Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar 6. maí 2025 15:02 Ég skrifaði þetta 20. nóv í hittifyrra og birti á vef Sósíalista og gæti nú sagt hvað sagði ég ekki en ástandið er of hrikalegt til þess.„Þetta er Déja vú eða hvað? Nú er allt lagt í rúst og Gazabúar hraktir frá norðri til suðurs og svo til vesturs. Þegar svo drepsóttirnar geysa og þjóðin húkir vonlaus sjúk og hungruð við landamæri Egyptalands þá Sesam Sesam opnist þú og málið afgreitt.“ Ég hef enga trú á að Ísraelar samþykki vopnahlé, opni landamærin í nokkra daga og leyfi flutninga á vörum og hjálpargögnum inn á Gaza. Þeir finna aðferðir til að sigla viðræðunum í strand. Það er örstutt í að farsóttir brjótist út og illa nærðir Gazabúar hrynji niður eins og flugur, miklu miklu fleiri en falla nú fyrir sprengjum, skothríð og hungri. Nakba 2 er á fullri ferð og aðferðirnar eru þær sömu og í hinni fyrri. Þó að vopnin sem Palestínumenn hafa nú séu betri en í Nakba 1 þá eru yfirburðir vopna Ísraela nú margfalt meiri en þá. Nakba 1 átti sér stað í tómarúminu milli samþykktar Sþ í nóv. 1947 og sjálfstæðisyfirlýsingar Ísraela 14. maí 1948. Bretar voru á förum – stjórnsýsla þeirra máttlaus – öflug og vel skipuleg hryðjuverkasamtök Zionistanna eins og Irgun og Hagana léku sér að illa vopnuðu palestínsku alþýðufólki. Oftast er þessu lýst sem stríði milli jafnvígra bardagahópa en það er hrein blekking. Það voru að vísu til vel vopnaðir hópar Palestínumanna en þeir voru ekki fjölmennir, aðallega vegna skorts á vopnum, en þessum hópum var ögrað til árása og frömdu sannarlega nokkur óhæfuverk sem gaf Zionistunum átyllu til hefnda og hefndin var eins og núna í engu samræmi við tilefnið enda tilgangurinn allt annar en hefnd – tilgangurinn var að hreinsa landið af íbúunum – hljómar þetta ekki kunnuglega? Palestínumenn voru hundruðum þúsundum saman hraktir brott frá 450 - 500 bæjum og þorpum með hryðjuverkum af vel þjálfuðum stríðsmönnum með nýjustu stríðstækni, margir beint úr úrvalsherdeildum heimstyrjaldarinnar. Eldvörpur framleiddar af hryðjuverkasveitunum sjálfum voru aðalvopnið og gegn þeim dugðu gamlir framhlaðningar og bjúgsverð skammt. Önnur aðferð var að drepa 10 manns, helst börn, á aðaltorgi bæjanna og ef það dugði ekki þá 10 til og svo 10 til viðbótar uns fólkið flýði - og þá var búið að loka öllum leiðum nema einni - þetta var skipulögð þjóðernishreinsun og þegar Arabaherirnir birtast er málið löngu afgreitt og þeir illa skipulagðir og forysturíkin Jórdanía og Sýrland breskir leppar með eigingjörn og makráð markmið. Þetta er Déja vú eða hvað? Nú er allt lagt í rúst og Gazabúar hraktir frá norðri til suðurs og svo til vesturs. Þegar svo drepsóttirnar geysa og þjóðin húkir vonlaus sjúk og hungruð við landamæri Egyptalands þá Sesam Sesam opnist þú og málið afgreitt. BNA og ESB hafa á þessu enga stjórn - það er fjármagnið sem ríkir og það er siðblint. Það er misskilningur að BNA ráði Ísrael eða að Ísrael ráði BNA, bæði ríkin eru í höndum sama fjármagns og það ræður sér sjálft. Jakkalakkarnir sem skjótast um ganga valdsins eru vel tamdir þrælar, blindir eins glóandi gullið sjálft. Höfundur er markaðsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sverrir Agnarsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Ég skrifaði þetta 20. nóv í hittifyrra og birti á vef Sósíalista og gæti nú sagt hvað sagði ég ekki en ástandið er of hrikalegt til þess.„Þetta er Déja vú eða hvað? Nú er allt lagt í rúst og Gazabúar hraktir frá norðri til suðurs og svo til vesturs. Þegar svo drepsóttirnar geysa og þjóðin húkir vonlaus sjúk og hungruð við landamæri Egyptalands þá Sesam Sesam opnist þú og málið afgreitt.“ Ég hef enga trú á að Ísraelar samþykki vopnahlé, opni landamærin í nokkra daga og leyfi flutninga á vörum og hjálpargögnum inn á Gaza. Þeir finna aðferðir til að sigla viðræðunum í strand. Það er örstutt í að farsóttir brjótist út og illa nærðir Gazabúar hrynji niður eins og flugur, miklu miklu fleiri en falla nú fyrir sprengjum, skothríð og hungri. Nakba 2 er á fullri ferð og aðferðirnar eru þær sömu og í hinni fyrri. Þó að vopnin sem Palestínumenn hafa nú séu betri en í Nakba 1 þá eru yfirburðir vopna Ísraela nú margfalt meiri en þá. Nakba 1 átti sér stað í tómarúminu milli samþykktar Sþ í nóv. 1947 og sjálfstæðisyfirlýsingar Ísraela 14. maí 1948. Bretar voru á förum – stjórnsýsla þeirra máttlaus – öflug og vel skipuleg hryðjuverkasamtök Zionistanna eins og Irgun og Hagana léku sér að illa vopnuðu palestínsku alþýðufólki. Oftast er þessu lýst sem stríði milli jafnvígra bardagahópa en það er hrein blekking. Það voru að vísu til vel vopnaðir hópar Palestínumanna en þeir voru ekki fjölmennir, aðallega vegna skorts á vopnum, en þessum hópum var ögrað til árása og frömdu sannarlega nokkur óhæfuverk sem gaf Zionistunum átyllu til hefnda og hefndin var eins og núna í engu samræmi við tilefnið enda tilgangurinn allt annar en hefnd – tilgangurinn var að hreinsa landið af íbúunum – hljómar þetta ekki kunnuglega? Palestínumenn voru hundruðum þúsundum saman hraktir brott frá 450 - 500 bæjum og þorpum með hryðjuverkum af vel þjálfuðum stríðsmönnum með nýjustu stríðstækni, margir beint úr úrvalsherdeildum heimstyrjaldarinnar. Eldvörpur framleiddar af hryðjuverkasveitunum sjálfum voru aðalvopnið og gegn þeim dugðu gamlir framhlaðningar og bjúgsverð skammt. Önnur aðferð var að drepa 10 manns, helst börn, á aðaltorgi bæjanna og ef það dugði ekki þá 10 til og svo 10 til viðbótar uns fólkið flýði - og þá var búið að loka öllum leiðum nema einni - þetta var skipulögð þjóðernishreinsun og þegar Arabaherirnir birtast er málið löngu afgreitt og þeir illa skipulagðir og forysturíkin Jórdanía og Sýrland breskir leppar með eigingjörn og makráð markmið. Þetta er Déja vú eða hvað? Nú er allt lagt í rúst og Gazabúar hraktir frá norðri til suðurs og svo til vesturs. Þegar svo drepsóttirnar geysa og þjóðin húkir vonlaus sjúk og hungruð við landamæri Egyptalands þá Sesam Sesam opnist þú og málið afgreitt. BNA og ESB hafa á þessu enga stjórn - það er fjármagnið sem ríkir og það er siðblint. Það er misskilningur að BNA ráði Ísrael eða að Ísrael ráði BNA, bæði ríkin eru í höndum sama fjármagns og það ræður sér sjálft. Jakkalakkarnir sem skjótast um ganga valdsins eru vel tamdir þrælar, blindir eins glóandi gullið sjálft. Höfundur er markaðsráðgjafi.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar