Indland gerir árás á Pakistan Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2025 21:02 Yfirvöld í Pakistan segja að flugskeyti Indverja hafi hæft þrjú skotmörk. X Indland hefur gert árás á Pakistan með flugskeytum á níu staði í Pakistan og í þeim hluta Kasmír-héraðs þar sem Pakistanar ráða ríkjum. Í yfirlýsingu frá indverskum yfirvöldum segir að ríkisstjórnin hafi sett verkefnið „Operation Sindoor“ af stað og skotið niður innviði hryðjuverkamanna í Pakistan og í Kashmír héraði, „þaðan sem hryðjuverkaárásum gegn Indlandi hefur verið stýrt.“ „Aðgerðirnar hafa verið skilvirkar og útreiknaðar. Engar herstöðvar í Pakistan voru skotmark árásanna,“ segir í yfirlýsingunni. Talsmaður pakistanska hersins sagði í yfirlýsingu að indversk flugskeyti hefðu hæft þrjú skotmörk í Pakistan. Hann sagði að árásin væri heigulsháttur og að Pakistanar myndu svara fyrir sig. BREAKING: India has launched missile strikes into Pakistan, targeting a mosque in Bahawalpur linked to Maulana Masood Azhar, the founder and leader of Jaish-e-Mohammed (JeM), an Islamist terrorist group primarily active in Indian Kashmir. pic.twitter.com/XC7JCWa5wv— Ian Miles Cheong (@stillgray) May 6, 2025 „Aumkunarverð árás“ Í frétt Telegraph er haft eftir pakistönskum yfirvöldum að minnst eitt barn sé látið og tveir slasaðir eftir árásirnar. Eitt flugskeytið hafi lent á mosku í borginni Bahawalpur í Punjab héraði, þar sem sagt er að barn hafi látist og kona og karl slasast. „Þetta er aumkunarverð árás og henni var beint gegn saklausum borgurum í skjóli nætur,“ sagði talsmaður pakistanska hersins í viðtali við ARY news. 🚨 #BREAKING: India has just launched a missile strike on PakistanPakistan vows to retaliateIt’s a full-on war now. pic.twitter.com/b04D1t1K2V— Nick Sortor (@nicksortor) May 6, 2025 Spennan milli Indlands og Pakistan hefur aukist jafnt og þétt eftir að ráðist var á ferðamenn í indverska hluta kasmír-héraðs fyrir tveimur vikum síðan. Minnst tuttugu og fjórir létu lífið þegar hópur manna hóf skotrhíð í átt að ferðamönnunum. Enginn lýsti yfir ábyrgð á árásinni en Indverjar og Pakistanar hafa lengi deilt um yfirráð yfir héraðinu og stjórna bæði löndin hlutum þess. Þarlendir miðlar fullyrtu sumir hverjir að vopnuðu mennirnir hefðu haft tengsl við pakistanska uppreisnarhópa. Gerðu síðast loftárás 2019 Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Fyrsta stríð ríkjanna var um Kasmír-hérað sem hefur um árabil þótt eitt mesta spennusvæði heims, ef svo má segja. Árið 2019 gerðu Indverjar loftárásir í Pakistan, eftir að vígamenn hryðjuverkasamtaka sem kallast Jaish-e-Mohammed, gerðu árás yfir landamæri ríkjanna í Kasmír. Indverjar hafa um árabil sakað Pakistana um að leyfa slíkum samtökum að starfa í Pakistan og hafa einni sagt að öryggissveitir í Pakistan hafi starfað með hryðjuverkasamtökum. Sjá ítarlega frétt um spennuna milli Pakistan og Indlands hér: Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Fréttin hefur verið uppfærð Indland Pakistan Hernaður Tengdar fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Attaullah Tarar, upplýsingamálaráðherra Pakistan, segir að landið búi yfir áreiðanlegum upplýsingum sem bendi til þess að Indland hyggist gera árás á allra næstu dögum. 30. apríl 2025 00:10 Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Mikil reiði er á meðal almennings á Indlandi eftir að byssumenn gerðu árás á hóp ferðamanna í Kasmír héraði og drápu tuttugu og sex hið minnsta. 23. apríl 2025 06:56 Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Aukin spenna er á milli Indlands og Pakistan vegna yfirráð í Kashmír héraðinu. Íslamskir vígamenn skutu 26 manns til bana á svæði Indlands. Landamærunum milli landanna hefur verið lokað. 28. apríl 2025 23:02 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Í yfirlýsingu frá indverskum yfirvöldum segir að ríkisstjórnin hafi sett verkefnið „Operation Sindoor“ af stað og skotið niður innviði hryðjuverkamanna í Pakistan og í Kashmír héraði, „þaðan sem hryðjuverkaárásum gegn Indlandi hefur verið stýrt.“ „Aðgerðirnar hafa verið skilvirkar og útreiknaðar. Engar herstöðvar í Pakistan voru skotmark árásanna,“ segir í yfirlýsingunni. Talsmaður pakistanska hersins sagði í yfirlýsingu að indversk flugskeyti hefðu hæft þrjú skotmörk í Pakistan. Hann sagði að árásin væri heigulsháttur og að Pakistanar myndu svara fyrir sig. BREAKING: India has launched missile strikes into Pakistan, targeting a mosque in Bahawalpur linked to Maulana Masood Azhar, the founder and leader of Jaish-e-Mohammed (JeM), an Islamist terrorist group primarily active in Indian Kashmir. pic.twitter.com/XC7JCWa5wv— Ian Miles Cheong (@stillgray) May 6, 2025 „Aumkunarverð árás“ Í frétt Telegraph er haft eftir pakistönskum yfirvöldum að minnst eitt barn sé látið og tveir slasaðir eftir árásirnar. Eitt flugskeytið hafi lent á mosku í borginni Bahawalpur í Punjab héraði, þar sem sagt er að barn hafi látist og kona og karl slasast. „Þetta er aumkunarverð árás og henni var beint gegn saklausum borgurum í skjóli nætur,“ sagði talsmaður pakistanska hersins í viðtali við ARY news. 🚨 #BREAKING: India has just launched a missile strike on PakistanPakistan vows to retaliateIt’s a full-on war now. pic.twitter.com/b04D1t1K2V— Nick Sortor (@nicksortor) May 6, 2025 Spennan milli Indlands og Pakistan hefur aukist jafnt og þétt eftir að ráðist var á ferðamenn í indverska hluta kasmír-héraðs fyrir tveimur vikum síðan. Minnst tuttugu og fjórir létu lífið þegar hópur manna hóf skotrhíð í átt að ferðamönnunum. Enginn lýsti yfir ábyrgð á árásinni en Indverjar og Pakistanar hafa lengi deilt um yfirráð yfir héraðinu og stjórna bæði löndin hlutum þess. Þarlendir miðlar fullyrtu sumir hverjir að vopnuðu mennirnir hefðu haft tengsl við pakistanska uppreisnarhópa. Gerðu síðast loftárás 2019 Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Fyrsta stríð ríkjanna var um Kasmír-hérað sem hefur um árabil þótt eitt mesta spennusvæði heims, ef svo má segja. Árið 2019 gerðu Indverjar loftárásir í Pakistan, eftir að vígamenn hryðjuverkasamtaka sem kallast Jaish-e-Mohammed, gerðu árás yfir landamæri ríkjanna í Kasmír. Indverjar hafa um árabil sakað Pakistana um að leyfa slíkum samtökum að starfa í Pakistan og hafa einni sagt að öryggissveitir í Pakistan hafi starfað með hryðjuverkasamtökum. Sjá ítarlega frétt um spennuna milli Pakistan og Indlands hér: Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Fréttin hefur verið uppfærð
Indland Pakistan Hernaður Tengdar fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Attaullah Tarar, upplýsingamálaráðherra Pakistan, segir að landið búi yfir áreiðanlegum upplýsingum sem bendi til þess að Indland hyggist gera árás á allra næstu dögum. 30. apríl 2025 00:10 Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Mikil reiði er á meðal almennings á Indlandi eftir að byssumenn gerðu árás á hóp ferðamanna í Kasmír héraði og drápu tuttugu og sex hið minnsta. 23. apríl 2025 06:56 Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Aukin spenna er á milli Indlands og Pakistan vegna yfirráð í Kashmír héraðinu. Íslamskir vígamenn skutu 26 manns til bana á svæði Indlands. Landamærunum milli landanna hefur verið lokað. 28. apríl 2025 23:02 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Attaullah Tarar, upplýsingamálaráðherra Pakistan, segir að landið búi yfir áreiðanlegum upplýsingum sem bendi til þess að Indland hyggist gera árás á allra næstu dögum. 30. apríl 2025 00:10
Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Mikil reiði er á meðal almennings á Indlandi eftir að byssumenn gerðu árás á hóp ferðamanna í Kasmír héraði og drápu tuttugu og sex hið minnsta. 23. apríl 2025 06:56
Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Aukin spenna er á milli Indlands og Pakistan vegna yfirráð í Kashmír héraðinu. Íslamskir vígamenn skutu 26 manns til bana á svæði Indlands. Landamærunum milli landanna hefur verið lokað. 28. apríl 2025 23:02