g sykur100 g smjör (við stofuhita)2 egg50 g hveiti70 g suðusúkkulaði Aðferð: Hitið ofninn í 180°C.Hnoðið marsípan, sykur og smjör saman í hrærivélinni (með K-inu) og bætið síðan eggjunum saman við einu í einu.Að lokum má sigta hveitið saman við og hræra vel saman, smyrjið síðan yfir gataðan smjördeigsbotninn.Bakið í 23-25 mínútur og látið kólna.Bræðið suðusúkkulaði og smyrjið því yfir og kælið áður en vanillurjóminn fer ofan á. Þetta er gert til þess að kakan blotni ekki of mikið þegar vanillurjóminn er settur ofan á, svo gerir súkkulaði auðvitað allt betra. Vanillurjómi og skreyting 250 ml nýmjólk40 g sykur1 egg2 tsk. vanilla bean extract (eða vanillusykur)1 msk. kartöflumjöl250 ml rjómi (þeyttur)Um 300 g jarðarber Aðferð: Setjið mjólk, sykur, egg, vanillu og kartöflumjöl saman í pott og hitið að suðu.Pískið stanslaust í pottinum á meðan blandan er að hitna, þegar hún fer að nálgast suðu þykknar hún og þá megið þið taka af hellunni og færa yfir í skál og kæla í ísskáp. Blandan ætti að þykkna þannig að hún minni á þykkan jafning áður en þið takið af hitanum.Kælið blönduna alveg og blandið henni síðan saman við þeytta rjómann.Smyrjið vanillurjómanum yfir súkkulaðið. Toppið með ferskum jarðarberjum. Aðferðina má sjá í færslunni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Gotterí og gersemar (@gotterioggersemar)
Kökur og tertur Danmörk Uppskriftir Mæðradagurinn Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira