Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar 7. maí 2025 18:01 Alþjóða glæpadómstóllinn gaf fyrir hálfu ári síðan, í nóvember 2024, út handtökutilskipun á forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, og fyrrverandi varnarmálaráðherra ríkisins, Yoav Gallant, fyrir það brot á alþjóðalögum að nota hungurvopnið gegn óbreyttum borgurum á Gaza. Þetta er stríðsglæpur. Ríkisstjórn Ísraels, sem einhliða rauf vopnahlé við Hamas í mars, hefur síðan hert á umsátrinu og komið í veg fyrir að nokkur neyðaraðstoð berist inn á Gaza í meira en tvo mánuði. Afleiðingin er hungursneyð, þar sem sífellt fleiri látast og bíða óbætanlegan skaða. Samhliða því að svelta íbúa Gaza verða þeir fyrir linnulausum sprengiárásum. Tugir þúsunda fallinna, og hundruð þúsunda særðra. Svona svo fólk skilji stærðargráðu stríðsglæpanna, þá er fjöldi drepinna barna (um 20 þúsund) og særðra barna (yfir 100 þúsund) á Gaza þrefalt fleiri en öll börn á grunnskólaaldri á Íslandi (um 48 þúsund). Stríðsglæpamennirnir sem stjórna Ísrael eru ekkert að fela fyrirætlanir sínar: þeir segjast ætla að gjöreyða samfélagi Palestínumanna á Gaza og hrekja þá úr landi. Þetta er ísraelska útgáfan af „lokalausninni“ (eins og nasistar kölluðu útrýmingarstefnu sína gegn gyðingum), og afleiðingin er helför (holocaust) Palestínumanna. Það sem er að gerast á Gaza er sambærilegt við þjóðarmorðið í Rwanda árið 1994. Þá brást alþjóðasamfélagið og gerði ekkert til að hindra eða stöðva það þrátt fyrir að alþjóðalög leggi þær skyldur á þjóðir heims að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Eftirá sögðu ráðamenn á Vesturlöndum „aldrei aftur“ og „þetta má ekki gerast“. En það er að gerast aftur. Barnamorð, þjóðarmorð, þjóðernishreinsanir… og Vesturlönd standa að mestu þögul hjá eða styðja Ísrael með áframhaldandi vopnasendingum. Ríkisstjórn Íslands hefur tekið eindregna afstöðu gegn framferði Ísraelsmanna, og skipað sér við hlið Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar í fordæmingu á því sem er að gerast. Því ber að fagna, en en það þarf að ganga lengra því fordæming á atferli Íraelsmanna stöðvar ekki þá helför sem er í fullum gangi. Fordæmingu í orði þarf að fylgja eftir með fordæmingu í verki. Ísland ætti að stíga fram fyrir skjöldu og í verki fordæma stríðsglæpi Ísraelsríkis með því slíta stjórnmálasambandi og krefjast þess að Ísrael verði vikið úr Sameinuðu þjóðunum fyrir glæpi sína. Þá ætti Ísland að gerast aðili að kæru Suður Afríku á hendur Ísrael sem er til meðferðar hjá Alþjóðadómstólnum, og stöðva öll viðskipti-, menningar- og íþróttasamskipti við Ísrael. Í ljósi þess hvað er að gerast á Gaza það nánast súrrealistískt að ætla að fara að tralla í góðum gír með Ísraelsmönnum í Evrópsku söngvakeppninni. Að stöðva stríðsglæpi Ísraels og helför Palestínumanna er stærsta mannúðarmál samtímans. Við getum ekki látið eins og við vitum ekki hvað er í gangi – ógnarverkin eru í beinni útsendingu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Ég undirstrika að alþjóðalög leggja þær skyldur á þjóðir heims að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Krefjumst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða sem bíta, því við viljum ekki með aðgerðarleysi vera gerð samsek í þjóðarmorði! Höfundur er prófessor emeritus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Alþjóða glæpadómstóllinn gaf fyrir hálfu ári síðan, í nóvember 2024, út handtökutilskipun á forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, og fyrrverandi varnarmálaráðherra ríkisins, Yoav Gallant, fyrir það brot á alþjóðalögum að nota hungurvopnið gegn óbreyttum borgurum á Gaza. Þetta er stríðsglæpur. Ríkisstjórn Ísraels, sem einhliða rauf vopnahlé við Hamas í mars, hefur síðan hert á umsátrinu og komið í veg fyrir að nokkur neyðaraðstoð berist inn á Gaza í meira en tvo mánuði. Afleiðingin er hungursneyð, þar sem sífellt fleiri látast og bíða óbætanlegan skaða. Samhliða því að svelta íbúa Gaza verða þeir fyrir linnulausum sprengiárásum. Tugir þúsunda fallinna, og hundruð þúsunda særðra. Svona svo fólk skilji stærðargráðu stríðsglæpanna, þá er fjöldi drepinna barna (um 20 þúsund) og særðra barna (yfir 100 þúsund) á Gaza þrefalt fleiri en öll börn á grunnskólaaldri á Íslandi (um 48 þúsund). Stríðsglæpamennirnir sem stjórna Ísrael eru ekkert að fela fyrirætlanir sínar: þeir segjast ætla að gjöreyða samfélagi Palestínumanna á Gaza og hrekja þá úr landi. Þetta er ísraelska útgáfan af „lokalausninni“ (eins og nasistar kölluðu útrýmingarstefnu sína gegn gyðingum), og afleiðingin er helför (holocaust) Palestínumanna. Það sem er að gerast á Gaza er sambærilegt við þjóðarmorðið í Rwanda árið 1994. Þá brást alþjóðasamfélagið og gerði ekkert til að hindra eða stöðva það þrátt fyrir að alþjóðalög leggi þær skyldur á þjóðir heims að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Eftirá sögðu ráðamenn á Vesturlöndum „aldrei aftur“ og „þetta má ekki gerast“. En það er að gerast aftur. Barnamorð, þjóðarmorð, þjóðernishreinsanir… og Vesturlönd standa að mestu þögul hjá eða styðja Ísrael með áframhaldandi vopnasendingum. Ríkisstjórn Íslands hefur tekið eindregna afstöðu gegn framferði Ísraelsmanna, og skipað sér við hlið Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar í fordæmingu á því sem er að gerast. Því ber að fagna, en en það þarf að ganga lengra því fordæming á atferli Íraelsmanna stöðvar ekki þá helför sem er í fullum gangi. Fordæmingu í orði þarf að fylgja eftir með fordæmingu í verki. Ísland ætti að stíga fram fyrir skjöldu og í verki fordæma stríðsglæpi Ísraelsríkis með því slíta stjórnmálasambandi og krefjast þess að Ísrael verði vikið úr Sameinuðu þjóðunum fyrir glæpi sína. Þá ætti Ísland að gerast aðili að kæru Suður Afríku á hendur Ísrael sem er til meðferðar hjá Alþjóðadómstólnum, og stöðva öll viðskipti-, menningar- og íþróttasamskipti við Ísrael. Í ljósi þess hvað er að gerast á Gaza það nánast súrrealistískt að ætla að fara að tralla í góðum gír með Ísraelsmönnum í Evrópsku söngvakeppninni. Að stöðva stríðsglæpi Ísraels og helför Palestínumanna er stærsta mannúðarmál samtímans. Við getum ekki látið eins og við vitum ekki hvað er í gangi – ógnarverkin eru í beinni útsendingu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Ég undirstrika að alþjóðalög leggja þær skyldur á þjóðir heims að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Krefjumst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða sem bíta, því við viljum ekki með aðgerðarleysi vera gerð samsek í þjóðarmorði! Höfundur er prófessor emeritus
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun