Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. maí 2025 07:00 „Við munum ekki lengur gera Rússlandi kleift að nota orkumálin sem vopn gegn okkur. Við munum ekki lengur með óbeinum hætti hjálpa til við að fjármagna stríðsrekstur þeirra,“ sagði Dan Jørgensen, orkumálaráðherra Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Strasbourg í gær en sambandið hefur sagt að stefnt sé að því að ríki þess verði ekki lengur háð rússnesku gasi í lok árs 2027. Með öðrum orðum næstum sex árum eftir innrás rússneska hersins í Úkraínu. Fram kemur í frétt brezka ríkisútvarpsins BBC að þó gripið hafi verið til aðgerða á undanförnum árum til þess að draga úr því hversu háð Evrópusambandið og ríki þess væru rússneskri orku væri sú enn raunin að verulegu leyti. Þannig komi fram í skýrslu framkvæmdastjórnar sambandsins vegna fyrrnefndra áforma að 45% af gasi sem notað hafi verið innan þess árið 2021, fyrir innrásina í Úkraínu, hafi komið frá Rússlandi en hlutfallið hafi enn verið 19% á síðasta ári. Tekizt hefði betur til við að draga úr innflutningi á rússneskri olíu. Hins vegar þyrfti einnig að draga úr því hversu háð Evrópusambandið væri innflutningi frá Rússlandi fyrir kjarnorkuiðnaðinn í ríkjum sambandsins. Þannig hefði rúmlega 14% af úraníum sem notað hefði verið innan Evrópusambandsins á síðasta ári hefði verið rússneskt. Þá segi í skýrslunni að með þessu hefði efnahagsöryggi sambandsins verið sett í hættu og stríðsrekstur Rússlands fjármagnaður. Forystumenn Evrópusambandsins hafa áður viðurkennt að sambandið og ríki þess hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu og stríðsrekstur Rússlands með umfangsmiklum kaupum á rússneskri orku undanfarin ár og áratugi og haldið því áfram í vaxandi mæli í kjölfar þess að rússnesk stjórnvöld innlimuðu Krímsskaga árið 2014 þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð í þeim efnum. Til stendur nú loks að skrúfa fyrir þá fjármögnun en eftir tæplega þrjú ár. Takist það á annað borð. Hitt er svo annað mál að ekki er í vitað í öllum tilfellum, einkum þegar gas er flutt inn til Evrópusambandsins í fljótandi formi, hvort það komi upprunalega frá Rússlandi. Þannig er vitað að rússneskt gas sem flutt er til Kína er síðan selt áfram út á alþjóðamarkaðinn sem þarlend framleiðsla. Hið sama hefur átt við um olíu. Þá má hafa í huga að þó dregið hafi úr umfangi innflutts rússnesks gass til ríkja sambandsins hefur þurfa að greiða mun meira fyrir það en áður. Með öðrum orðum hafa tekjurnar sem skilað hafa sér í ríkissjóð Rússlands ekki dregizt eins mikið saman og innflutningurinn á rússnesku gasi og olíu til Evrópusambandsins. Forystumenn sambandsins hafa viðurkennt að ríki þess hafi greitt meira til Rússlands fyrir orkuna en þau hafi styrkt Úkraínumenn. Margfalt meira ef teknar eru inn í myndina greiðslur ríkjanna fyrir rússneska orku árum saman áður en rússneski herinn réðist inn í Úkraínu fyrir þremur árum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
„Við munum ekki lengur gera Rússlandi kleift að nota orkumálin sem vopn gegn okkur. Við munum ekki lengur með óbeinum hætti hjálpa til við að fjármagna stríðsrekstur þeirra,“ sagði Dan Jørgensen, orkumálaráðherra Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Strasbourg í gær en sambandið hefur sagt að stefnt sé að því að ríki þess verði ekki lengur háð rússnesku gasi í lok árs 2027. Með öðrum orðum næstum sex árum eftir innrás rússneska hersins í Úkraínu. Fram kemur í frétt brezka ríkisútvarpsins BBC að þó gripið hafi verið til aðgerða á undanförnum árum til þess að draga úr því hversu háð Evrópusambandið og ríki þess væru rússneskri orku væri sú enn raunin að verulegu leyti. Þannig komi fram í skýrslu framkvæmdastjórnar sambandsins vegna fyrrnefndra áforma að 45% af gasi sem notað hafi verið innan þess árið 2021, fyrir innrásina í Úkraínu, hafi komið frá Rússlandi en hlutfallið hafi enn verið 19% á síðasta ári. Tekizt hefði betur til við að draga úr innflutningi á rússneskri olíu. Hins vegar þyrfti einnig að draga úr því hversu háð Evrópusambandið væri innflutningi frá Rússlandi fyrir kjarnorkuiðnaðinn í ríkjum sambandsins. Þannig hefði rúmlega 14% af úraníum sem notað hefði verið innan Evrópusambandsins á síðasta ári hefði verið rússneskt. Þá segi í skýrslunni að með þessu hefði efnahagsöryggi sambandsins verið sett í hættu og stríðsrekstur Rússlands fjármagnaður. Forystumenn Evrópusambandsins hafa áður viðurkennt að sambandið og ríki þess hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu og stríðsrekstur Rússlands með umfangsmiklum kaupum á rússneskri orku undanfarin ár og áratugi og haldið því áfram í vaxandi mæli í kjölfar þess að rússnesk stjórnvöld innlimuðu Krímsskaga árið 2014 þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð í þeim efnum. Til stendur nú loks að skrúfa fyrir þá fjármögnun en eftir tæplega þrjú ár. Takist það á annað borð. Hitt er svo annað mál að ekki er í vitað í öllum tilfellum, einkum þegar gas er flutt inn til Evrópusambandsins í fljótandi formi, hvort það komi upprunalega frá Rússlandi. Þannig er vitað að rússneskt gas sem flutt er til Kína er síðan selt áfram út á alþjóðamarkaðinn sem þarlend framleiðsla. Hið sama hefur átt við um olíu. Þá má hafa í huga að þó dregið hafi úr umfangi innflutts rússnesks gass til ríkja sambandsins hefur þurfa að greiða mun meira fyrir það en áður. Með öðrum orðum hafa tekjurnar sem skilað hafa sér í ríkissjóð Rússlands ekki dregizt eins mikið saman og innflutningurinn á rússnesku gasi og olíu til Evrópusambandsins. Forystumenn sambandsins hafa viðurkennt að ríki þess hafi greitt meira til Rússlands fyrir orkuna en þau hafi styrkt Úkraínumenn. Margfalt meira ef teknar eru inn í myndina greiðslur ríkjanna fyrir rússneska orku árum saman áður en rússneski herinn réðist inn í Úkraínu fyrir þremur árum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar