Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Árni Sæberg skrifar 7. maí 2025 16:34 Samskip hefur staðið í ströngu vegna málsins og ætla má að dómurinn í dag verði ekki sá síðasti í málinu. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af kröfum Samskipa um ógildingu sáttar Eimskips við eftirlitið. Meðal þess sem sáttin mælir fyrir um er bann á viðskipti milli Eimskips og Samskipa. Hæstiréttur bendir á að sýknan komi ekki í veg fyrir að Samskip leiti réttar síns vegna mögulegra brota Eimskips á samkeppnislögum. Þetta segir í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp síðdegis. Hæstiréttur ákvað í desember síðastliðnum að taka málið fyrir með vísan til þess að að virtum gögnum málsins yrði talið að dómur í því gæti haft fordæmisgildi, einkum um réttaráhrif stjórnvaldssáttar á sviði samkeppnisréttar á þriðja aðila og möguleika hans á að bera gildi ákvæða í slíkri sátt, sem kunna að varða hagsmuni hans, undir áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Sáttin bindandi Í niðurstöðukafla Hæstaréttar segir að í málinu hafi reynt á hvort fyrirtæki sem er til rannsóknar Samkeppniseftirlitinu vegna ætlaðs samráðsbrots sé heimilt á grundvelli samkeppnislaga að kæra tiltekið ákvæði sáttar sem gerð er við annað fyrirtæki sem er til rannsóknar í sama máli. Samskip hefðu byggt á að þeim væri heimilt að kæra sátt Eimskips til áfrýjunarnefndar samkeppnismála að því leyti sem sáttin varði hagsmuni félagsins. Sáttaúrræði hafi komið inn í samkeppnislög með lögum árið 2027 en fyrir þann tíma hefði því verið beitt á grundvelli reglna Samkeppniseftirlitsins um málsmeðferð. Í greinargerð með frumvarpi til laganna hafi verið tekið fram að sáttir væru ekki einhliða ákvarðanir stjórnvalds heldur kæmu málsaðilar einnig að þeim. Því væri sátt bindandi fyrir aðila þegar hann hefði samþykkt hana og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Með breytingarlögum árið 2020 hafi sáttaákvæðið komist í núverandi horf þegar bætt var við það tveimur málsgreinum. Í greinargerð með frumvarpi að lögunum hafi verið áréttað að sátt væri bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefði samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Á sama hátt væri sátt bindandi fyrir Samkeppniseftirlitið, enda væri hún stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga. Henni yrði aðeins breytt á grundvelli reglna stjórnsýsluréttar um afturköllun ákvörðunar, endurupptöku máls eða sérstakra lagaheimilda. Í gerð sáttar á grundvelli samkeppnislaga felist samkvæmt framansögðu að Samkeppniseftirlitið og fyrirtæki séu sammála um að nánar tiltekin fyrirmæli séu til þess fallin að leysa það samkeppnisréttarlega álitamál sem er fyrir hendi, svo sem vegna ætlaðs brots gegn bannreglum samkeppnislaga. Með sátt megi þannig koma í veg fyrir tiltekna samkeppnishamlandi háttsemi fyrirtækis framvegis auk þess sem brot á sátt geti orðið sjálfstætt tilefni álagningar stjórnvaldssektar. Af þessu leiði að sátt telst bindandi fyrir aðila hennar og feli í sér endanlegar lyktir máls fyrir þá. Þetta sé þó ekki því til fyrirstöðu að aðili skjóti til dómstóla ágreiningi um nánari túlkun þeirra skuldbindinga sem í henni felast eða ætluð brot hans gegn sátt. Fyrsta málið sinnar tegundar Ekki sé til einhlítur mælikvarði um hverjir eigi aðild að stjórnsýslumáli. Í máli þessu reyni í fyrsta sinn á það álitaefni hvort fyrirtæki sem var þátttakandi í ætluðu ólögmætu samráði geti kært til áfrýjunarnefndar samkeppnismála hluta sáttar annars fyrirtækis í sömu rannsókn sem hefur gengist við samráðsbroti og gert sátt við stefnda í því skyni að ljúka rannsókn hvað sig varðar. Samkvæmt grein núgildandi leiðbeiningum um málsmeðferð fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi þeir heimild til að skjóta málum til nefndarinnar sem ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins samkvæmt samkeppnislögum eða reglum settum samkvæmt þeim beinist að eða hafa aðra lögvarða hagsmuni af úrlausn máls. Þá hafi almennt verið talið að skýra eigi aðildarhugtak stjórnsýsluréttar rúmt þannig að ekki sé einungis átt við þá sem eiga beina aðild að máli heldur einnig þá sem hafa óbeinna hagsmuna að gæta. Einnig liggi fyrir að áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi í framkvæmd sinni fallist á aðild fyrirtækis fyrir nefndinni ef það starfar á sama markaði og annað fyrirtæki í málum um samruna eða vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Neitun um viðskipti á grundvelli sáttarinnar gæti falið í sér brot Í dóminum segir að meðan rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu samráði Eimskips og Samskipa stóð yfir hafi Eimskip viðurkennt brot sín og gert sátt við eftirlitið. Á því hefði félagið haft forræði og sáttin hafi verið bindandi fyrir það, líkt og skýrt komi fram í sáttinni. Þá liggi fyrir að bæði Samskip og Eimskip hefðu haft stöðu aðila við rannsókn á ætluðu samráði þessara fyrirtækja. Við áframhaldandi rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðum brotum Samskipa hafi félaginu auk þess gefist kostur á að koma á framfæri andmælum við fyrirhugaðar aðgerðir á grundvelli samkeppnislaga. Rannsókninni hafi lokið með ákvörðun árið 2023 í máli Samskipa þar sem sett hafi verið hliðstæð fyrirmæli og þau sem er að finna í sátt Eimskips. Þau fyrirmæli hafi verið staðfest með úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Tiltekið ákvæði hafi varðað Samskip sérstaklega Í dóminum segir að Samskip hafi byggt á því að tiltekið ákvæði sáttar Eimskips og Samkeppniseftirlitsins hefði varðað félagið sérstaklega. Í yfirferð yfir helstu málsástæður Samskipa segir að ákvæðið hefði að geyma skilyrði sem lúti með beinum hætti að samnings- og atvinnufrelsi hans. Samskip séu helsti keppinautur Eimskips á þeim mörkuðum sem sáttin taki til sem séu fákeppnismarkaðir þar sem Eimskip hafi mjög sterka stöðu. Í skilyrðum sáttarinnar felist ekki eingöngu niðurstaða um að Eimskip láti af ætlaðri ólögmætri háttsemi heldur sé lagt bann við því að félagið eigi í hvers kyns viðskiptum við Samskip að viðlögðum sektum. Samskip hafu einnig verulega samkeppnisréttarlega hagsmuni af því að fá úr því skorið hvort ákvæði sáttarinnar samræmist markmiðum og efni samkeppnislaga og stjórnsýsluréttar. Það leiði ekki af samkeppnislögum að hvers kyns viðskipti milli keppinauta séu ólögmæt. Eimskip sé í einstakri yfirburðarstöðu og með synjun þess á beiðni um þjónustu geti falist mikil aðgangshindrun að markaði og tjón fyrir keppinauta sem geti verið í andstöðu við tiltekið ákvæði samkeppnislaga. Eimskipi sé samkvæmt sáttinni skylt að synja Samskipum um hvers kyns viðskipti eða þjónustu einungis með þeirri undantekningu að Eimskip sannfæri Samkeppniseftirlitið um að viðskipti séu ekki til þess fallin að raska samkeppni. Það skilyrði sáttarinnar sé ekki samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið verði að geta treyst því að sátt sé endanleg Í niðurstöðu dómsins segir að við gerð sáttar samkvæmt samkeppnislögum sé Samkeppniseftirlitið bundið af lögmætisreglu stjórnsýsluréttar. Þá sé til þess að líta að sáttir séu eitt af lögbundnum úrræðum samkeppnisyfirvalda við framkvæmd samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið verði að geta treyst því að sátt vegna samráðs feli í sér endanlegar lyktir máls gagnvart fyrirtæki og það grípi til þeirra aðgerða sem það hefur skuldbundið sig til. Þær skuldbindingar sem fyrirtæki gengst þannig undir til að koma í veg fyrir frekari brot og stuðla að virkri samkeppni verði því að jafnaði ekki skildar frá öðrum ákvæðum sáttar. Hins vegar geti samningsfrelsi fyrirtækja sem Samkeppniseftirlitið gerir sátt við ekki náð til þess að vikið sé frá ófrávíkjanlegum réttarreglum. Eins og staðfest hafi verið af Samkeppniseftilitinu geti sáttin því ekki haggað lögbundnum skyldum Eimskips á grundvelli bannreglna samkeppnislaga, svo sem grein laganna um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Til þess sé jafnframt að líta að í máli þessu séu ekki til úrlausnar hugsanleg brot Eimskips gegn fyrrgreindu ákvæði í skjóli umræddrar sáttar. Samskipt geti áfram kært hugsanleg brot Að framangreindu virtu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms sé fallist á með Samkeppniseftirlitinu að Samskip njóti ekki aðildar til að kæra umræddan hluta sáttar Eimskips til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. „Sú niðurstaða kemur þó ekki í veg fyrir að hann geti beint kvörtun til stefnda telji hann Eimskip brjóta gegn bannákvæðum samkeppnislaga í ákveðnum tilvikum eða vegna annarra atriða sem þeim kunna að tengjast. Eru honum þá tæk úrræði að lögum til að beina kvörtun til stefnda og eftir atvikum skjóta ákvörðun hans þar að lútandi til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.“ Málskostnaður milli aðila fyrir Hæstarétti var felldur niður. Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Þetta segir í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp síðdegis. Hæstiréttur ákvað í desember síðastliðnum að taka málið fyrir með vísan til þess að að virtum gögnum málsins yrði talið að dómur í því gæti haft fordæmisgildi, einkum um réttaráhrif stjórnvaldssáttar á sviði samkeppnisréttar á þriðja aðila og möguleika hans á að bera gildi ákvæða í slíkri sátt, sem kunna að varða hagsmuni hans, undir áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Sáttin bindandi Í niðurstöðukafla Hæstaréttar segir að í málinu hafi reynt á hvort fyrirtæki sem er til rannsóknar Samkeppniseftirlitinu vegna ætlaðs samráðsbrots sé heimilt á grundvelli samkeppnislaga að kæra tiltekið ákvæði sáttar sem gerð er við annað fyrirtæki sem er til rannsóknar í sama máli. Samskip hefðu byggt á að þeim væri heimilt að kæra sátt Eimskips til áfrýjunarnefndar samkeppnismála að því leyti sem sáttin varði hagsmuni félagsins. Sáttaúrræði hafi komið inn í samkeppnislög með lögum árið 2027 en fyrir þann tíma hefði því verið beitt á grundvelli reglna Samkeppniseftirlitsins um málsmeðferð. Í greinargerð með frumvarpi til laganna hafi verið tekið fram að sáttir væru ekki einhliða ákvarðanir stjórnvalds heldur kæmu málsaðilar einnig að þeim. Því væri sátt bindandi fyrir aðila þegar hann hefði samþykkt hana og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Með breytingarlögum árið 2020 hafi sáttaákvæðið komist í núverandi horf þegar bætt var við það tveimur málsgreinum. Í greinargerð með frumvarpi að lögunum hafi verið áréttað að sátt væri bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefði samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Á sama hátt væri sátt bindandi fyrir Samkeppniseftirlitið, enda væri hún stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga. Henni yrði aðeins breytt á grundvelli reglna stjórnsýsluréttar um afturköllun ákvörðunar, endurupptöku máls eða sérstakra lagaheimilda. Í gerð sáttar á grundvelli samkeppnislaga felist samkvæmt framansögðu að Samkeppniseftirlitið og fyrirtæki séu sammála um að nánar tiltekin fyrirmæli séu til þess fallin að leysa það samkeppnisréttarlega álitamál sem er fyrir hendi, svo sem vegna ætlaðs brots gegn bannreglum samkeppnislaga. Með sátt megi þannig koma í veg fyrir tiltekna samkeppnishamlandi háttsemi fyrirtækis framvegis auk þess sem brot á sátt geti orðið sjálfstætt tilefni álagningar stjórnvaldssektar. Af þessu leiði að sátt telst bindandi fyrir aðila hennar og feli í sér endanlegar lyktir máls fyrir þá. Þetta sé þó ekki því til fyrirstöðu að aðili skjóti til dómstóla ágreiningi um nánari túlkun þeirra skuldbindinga sem í henni felast eða ætluð brot hans gegn sátt. Fyrsta málið sinnar tegundar Ekki sé til einhlítur mælikvarði um hverjir eigi aðild að stjórnsýslumáli. Í máli þessu reyni í fyrsta sinn á það álitaefni hvort fyrirtæki sem var þátttakandi í ætluðu ólögmætu samráði geti kært til áfrýjunarnefndar samkeppnismála hluta sáttar annars fyrirtækis í sömu rannsókn sem hefur gengist við samráðsbroti og gert sátt við stefnda í því skyni að ljúka rannsókn hvað sig varðar. Samkvæmt grein núgildandi leiðbeiningum um málsmeðferð fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi þeir heimild til að skjóta málum til nefndarinnar sem ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins samkvæmt samkeppnislögum eða reglum settum samkvæmt þeim beinist að eða hafa aðra lögvarða hagsmuni af úrlausn máls. Þá hafi almennt verið talið að skýra eigi aðildarhugtak stjórnsýsluréttar rúmt þannig að ekki sé einungis átt við þá sem eiga beina aðild að máli heldur einnig þá sem hafa óbeinna hagsmuna að gæta. Einnig liggi fyrir að áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi í framkvæmd sinni fallist á aðild fyrirtækis fyrir nefndinni ef það starfar á sama markaði og annað fyrirtæki í málum um samruna eða vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Neitun um viðskipti á grundvelli sáttarinnar gæti falið í sér brot Í dóminum segir að meðan rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu samráði Eimskips og Samskipa stóð yfir hafi Eimskip viðurkennt brot sín og gert sátt við eftirlitið. Á því hefði félagið haft forræði og sáttin hafi verið bindandi fyrir það, líkt og skýrt komi fram í sáttinni. Þá liggi fyrir að bæði Samskip og Eimskip hefðu haft stöðu aðila við rannsókn á ætluðu samráði þessara fyrirtækja. Við áframhaldandi rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðum brotum Samskipa hafi félaginu auk þess gefist kostur á að koma á framfæri andmælum við fyrirhugaðar aðgerðir á grundvelli samkeppnislaga. Rannsókninni hafi lokið með ákvörðun árið 2023 í máli Samskipa þar sem sett hafi verið hliðstæð fyrirmæli og þau sem er að finna í sátt Eimskips. Þau fyrirmæli hafi verið staðfest með úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Tiltekið ákvæði hafi varðað Samskip sérstaklega Í dóminum segir að Samskip hafi byggt á því að tiltekið ákvæði sáttar Eimskips og Samkeppniseftirlitsins hefði varðað félagið sérstaklega. Í yfirferð yfir helstu málsástæður Samskipa segir að ákvæðið hefði að geyma skilyrði sem lúti með beinum hætti að samnings- og atvinnufrelsi hans. Samskip séu helsti keppinautur Eimskips á þeim mörkuðum sem sáttin taki til sem séu fákeppnismarkaðir þar sem Eimskip hafi mjög sterka stöðu. Í skilyrðum sáttarinnar felist ekki eingöngu niðurstaða um að Eimskip láti af ætlaðri ólögmætri háttsemi heldur sé lagt bann við því að félagið eigi í hvers kyns viðskiptum við Samskip að viðlögðum sektum. Samskip hafu einnig verulega samkeppnisréttarlega hagsmuni af því að fá úr því skorið hvort ákvæði sáttarinnar samræmist markmiðum og efni samkeppnislaga og stjórnsýsluréttar. Það leiði ekki af samkeppnislögum að hvers kyns viðskipti milli keppinauta séu ólögmæt. Eimskip sé í einstakri yfirburðarstöðu og með synjun þess á beiðni um þjónustu geti falist mikil aðgangshindrun að markaði og tjón fyrir keppinauta sem geti verið í andstöðu við tiltekið ákvæði samkeppnislaga. Eimskipi sé samkvæmt sáttinni skylt að synja Samskipum um hvers kyns viðskipti eða þjónustu einungis með þeirri undantekningu að Eimskip sannfæri Samkeppniseftirlitið um að viðskipti séu ekki til þess fallin að raska samkeppni. Það skilyrði sáttarinnar sé ekki samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið verði að geta treyst því að sátt sé endanleg Í niðurstöðu dómsins segir að við gerð sáttar samkvæmt samkeppnislögum sé Samkeppniseftirlitið bundið af lögmætisreglu stjórnsýsluréttar. Þá sé til þess að líta að sáttir séu eitt af lögbundnum úrræðum samkeppnisyfirvalda við framkvæmd samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið verði að geta treyst því að sátt vegna samráðs feli í sér endanlegar lyktir máls gagnvart fyrirtæki og það grípi til þeirra aðgerða sem það hefur skuldbundið sig til. Þær skuldbindingar sem fyrirtæki gengst þannig undir til að koma í veg fyrir frekari brot og stuðla að virkri samkeppni verði því að jafnaði ekki skildar frá öðrum ákvæðum sáttar. Hins vegar geti samningsfrelsi fyrirtækja sem Samkeppniseftirlitið gerir sátt við ekki náð til þess að vikið sé frá ófrávíkjanlegum réttarreglum. Eins og staðfest hafi verið af Samkeppniseftilitinu geti sáttin því ekki haggað lögbundnum skyldum Eimskips á grundvelli bannreglna samkeppnislaga, svo sem grein laganna um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Til þess sé jafnframt að líta að í máli þessu séu ekki til úrlausnar hugsanleg brot Eimskips gegn fyrrgreindu ákvæði í skjóli umræddrar sáttar. Samskipt geti áfram kært hugsanleg brot Að framangreindu virtu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms sé fallist á með Samkeppniseftirlitinu að Samskip njóti ekki aðildar til að kæra umræddan hluta sáttar Eimskips til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. „Sú niðurstaða kemur þó ekki í veg fyrir að hann geti beint kvörtun til stefnda telji hann Eimskip brjóta gegn bannákvæðum samkeppnislaga í ákveðnum tilvikum eða vegna annarra atriða sem þeim kunna að tengjast. Eru honum þá tæk úrræði að lögum til að beina kvörtun til stefnda og eftir atvikum skjóta ákvörðun hans þar að lútandi til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.“ Málskostnaður milli aðila fyrir Hæstarétti var felldur niður.
Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira